Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 41
reksmenn og konur, sem met. settu í f jölþrautum á þessu tímabili, gjalda þessarar skammvinnu lagasetningar, sem menn eru sammála um, að verið hafi til óþurftar. Met Bjarkar Ingimundardóttur, 3547 stig frá 1967, svo og þetta met Þuríðar, munu því án efa bæði hljóta staðfestingu Frjálsíþrótta- sambands Islands. Annan bezta árangur í fimmtarþraut átti Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ, 3292 stig frá því í júlíbyrjun á Norðurlandameistaramótinu hér á Laugardalsvellinum. Þuríður hlaut 3372 stig á því móti, en þær stöllur urðu, eins og von var, alllangt á eftir stúlkunum frá hinum Norður- löndunum. Ingunn Vilhjálmsdóttir, IR, varð önnur á meistaramótinu með 3176 stig, Sigurlaug Sum- arliðadóttir, HSK, þriðja með 3088 stig og Margrét Jónsdóttir, HSK, f jórða með 2957 stig, en fimmta bezta árangur á afrekaskránni á Linda Ríkarðsdóttir, ÍR, 3009 stig á Reykja- víkurmeistaramótinu snemma sumars, en Linda fór af landi brott og keppti þess vegna lítið meira um sumarið. Fimmtarþraut: Islandsmeistari: Þuríður Jónsdóttir, HSK (nýtt íslandsmet) 2. Ingunn Vilhjálmsdóttir, lR 3. Sigurlaug Sumarliðadóttir, HSK 4. Margrét Jónsdóttir, HSK Yfirlit. Ef maður lítur um öxl og reynir að gera sér grein fyrir því, hvort í heild hafi miðað í rétta átt í íslenzku frjálsíþróttastarfi, verður maður að viðurkenna, að karlaflokkurinn var ekki eins góður og árið áður, hvað þá, ef lengra er litið, enda þótt örfáar undantekningar séu, eins og t. d. í kúluvarpi. En þetta gildir fyrst og fremst, þegar litið er á 10 beztu í hverri grein. Ef mað- ur athugar meiri breidd, t. d. hvaða árangur þurfti til þess að komast á 30 manna afreka- skrá árin 1967 og 1968, kemur í ljós, að hlut- fallið er 7:5, seinna árinu í vil, hvað framför snertir í einstökum greinum. Er þá aðeins litið á þær greinar, sem a. m. k. 30 keppendur hafa verið í bæði árin. Um kvennaflokkinn er allt öðru máli að gegna, eins og ég hef reyndar drepið á hér að framan. 1 aðeins tveimur greinum þurfti betri 3568 stig 3176 stig 3088 stig 2957 stig Þuríður Jónsdóttir, HSK — setti Islandsmet i fimmtarþraut á Meistaramóti Is- lands. Hér sést hún í langstökkskeppni Eiðamótsins — árangur til þess að komast á 30 manna skrá árið 1967 heldur en árið 1968. Drengjaflokkurinn er lakastur í þessu tilliti með hlutfallið 3:8, þegar athugað er, hvaða ár- angur þurfti til að komast á 20 manna skrá þessi ár, en í sveinaflokki er ástandið bezt, sveinar ársins 1967 voru aðeins betri í einni grein heldur en sveinar ársins 1968. Það verður því að teljast rétt að verki stað- ið, hvað snertir framtíðaruppbyggingu, fyrst framfarir eru mestar hjá yngstu flokkum karla og kvenna, en það er grundvallaratriði undir þeirri von, að við eignumst í framtíðinni lands- lið, sem sé frambærilegt til keppni við aðrar þjóðir. En yngstu flokkarnir hætta að vera yngstu flokkar, og það þarf að vinna ötullega að því að skapa öllum flokkum óþrjótandi verk- efni að vinna að, ella dvínar áhuginn fyrir þess- ari íþróttagrein, svo að dásvefninn einn bíður hennar. Megi það aldrei gerast. 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.