Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 35

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 35
sleggjii) lifði hins vegar ekki sumarið út, því að Elías Sveinsson, ÍR, bætti það í 48,33 m um haustið, en Magnús bætti árangur sinn í 47,13 m. Vaxandi áhugi ungu strákanna fyrir þessari grein (6 keppendur á unglingameistaramótinu) vekur vonir um, að einhverjir þeirra snúi sér að sleggjukasti fyrir alvöru. Sleggjukast (fór fram á Melavellinum) Sveinameistari: Mag-nús Þrándur Þórðarson, KR (nýtt íslenzkt sveinamet) 2. Elías Sveinsson, lR 3. Björn Þráinn Þórðarson, KR 46,18 m 42,27 m 16,97 m Sleggjukast Drengjameistari: Magnús Þrándur Þórðarson, KR 39,27 m (nýtt íslenzkt sveinamet með drengjasleggju, 5 kg) 2. Stefán Jóhannsson, Á 36,21 m 3. Guðni Sigfússon, Á 32,56 m 4. Elías Sveinsson, iR 30,45 m Sleggjukast: Unglingameistari: Magnús Þrándur Þórðarson, KR 33,25 m 2. Stefán Jóhannsson, Á 30,83 m 3. Rúnar Sigfússon, Á 29,78 m 4. Guðni Sigfússon, Á 28,62 m 5. Páll Dagbjartsson, HSÞ 28,48 m 6. Elías Sveinsson, ÍR 28,15 m Sleggjukast Islandsmeistari: Jón H. Magnússon, lR 52,80 m 2. Erlendur Valdimarsson, lR 49,92 m 3. Þórður Sigurðsson, KR 49,12 m 4. Þorsteinn Löve, lR 47,60 m 5. Magnús Þrándur Þórðarson, KR 30,42 m Fjölþrautir. Fjölþrautirnar eru naumast mikið umtals verðar. Eini maðurinn, sem eitthvað kvað að, var Valbjörn Þorláksson, KR, en hann var ekki eins góður og stundum áður, enda þótt hann næði tvívegis yfir 7000 stigum í tugþraut, bezt 7184 stigum, og það dygði honum til að öðlast farmiðann til Mexico City. Þar tókst honum ekki að ljúka keppni, súrefnisskortur kvað hafa valdið nístingssárum harðsperrum þeim, sem ekki voru í fullkominni þjálfun til þolrauna og átaka. I fimmtarþraut fékk Valbjörn bezt 3271 stig sl. sumar, en hann hefur aðeins einu sinni áður náð betri árangri í þeirri grein. Það þarf naum- ast að taka fram, að hann sigraði með yfir- burðum í báðum þessum greinum á Meistara- — varð margfaldur sveina-, drengja og unglingameist- ari í ýmsum greinum sl. sumar og setti fjölda sveina- meta í hástökki, stangarstökki, sleggjukasti, fimmtar- þraut og tugþraut — móti Islands. Var það í sjötta skipti, sem Val- björn varð Islandsmeistari í tugþraut og fimmta skipti, sem hann varð íslandsmeistari í fimmtarþraut, en auk þess hefur hann orðið 5 sinnum meistari í 100 m hlaupi, 8 sinnum í 200 m hlaupi, 5 sinnum í 110 m grindahlaupi, 4 sinnum í 400 m grindahlaupi. 5 sinnum í spjót- kasti og 14 sinnum í stangarstökki, eða sam- tals 52 sinnum Islandsmeistari í ýmsum grein- um á sl. 14 árum, og er það auðvitað margfalt Islandsmet. Það þarf ekki að telja boðhlaupin með, en meistarastig hans í boðhlaupum telst mér að séu ellefu talsins. Því heyrist stundum haldið fram, að Valbirni hafi verið hampað um of, en þessi listi, sem hér var talinn, ætti að sýna, að það hefur borið árangur, ef stutt hef- ur verið við bakið á honum. Erlendur Valdimarsson, IR, er í öðru sæti í báðum fjölþrautunum, með 6119 stig í tug- þrautinni og 2886 stig í fimmtarþraut, og er hvort tveggja bezti árangur hans í þessum greinum til þessa. En eftirtektarverðastur árangur í fjölþraut- unum er samt árangur Elíasar Sveinssonar, lR, sem setti sveinamet í báðum, 2423 stig í fimmt- arþraut og 5165 stig í tugþraut. Elías er sá af ungu mönnunum, sem fjölhæfastur er, og verð- ur gaman að fylgjast með framförum hans í þessum greinum á næstu árum. Tugþraut Islandsmeistari: Valbjörn Þorláksson, KR 7015 stig 275

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.