Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 10
Lr skýrslu
framkvæmdastjórnar í S í
sept. 1966 — ágúst 1968
Framkvæmdastjórn ISl lagði fram myndarlega
skýrslu á íþróttaþinginu 1968, og birtir Iþróttablaðið
hér nokkra kafla úr þessari skýrslu, um þau atriði,
sem blaðið hefur ekki áður fjallað um í 5. tbl. og 9.—10.
tbl. 1967.
FRAMKVÆMDASTJÓRN.
1 framkvæmdastjórn ISÍ voru þessir menn: Gísli
Halldórsson, forseti, Guðjón Einarsson, varaforseti,
Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri, Sveinn Björnsson, rit-
ari, Þorvarður Árnason, fundaritari.
1 varastjórn voru: Atli Steinarsson, Böðvar Péturs-
son, Gunnar Hjaltason, Gunnar Vagnsson, Hannes Þ.
Sigurðsson.
Haldinn var 71 bókaður fundur framkvæmdastjórnar
á starfstímanum.
SKRIFSTOFAN.
Skrifstofa ISI var opin venjulegan skrifstofutíma
og þar vann Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
ásamt einni starfsstúlku, sem nú er Anna Pálmadóttir.
HEIÐUR S VIÐURKENNIN G AR
OG AFMÆLISGJAFIR.
Heiðursorðu ISl hlaut John Chr. Schönheyder, for-
seti norska íþróttasambandsins, og var honum veitt
orðan sl. sumar.
Gullmerki ISl hafa hlotið fyrir ágætt íþróttastarf:
óskipt þátttakandi í íþróttastarfinu, höfum við ekki
náð því marki, sem við stefnum að. Ef þarf að greiða
æskumanni eða konu fé fyrir að iðka hollar íþróttir og
gera það að atvinnugrein, erum við á skakkri braut.
Að undanförnu hefi ég átt kost á því að ferðast um
landið og heimsækja héraðsþing hjá ykkur. Ég vil nú
þakka þær ágætu móttökur, sem við frá framkvæmda-
stjórn ISl höfum fengið hjá ykkur. Það er vissulega
styrkur í starfi hjá okkur að finna þá fórnfýsi og
alúð, sem þið leggið í störf ykkar fyrir æskuna og
þjóðina. Það starf verður seint metið tii fulls, en von-
andi verður það endurgoldið með þakklæti frá æskunni
sjálfri, sem þið leitizt við að styrkja með starfi ykkar.
1 von um, að svo megi ávallt verða, segi ég þetta 49.
íþróttaþing sett.
Hermann Sigtryggsson, Akureyri, Aaro Laine, fram-
kvæmdastjóri finnska íþróttasambandsins SUUL, Helgi
Sveinsson, Siglufirði, Ólafur Þ. Guðmundsson, Reykja-
vík.
Gullskeifu ISI hlutu: Knattspyrnufélagið Fram,
Reykjavík, í tilefni af 60 ára afmæli þess. Knattspyrnu-
félagið Víkingur, Reykjavík, í tilefni af 60 ára afmæli
þess.
Heiðursgjafir: Jóni F. Hjartar, Borgarnesi, var gef-
inn áletraður bókahnífur úr silfri, í tilefni af 50 ára
afmæli hans.
Gudmund Schack, formanni danska íþróttasambands-
ins, var gefin áletruð bréfapressa, £ tilefni af komu
hans hingað.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ.
Áskrifendur Iþróttablaðsins eru nú 1102. Augljóst
er, að stórt átak þarf til að fjölga áskrifendum og gera
breytingar á Iþróttablaðinu, eigi að verða kleift að
halda áfram útgáfu þess. En engum dettur annað í
hug en halda áfram útgáfu Iþróttablaðsins, og þá í
formi, sem hæfir.
STOFNUN NÝRRA SÉRSAMBANDA.
Á íþróttaþinginu á Isafirði voru samþykktar tillögur
um athugun á stofnun tveggja nýrra sérsambanda inn-
an ÍSl, fyrir badminton og fimleika.
Framkvæmdastjórnin skipaði á fundi sínum 27. okt.
1966 nefndir til að vinna að stofnun þeirra.
1 nefnd þá, er vinna skyldi að stofnun fimleikasam-
bands, voru þessir kosnir: Jens Guðbjörnsson, Þorvarð-
ur Árnason, Benedikt Jakobsson, Valdimar Örnólfsson,
Hermann Guðmundsson.
Benedikt Jakobsson lézt, áður en nefndin lyki störf-
um, og var þá Stefán Kristjánsson skipaður £ hans stað.
Fimleikasamband íslands.
17. maí 1968 var haldið stofnþing Fimleikasambands
Islands i fundarsal ISl.
Forseti Iþróttasambands Islands, Gísli Halldórsson,
setti þingið og rakti aðdraganda þess.
12 héraðssambönd ISl voru stofnaðilar, og auk und-
irbúningsnefndar og framkvæmdastjórnar mættu 15
fulltrúar.
Þingforsetar voru: Jens Guðbjörnsson, Reykjavík, og
Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki.
Ritarar voru: Sveinn Björnsson og Helgi Hólm.
250
i