Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 59

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 59
Á þessari mynd sjáum við unglingalið Sundfélagsins Ægis, sem sigraði á Unglingameistaramóti Islands 1968. Var það þriðja árið í röð, sem Ægir sigrar í stigakeppni þessa móts, og hlaut félagið til eignar bikar, sem Albert Guðmundsson stórkaupmaður gaf til keppninnar. Með unglingunum á myndinni eru þjálfarar Ægis, þeir Hregg- viður Þorsteinsson og Guðmundur Þ. Harðarson. Afrekaskráin. Þeir Siggeir Siggeirsson og Guðbrandur Guð- jónsson tóku saman afrekaskrá ársins 1968 eins og undanfarin ár. Á afrekaskránni sjást í töl- um hinar miklu framfarir, sem eru í sund- íþróttinni. Á árinu 1968 voru sett 28 íslands- met í karlagreinum og 42 í kvennagreinum eða samtals 70 met. Ennfremur voru sett samtals 75 unglingamet. Sundknattleikur. Á árinu 1968 virtist áhugi aukast mjög á sundknattleik, og bættist nú Sundfélag Hafn- arfjarðar í hóp þeirra félaga, sem þátt taka í þessari íþrótt. íslandsmeistaramótið fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 25.—29. maí. Sigurvegari varð Glímufélagið Ármann og hreppti nú aftur Is- landsmeistaratitilinn, sem KR vann af þeim 1967. KR sigraði hins vegar á Reykjavíkur- meistaramóti 1968. I nóvember var haldið hér í Reykjavík dómaranámskeið, og voru þar út- skrifaðir nokkrir sundknattleiksdómarar. Var orðið mjög aðkallandi að útskrifa nýja dómara. Um líkt leyti skipaði stjórn S.S.I. nefnd til að vera til ráðuneytis um allt, er varðar sundknatt- leikinn, og til þess að vinna að framgangi þess- arar skemmtilegu íþróttar. Formaður þessarar nefndar er Erlingur Þ. Jóhannsson. V iðurkenningar. Á sundþingi 1968 var í fyrsta sinn veitt gull- merki S.S.Í. Hlutu það Ólympíufararnir 1936, þeir Jón Ingi Guðmundsson, Þórður Guðmunds- son, Jónas Halldórsson, Þorsteinn Hjálmarsson, Jón D. Jónsson, Jón Pálsson, Rögnvaldur Sig- urjónsson, Pétur Snæland, Magnús B. Pálsson, Úlfar Þórðarson, Stefán Jónsson og Logi Ein- arsson. Formaður S.S.I. hélt af þessu tilefni ræðu og þakkaði þessum mönnum langt og gifturíkt starf í þágu sundíþróttarinnar. Á árinu var þeim Þórði Guðmundssyni, Reykjavík og Ólafi Magnússyni á Akureyri, veitt heiðursmerki S.S.I. Aðeins f. v. forseta Islands, Ásgeiri Ásgeirs- syni hafði áður verið veitt viðurkenning af stjórn S.S.I. Var það árið 1963, að honum var veitt heiðursmerki, er sérstaklega hafði verið gert í því tilefni. 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 8-10. tölublað (01.12.1968)
https://timarit.is/issue/408363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8-10. tölublað (01.12.1968)

Aðgerðir: