Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 70

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 70
Knattspyrnu- mót lslands 1968 57. Knattspymumót Islands hófst á Njarðvíkurvelli 25. mai með leik IBK og' IBA í 1. deild. Mótið stóð svo yfir í 3 mánuði, eða til 26. ágiist, en þá léku Valur og Fram, úrslitaliðin í mótinu 1967, á Laugardalsvelli. 31 félag sendi 82 lið til þátttöku í mótinu, þ.e. um 950 þátttakendur. Eitt félag, Stefnir frá Súgandafirði, hætti þátttöku eftir að hafa leikið einn leik, en liðið lék í B-riðli 3. deildar. I. deild. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hlaut nú Islandsmeist- aratignina í 20. sinn Og hefur hlotið titilinn oftast allra félaga. Valur og Fram hafa sigrað 14 sinnum, en ÍA 6 sinnum, Víkingur tvisvar og IBK einu sinni. Keppnin í I. deild var bæði skemmtileg og spenn- andi. Þannig höfðu 3 félög mikla möguleika á sigri allt fram í 8. umferð, en hins vegar lágu Keflvíkingar kyrfilega á botninum. KR-ingar vom vel að sigrinum komnir i þetta sinn, þó að byrjunin hjá félaginu hafi ekki verið góð, að- eins 2 stig úr þremur fyrstu leikjunum, en síðan kaf- sigldu þeir Keflvíkinga með 6 mörkum gegn engu, og eftir það unnu þeir alla sína leiki, nema þann síðasta, sem var við ÍBK í Keflavík. Þurfti KR að fá eitt stig, þ.e. jafntefli, til að vera öruggt með sigur í mótinu. Leikur þessi einkenndist mjög af taugaspennu, sérstak- lega af hálfu KR-inga, og náðu þeir naumlega jafn- tefli 2:2. Hefðu KR-ingar tapað þessum leik, hefði Fram átt möguleika á að jafna metin og fá aukaleik við KR, þar sem Framarar höfðu 12 stig fyrir síðasta leik, en KR-ingar 14. En Framarar töpuðu sínum síð- asta ieik, sem var við Val, svo að það hefði aldrei komið til, þó svo að KR hefði tapað I Keflavík. I heild var KR-liðið mjög sterkt, þó i því væru nokkrir veikir punktar. Einn þeirra var verstur, en hann var sá, hvað Ellert Schram hafði mikið að segja fyrir liðið. Ef hans naut ekki við, var liðið eins og vængbrotinn fugl. Kom þetta bezt í ljós, er liðið lék við IBV í Reykjavík. Staðan var 3:1 KR I vil, en þá er Ellert vikið af leikvelli, Og á næstu 5 mínútum jafna Eyjamenn metin. Var leikur KR-inga ekki svipur hjá sjón, það sem eftir var leiksins og Eyjamenn, sem höfðu verið afar auðveldir viðureignar, ógnuðu mjög og áttu ekki minna í leiknum það sem eftir var. Það var að mestu fyrir einstaklingsframtak Ólafs Lárus- sonar, að KR vann leikinn. Hann brauzt með knöttinn upp kantinn og skaut, að þvi er virtist í vonlausu færi, en skotið var fast og hafnaði i netinu rétt innan við stöng. Ólafur var einn af fjórum markhæstu mönnum I. deildar með 8 mörk. Var hann lang skæðasti framlinu- maður KR, en auk hans má nefna Gunnar Felixson, útherja og fyrirliða, sem var mjög drjúgur í leikjum liðsins. Þá var liðinu mikill styrkur að Þórólfi Beck, sem endurheimti áhugamannaréttindi sín á árinu. Var hann mjög uppbyggjandi í sókn liðsins og átti þátt í mörgum mörkum liðsins. Einnig voru Eyleifur Haf- steinsson og Halldór Björnsson mjög sterkir hlekkir í liðinu. 1 öftustu vörn var Ellert aðalmaður, en athygli vakti ungur leikmaður úr 2. flokki, Björn Árnason, sem lék bakvörð, en hann kom inn í liðið eftir góða frammistöðu í leikjum unglingalandsliðsins á NM. Þórð- ur Jónsson og Ársæll Kjartansson voru einnig traustir i vöminni. Markvarðarhallæri var nokkurt framan af, en seinni hluta mótsins lék Guðmundur Pétursson í markinu, og átti hann góða leiki. KR réð til sín austurrískan þjálfara, Walter Pfeiffer, um áramótin. Tók hann KR-liðið mjög föstum tökum þá strax, og liðsmenn fengu langar og strangar æf- ingar. Þetta virtist í fyrstu ekki ætla að bera góðan árangur, því að liðið var fremur dauft í Reykjavíkur- mótinu og í fyrstu leikjum Islandsmótsins. En þá var eins og liðið vaknaði af dvala og tapaði ekki leik í 310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 8-10. tölublað (01.12.1968)
https://timarit.is/issue/408363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8-10. tölublað (01.12.1968)

Aðgerðir: