Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 6
S. Tillaga um aöstöðu fyrir íþróttaiðkanir
almennings og íþróttafélaga.
„Iþróttaþing ISÍ, haldiS í Reykjavík 7.—8. septem-
ber 1968, skorar á menntamálaráðherra að hlutast til
um, að í reglugerðum þeim um mat á þátttöku ríkis-
sjóðs í byggingu íþróttamannvirkja skóla, sem nú er
unnið að í menntamálaráðuneytinu skv. lögum um
skólakostnað, verði tekið fullt tillit til aðstöðu fyrir
íþróttaiðkanir almennings og íþróttafélaga.
Jafnframt bendir þingið á nauðsyn þess, að tekin
verði upp stöðlun íþróttahúsa og stefnt verði að því
að gera þau einfaldari og ódýrari í byggingu.
Iþróttaþingið skorar á væntanlega framkvæmda-
stjórn Isl að fylgja máli þessu eftir.“
9.—10. Tillögur um íþróttamiðstöðina að
Laugarvatni.
„Iþróttaþing ISl, haldið í Reykjavík 7.—8. september
1968, lýsir ánægju sinni yfir þeim framkvæmdum, sem
forseti og sambandsstjórn hafa beitt sér fyrir að Laug-
arvatni.
Þingið skorar á forystumenn íþróttahreyfingarinnar
að beita sér fyrir því, að íþróttafólk noti þá frábæru
aðstöðu, sem þarna hefur verið sköpuð".
„Iþróttaþing 1968 fagnar því, að íþróttamiðstöð-
in á Laugarvatni er nú að verða tilbúin til notkunar.
Þingið telur nauðsynlegt, að rekstrarnefnd miðstöðv-
arinnar auglýsi með góðum fyrirvara, hvaða tima
sérsambönd og héraðssambönd geta fengið til nám-
skeiðahalds í miðstöðinni, t. d. fyrir 1. nóvember.
Samböndin sendi síðan nefndinni óskir sínar fyrir 1.
febrúar, en að þeim tíma loknum geti rekstrarnefnd
i'áðstafað miðstöðinni eftir því, sem hún telur réttast".
11. Tilllaga um styrk vegna kostnaðar
við íþróttakennslu.
„Iþróttaþing ISl 1968 beinir þeirri ákveðnu ósk til
íþróttanefndar rikisins, að hún styrki framvegis hús-
næðiskostnað vegna íþróttaiðkana, svo og ferða- og
dvalarkostnað kennara á sama hátt og kennaralaun".
Að loknum umræðum fóru fram kosningar
og voru eftirtaldir menn allir kosnir til starfa
einum rómi þingfulltrúa:
Forseti ISÍ: Gísli Halldórsson.
Aðalfulltrúar í framkvæmdastjórn: Guðjón
Einarsson, Gunnlaugur J. Briem, Sveinn
Björnsson, Þorvarður Árnason.
Varastjórn: Gunnar Vagnsson, Hannes Þ.
Sigurðsson, Atli Steinarsson, Gunnar Hjalta-
son, Böðvar Pétursson.
Endurskoðendur: Þórarinn Magnússon, Árni
Bjarnason.
Varaendurskoðendur: Stefán G. Björnsson,
Gunnar Eggertsson.
Tilnefning fulltrúa kjördæmanna ásamt vara-
mönnum í sambandsráð. (Aðalfulltrúar taldir
á undan):
Vesturland: Óðinn Geirdal, Jón F. Hjartar.
Vestfirðir: Sigurður Jóhannsson, Þór Hagalín.
Norðurl. vestra: Guðjón Ingimundarson,
Júlíus Júlíusson.
Norðurl. eystra: Ármann Dalmannsson, Þór-
oddur Jóhannsson.
Austfirðir: Björn Magnússon, Jón Ólafsson.
Suðurland: Þórir Þorgeirsson, Stefán Run-
ólfsson.
Reykjavík: Jens Guðbjörnsson, Sæmundur
Gíslason.
Reykjanes: Yngvi R. Baldvinsson, Jón M.
Guðmundsson.
I íþróttadómstól voru kjörnir: Aðalmenn:
Þórður Guðmundsson, Kristján L. Gestsson,
Einar Sæmundsson, Frímann Helgason, Gísli
Sigurðsson, Andreas Bergmann, Stefán Krist-
jánsson, Jón Ingimarsson, Einar Björnsson.
Til vara: Gunnar Már Pétursson, Ragnar
Vignir, Guðlaugur Guðjónsson, Haraldur
Snorrason, Þorkell Magnússon, Lúðvík Þor-
geirsson, Jón Egilsson, Valdimar Örnólfsson,
Sigurjón Þórðarson.
Elztur og- yngstur fulltrúa á íþróttaþinginu 1968. Frá
vinstri: Sigurður Greipsson í Haukadal, fulltrúi Héraðs-
sambandsins Skarphéðins, og Steinþór Torfason í Hala,
fulltrúi Ungmennasambandsins Ulfljóts.
246