Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 8
Jafnframt því að fjölga sérsamböndum höfum við
unnið markvisst að því að fjölga íþróttagreinum, sem
iðkaðar eru hér.
I því skyni var ákveðið fyrir tveimur árum, að ISl
tæki borðtennis á stefnuskrá sína. En borðtennis má
víða iðka í húsrými, sem ekki hæfir fyrir aðrar íþrótta-
greinar, eins og t. d. í félagsheimilum og fundarsölum.
Leikreglur hafa verið samdar fyrir borðtennis, og
eru íþróttafélögin þegar byrjuð æfingar á þessari
iþrótt. Fyrsta mótið hefur þegar farið fram á Akur-
eyri, og ber vissulega að fagna því. Borðtennis er fjöl-
mennasta iþróttagrein, sem iðkuð er í Svíþjóð, og trú
legt er, að svo geti einnig orðið hér.
Leikreglur fyrir lyftingar hafa einnig verið gefnar
út nýlega, og verður bráðlega haldið fyrsta mótið í
þeirri grein, sem haldið hefur verið hér. Mikill og vax-
andi áhugi er fyrir lyftingum, og hefur einn iðkandi
náð svo góðum árangri, að ákveðið er að senda hann
sem þátttakanda í Olympíuleikjunum í Mexíko.
Þá er glímubókin komin út, og fá þingfulltrúar
tækifæri til að sjá hana hér með þingskjölum. Við
væntum þess, að hún eigi eftir að verða mikil lyfti-
stöng fyrir glímuna í landinu. Veit ég, að GLl mun
fagna þessu framtaki ISÍ, en er sambandið var stofn-
að, lofuðum við að sjá um og kosta útgáfu á þessari
bók. Vil ég nota tækifærið og þakka nefnd þeirri, er
sá um útgáfuna, og þá sérstaklega Þorsteini Einars-
syni, íþróttafulltrúa, fyrir hans miklu vinnu og fórn-
fúsa starf, sem hann hefur lagt af mörkum við samn-
ingu hennar.
Undirstaðan undir fjölgun íþróttagreina er, að rétt-
ar leikreglur séu ávallt fyrir hendi, og hefur fram-
kvæmdastjórnin viljað tryggja, að svo væri. Sérstök
nefnd starfar að útgáfu leikreglna, og er ástæða til að
þakka henni einnig góð störf.
Á undanförnum árum hefur það verið markviss
stefna ISl að koma upp tveimur íþróttamiðstöðvum í
landinu. Mál þetta hefur verið rætt á formannafundi,
svo og á íþróttaþingi, er haldið var á Isafirði fyrir
tveimur árum. Þar fékk framkvæmdastjórnin heimild
til þess að vinna að framgangi þessara mála, og voru
jafnframt samþykktar fjárveitingar i þessu skyni.
Ákveðið var, að önnur íþróttamiðstöðin skyldi vera á
Ákureyri fyrir vetrariþróttir, en hin skyldi staðsett á
Suðurlandi og vera fyrst og fremst fyrir sumaríþróttir.
Upphaflega var reiknað með, að þessum framkvæmd-
um yrði lokið fyrir 1970, en vegna hagstæðra samn-
inga er framkvæmdum nú að ljúka við íþróttamið-
stöðina á Suðurlandi, sem er staðsett að Laugarvatni
eins og þingfulltrúum er kunnugt. Fyrir einstæðan
dugnað Ákureyringa er búið að reisa mikla og vand-
aða skíðalyftu í Hlíðarfjalli við Ákureyri. Var hún
tekin í notkun á s. 1. vetri með hátíðlegri athöfn.
Áður var búið að reisa þarna fullkomið skíðahótel
og minniháttar lyftur. Með tilkomu hins nýja mann-
virkis er komin fullkomin aðstaða til þess að iðka
þarna skíðaæfingar, jafnt fyrir beztu skíðamenn sem
byrjendur. Enda var svo strax í vetur, að olympiu-
farar okkar æfðu í Hlíðarfjalli í stað þess að fara
utan til æfinga eins og venjulega hefur verið talið
nauðsynlegt.
Það er ekki ætlun ISl að sjá á neinn hátt um rekst-
ur þessarar íþróttamiðstöðvar, það munu Ákureyring-
ar sjálfir gera. En reiknað er með að styrkja starf-
semina þarna og tryggja, að nýting verði sem bezt.
Til þess að flýta fyrir byggingu skíðalyftunnar lánaði
ISl úr lána- og framkvæmdasjóði 1.000.000 kr. til
framkvæmdanna.
Við skíðaskólann á Isafirði hefur einnig verið byggð
skíðalyfta, og er nú þar afbragðs aðstaða fyrir skíða-
fólk. Til þeirra framkvæmda lánaði ISl 400.000 kr.
Þegar fjallað var um íþróttamiðstöð á Suðurlandi á
síðasta íþróttaþingi, var talið eðlilegast og heppileg-
ast, að ISl fengi að byggja sérstakan skála á lóð
íþróttakennaraskóla Islands. En vegna þess að upp-
bygging iKl að Laugarvatni hefur gengið mjög seint
og það beinlínis háð skólanum og íþróttastarfinu að
geta ekki útskrifað nægilegan fjölda íþróttakennara,
þá fór framkvæmdastjórnin þess á leit, að hún fengi
að byggja sem svaraði efri hæð nemendahúss, sem
hafin var bygging á, gegn því, að ríkisvaldið hækkaði
framlag sitt til framkvæmdanna.
Með því að sameina átak ríkisins og ISl var sýnt,
að hægt var að flýta til muna byggingu heimavistar-
hússins. Hér var því um hagstæða samninga að ræða
fyrir báða aðila. Menntamálaráðherra féllst á þessa
málaleitan, og er iSl eigandi að nemendahúsinu sem
nemur um 30%.
Samningurinn var tekinn upp í skýrslunni,* og er því
ekki ástæða að rekja hann hér, en aðeins geta þess,
að reiknað er með þvi, að ISI geti starfrækt þarna
íþróttamiðstöð um 3ja mánaða skeið á ári og fái af-
not af öllum eignum ÍKÍ, það er að segja völlum,
íþróttahúsi og öllu heimavistarhúsinu. En að vetrar-
lagi leigi iKl okkar húsnæði fyrir nemendur sína.
Ætlunin er, að ISl reki þessa íþróttamiðstöð í sam-
vinnu við sérsamböndin. Væntum við að hefja starf-
semi þarna svo fljótt sem auðið er næsta sumar, er
skólahaldi lýkur.
Ákveðið er, að byrjað verði á leiðtoganámskeiði, en
það verður að teljast einn veigamesti þátturinn í vexti
íþróttahreyfingarinnar, að ávallt séu hæfir leiðtogar
fyrir hendi, sem hafa lært nokkuð til síns starfs.
Væntum við, að slík námskeið verði vinsæl og geti
orðið árlegur liður í starfinu,
Þá verða þessar miðstöðvar til þess að kenna þjálf-
urum og leiðbeinendum, en á því hefur verið mikil
vöntun, að aðstaða væri fyrir hendi til þeirrar starf-
semi. Hægt verður að senda landslið hér eftir í æfinga-
búðir til hvers konar æfinga við hin beztu skilyrði. Við
væntum þvf, að þessar íþróttamiðstöðvar verði mikil
lyftistöng fyrir allt íþróttalíf í framtíðinni.
Þegar litið er á hina öru fjölgun þeirra, er leggja
stund á íþróttir, þá verður að viðurkenna, að enn er
víða skortur á aðstöðu, til þess að æskan geti æft og
iðkað íþróttir, Víða er svo komið, að íþróttafélögin
eiga þess ekki kost að fjölga félögum í vissum grein-
* Samningurinn var birtur í heild í Iþróttablaðinu.
248