Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 59
Á þessari mynd sjáum við unglingalið Sundfélagsins Ægis, sem sigraði á Unglingameistaramóti Islands 1968.
Var það þriðja árið í röð, sem Ægir sigrar í stigakeppni þessa móts, og hlaut félagið til eignar bikar, sem Albert
Guðmundsson stórkaupmaður gaf til keppninnar. Með unglingunum á myndinni eru þjálfarar Ægis, þeir Hregg-
viður Þorsteinsson og Guðmundur Þ. Harðarson.
Afrekaskráin.
Þeir Siggeir Siggeirsson og Guðbrandur Guð-
jónsson tóku saman afrekaskrá ársins 1968 eins
og undanfarin ár. Á afrekaskránni sjást í töl-
um hinar miklu framfarir, sem eru í sund-
íþróttinni. Á árinu 1968 voru sett 28 íslands-
met í karlagreinum og 42 í kvennagreinum eða
samtals 70 met. Ennfremur voru sett samtals
75 unglingamet.
Sundknattleikur.
Á árinu 1968 virtist áhugi aukast mjög á
sundknattleik, og bættist nú Sundfélag Hafn-
arfjarðar í hóp þeirra félaga, sem þátt taka í
þessari íþrótt.
íslandsmeistaramótið fór fram í Sundhöll
Reykjavíkur 25.—29. maí. Sigurvegari varð
Glímufélagið Ármann og hreppti nú aftur Is-
landsmeistaratitilinn, sem KR vann af þeim
1967. KR sigraði hins vegar á Reykjavíkur-
meistaramóti 1968. I nóvember var haldið hér í
Reykjavík dómaranámskeið, og voru þar út-
skrifaðir nokkrir sundknattleiksdómarar. Var
orðið mjög aðkallandi að útskrifa nýja dómara.
Um líkt leyti skipaði stjórn S.S.I. nefnd til að
vera til ráðuneytis um allt, er varðar sundknatt-
leikinn, og til þess að vinna að framgangi þess-
arar skemmtilegu íþróttar. Formaður þessarar
nefndar er Erlingur Þ. Jóhannsson.
V iðurkenningar.
Á sundþingi 1968 var í fyrsta sinn veitt gull-
merki S.S.Í. Hlutu það Ólympíufararnir 1936,
þeir Jón Ingi Guðmundsson, Þórður Guðmunds-
son, Jónas Halldórsson, Þorsteinn Hjálmarsson,
Jón D. Jónsson, Jón Pálsson, Rögnvaldur Sig-
urjónsson, Pétur Snæland, Magnús B. Pálsson,
Úlfar Þórðarson, Stefán Jónsson og Logi Ein-
arsson.
Formaður S.S.I. hélt af þessu tilefni ræðu og
þakkaði þessum mönnum langt og gifturíkt
starf í þágu sundíþróttarinnar.
Á árinu var þeim Þórði Guðmundssyni,
Reykjavík og Ólafi Magnússyni á Akureyri,
veitt heiðursmerki S.S.I.
Aðeins f. v. forseta Islands, Ásgeiri Ásgeirs-
syni hafði áður verið veitt viðurkenning af
stjórn S.S.I. Var það árið 1963, að honum var
veitt heiðursmerki, er sérstaklega hafði verið
gert í því tilefni.
299