Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 33
3. Elías Sveinsson, lR 38,45 m
4. Steinar Ragnarsson, UMSB 31,56 m
5 Björn Þráinn Þórðarson, KR 21,97 m
Kringlukast
Drengjameistari:
Magnús Þrándur Þórðarson, KR 37,29 m
2. Guðni Sigfússon, Á 37,01 m
3. Halldór Valdimarsson, HSÞ 36,83 m
4. Snorri Ásgeirsson, iR 34,33 m
5. Stefán Jóhannsson, Á 34,25 m
6. Friðfinnur Finnbogason, IBV 33,07 m
7. Finnbjörn Finnbjörnsson, ÍR 31,33 m
8. Hróðmar Helgason, Á 29,74 m
9. Grétar Guðmundsson, KR 27,35 m
Kringlukast
Unglingameistari:
Páll Dagbjartsson, HSÞ 38,80 m
2. Guðni Sigfússon, Á 32,34 m
3. Stefán Jóhannsson, Á 32,24 m
4. Bragi Stefánsson, HSÞ 32,09 m
5. Magnús Þrándur Þórðarson, KR 30,63 m
6. Stefán Hallgrímsson, UÍA 28,90 m
7. Elias Sveinsson, lR 27,77 m
8. Halldór Matthíasson, IBA 24,57 m
9. Rúnar Sigfússon, Á 22,64 m
Halldór Valdimarsson, HSÞ, gerði öil köst sín ógild.
Kringlukast
Islandsmeistari:
Erlendur Valdimarsson, lR 49,76 m
2. Þorsteinn Alfreðsson, UMSK 45,98 m
3. Hallgrímur Jónsson, HSÞ 45,48 m
4. Jón Pétursson, HSH 44,43 m
5. Þorsteinn Löve, lR 44,09 m
6. Guðmundur Hermannsson, KR 41,37 m
7. Jón Þ. Ólafsson, lR 40,69 m
8. Arnar Guðmundsson, KR 39,50 m
Valbjörn Þorláksson, KR, var eini spjótkast-
ari hérlendis, sem kastaði yfir 60 m sl. sumar,
nánar tiltekið 63,24 m. Hann varð einnig ís-
landsmeistari í þessari grein, en í bikarkeppn-
inni tapaði hann óvænt fyrir Sigmundi Her-
mundssyni, ÍR, sem sigraði þar með 6 cm mun,
56,80 gegn 56,74 m. Lengst kastaði Sigmundur
57,21 m, og er það bezti árangur hans til þessa.
Framfarir Sigmimdar eru ánægjulegar, hann
var ungur og efnilegur spjótkastari fyrir tæp-
um áratug, en kom nú aftur í hópinn, eins og
allmargir aðrir, „þegar hann var búinn að
byggja.“
I þriðja sæti á afrekaskránni er Kjartan Guð-
jónsson, ÍR, með árangur sinn frá Meistara-
móti Islands, en hann var hér heima í leyfi,
þegar það mót fór fram. Kjartan stundar tann-
læknanám í Berlín og hefur fáar tómstundir til
íþróttaiðkana, telur einnig aðstöðu um margt
verri en hér, sérstaklega vegna langferða um
stórborgina til þess að komast á æfingasvæði.
Stefán Jóhannsson, Á, varð bæði drengja- og
unglingameistari í spjótkasti, en bezta árangri
sínum á sumrinu náði hann í bikarkeppninni, en
þá kastaði hann stóra spjótinu 53,35 m, og
litla spjótinu kastaði hann aldrei lengra.
Lengsta kast í drengjaflokki átti Friðfinn-
ur Finnbogason, IBV, 54,54 m, hörku kastara-
efni, en hann var of upptekinn af knattspyrnu
sl. sumar, til þess að hann gæti sinnt frjáls-
íþróttum að nokkru marki. I unglingakeppni
FRl gat hann t. d. aðeins gert 2 tilraunir, sem
báðar voru ógildar, því að kappleikur var að
hefjast.
Sveinameistari í spjótkastinu varð Skúli
Arnarson, IR, með 53,73 m kasti, en bezta kast
hans á sumrinu var 54,39 m, og var hann í al-
gjörum sérflokki meðal sveina í þessari grein.
Næstlengst kast í sveinaflokki átti Örn Óskars-
son, ÍBV, bróðir Adolfs, sem var landsliðsmað-
ur í spjótkasti á gullaldartímabilinu svonefnda,
og enn er á afrekaskrá níundi maður með 53,05
m.
Ekki verður skilið svo við spjótkastið, að
ekki sé getið Magnúsar Þórs Sigmundssonar,
Umf. Njarðvíkur, sem keppti aðeins einu sinni
sl. sumar mér vitanlega. Var það á Meistara-
móti Islands, þar sem hann varð fjórði með
54,16 m, en það var bezti árangur í unglinga-
flokki sl. sumar.
Guðmundur Hermannsson, KK
— var enn í stórframför sl. sumar —
273