Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 25

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 25
Ræst til 800 m hlaupsins á Meist- aramóti Islands 1968. Frá vinstri: Sigurður Björnsson, ræsir, Rúdolf Adolfsson, Á, Jóhann Friðgeirs- son, UMSE, Jón Ivarsson, HSK, Þorsteinn Þorsteinsson, KR, Ólaf- ur Þorsteinsson, KR, Þórður Guð- mundsson, UMSK og Friðrik Þór Óskarsson, iR, sem er áhorfandi. bezti árstíminn hérlendis varð snöggtum verri en 1967. Halldór hljóp bezt á 4:10,8 mín., og hann varð íslandsmeistari á 3/10 sek. lakari tíma, en á meistaramótinu setti Ólafur Þor- steinsson nýtt sveinamet, 4:16,2 mín. Ólafur átti þriðja bezta árstímann, en Þórður Guð- mundsson hljóp bezt á 4:12,6 mín., og Þórður sigraði í þessari grein í bikarkeppninni eins og á landsmótinu. Það getur verið áhugamönnum um frjáls- íþróttir gleðiefni, að í þessari grein kepptu nokkrir efnilegir unglingar sl. sumar, þótt Ölaf- ur bæri höfuð og herðar yfir þá. Má sérstak- lega nefna Örn Agnarsson, UÍA, (4:19,5), Jón ívarsson, HSK, (4:20,1), Hauk Sveinsson, KR, (4:22,4), Sigvalda Júlíusson, UMSE, sem enn er á sveinaaldri, eins og áður getur, (4:22,6), og Rúnar Ragnarsson, UMSB, (4:24,0), en sá síðastnefndi varð unglingameistari í 3000 m hlaupi á Akureyri í óhagstæðu hlaupaveðri og náði þar 7. bezta árstímanum í þeirri grein. Langhlaup hafa aldrei verið talin sterkasta hlið íslenzkra frjálsíþrótta. Þau voru t. d. í al- gjörðri niðurlægingu á ,,gullaldartímabilinu“ margívitnaða, árabilinu 1948—1951. Kristján Jóhannsson og Kristleifur Guðbjörnsson sýndu okkur hinsvegar, að það er algjör bábilja, að ekki sé hægt að æfa langhlaup með þokkaleg- um árangri hér á landi. En aldrei hafa lang- hlauparar okkar verið margir hverju sinni. Jón H. Sigurðsson, HSK, varð Islandsmeist- ari í 5000 m hlaupi á bezta árstímanum í þeirri grein, og hann tapaði ekki neinni keppni í lang- hlaupum, sem hann tók þátt í sl. sumar. Hann sigraði t. d. Halldór Guðbjörnsson í bikarkeppn- inni í 5000 m hlaupi, en Halldór var ekki svip- ur hjá sjón frá fyrri árum. Halldór fékk hins- vegar bezta árstímann í 10000 m hlaupi, 36:10,2 mín., í foraðsbleytu á Reykjavíkurmeistaramót- inu, en hvorki hann né Jón tóku þátt í 10 km hlaupi Meistaramóts íslands, þar sem Þórður Guðmundsson sigraði auðveldlega. Annar í því hlaupi varð ungur iR-ingur, Sigfús Jónsson, sem enn er á drengjaaldri, og hann á án efa eftir að láta til sín taka á lengri vegalengdum, þegar honum vex þrek og þjálfun. Það sýndi hann ekki sízt í 3000 m hlaupi bikarkeppninn- ar, þar sem hann varð rúmri sek. á eftir Ólafi Þorsteinssyni, (9:33,4 og 9:34,8). Ekki verður samt skilið við langhlaupin án þess að geta 10000 m hlaups Ólafs Þorsteins- sonar á Reykjavíkurmeistaramótinu, en þá setti hann nýtt sveinamet á vegalengdinni, 36:46,6 mín., hljóp eftir klukkunni með furðu jöfnum hraða af svona ungum manni, hring eftir hring, í bleytu og strekkingi, og þurfti að lengja hvern hring verulega vegna polla á brautinni. Ekki kann ég að meta, hverju þessi tími hans svarar í góðviðri og á sæmilegri braut, en það er víst, að munurinn nemur mínútum, en ekki sekúnd- um. Hindrunarhlaupið mun rétt að telja með langhlaupunum, þar sem það eru einatt sömu menn, sem í þeim keppa. Sama var uppi á ten- ingnum sl. sumar, en hvorki var keppnin mikil, aðeins íslands- og Reykjavíkurmeistaramótin, né árangurinn umtalsverður, nema hvað Ólaf- ur setti enn eitt sveinametið, 10:52,8 min., á íslandsmótinu. Á RM hlupu samt óvenju marg- ir, eða 5 hlauparar, en KR-ingar þurftu að tefla fram öllu sínu hlauparaliði til þess að gera út um sigurinn við ÍR-inga í stigakeppni mótsins. 265

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.