Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Side 31

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Side 31
varð fyrst meistari í stangarstökki, hefur hann aðeins einu sinni áður sigrað með afreki undir 4 m. Páll Eiríksson, KR, er næstur Valbirni á af- rekaskrá ársins með 3,90 m frá íslandsmótinu, því næst Hreiðar Júlíusson, IR, með 3,86 m, en báðir hafa þeir stokkið hærra áður. Hins veg- ar er fjórði maður, Guðmundur Jóhannesson, HSH, sigurvegarinn frá Eiðum, með 3,80 m, og er það hans bezti árangur til þessa. Guðmund- ur er að ná skemmtilegu lagi á trefjastönginni, mun betra en þeir hinir, sem ofar honum eru á skránni, svo að spá mín er sú, að hann reynist þeim erfiður ljár í þúfu í keppni sumarsins 1969. Unglingameistarinn Guðmundur Guðmunds- son, UMSS, stökk aðeins 3,20 m sl. sumar og var þannig snöggtum lakari en árið áður, en þúsundþjalasmiðurinn Elías Sveinsson, ÍR, sem varð sveina- og drengjameistari í greininni, vann, þegar haust var komið, það afrek að setja sveinamet í stangarstökki, stökk 3,31 m á Sveinameistaramóti Reykjavíkur. Slangarstökk Drengjameistari: Elías Sveinsson, iR 3,00 m Ásgeir Ragnarsson, IR, felldi byrjunarhæðina 2,82 m 8’tangarstökk Unglingameistari: Guðmundur Guðmundsson, UMSS 3,00 m 2. Ásgeir Daníelsson, HSÞ 3,00 m Sigurður Hallgrímsson, iBA felldi byrjunarhæð sína. Stangarstökk Islandsmeistari: Valbjörn Þorláksson, KR 3,90 m 2. Páll Eiriksson, KR 3,90 m 3. Hreiðar Júlíusson, lR 3,80 m 4. Guðmundur Jóhannesson, HSH 3,65 m 5. Magnús Jakobsson, UMSK 3,35 m Köstin. ,,Það er naumast, að þú kannt lýsingarorðin", sagði Guðmundur Hermannsson við mig eitt sinn, þegar á góma bar eitthvað, sem ég hafði sagt honum til hróss hér í blaðinu. En það fer nú að nálgast það, að maður eigi ekki nógu sterk orð til að lýsa, svo sem vert væri, afrekum Guðmundar í kúluvarpi. Sumarið byrjaði Guðmundur með því að kasta 18,21 m og setja nýtt Islandsmet á vor- móti IR, og þann árangur bætti hann síðan á EÓP-mótinu í 18,45 m, núgildandi met. Hver hefði látið sig dreyma um þennan árangur hjá Guðmundi fyrir 2—3 árum ? Ég er hræddur um, að maður hefði verið talinn heldur betur rugl- aður í ríminu, hefði maður spáð slíku þá. Ólympíulágmarkið í kúluvarpi var 18,10 m, og Guðmundur varpaði kúlunni enn tvisvar yfir það mark, það sem eftir var sumarsins, á þjóð- hátíðarmótinu 17. júní og á Reykjavíkurmeist- aramótinu (18,11 og 18,19 m), og hann var því sjálfsagðastur allra íslenzkra íþróttamanna til þátttöku á ÖL í Mexico City í haust. Árangur hans þar var í slappara lagi, miðað við fyrri getu, hann mun hafa fengið að kenna á maga- kveisu þeirri, sem herjaði ólympíuþorpið. Næstur Guðmundi á afrekaskránni er Erlend- ur Valdimarsson, IR, með 16,15 m, nokkrum cm skemmra en hann kastaði árið áður, árið, sem hann varð tvítugur. Jón Pétursson, HSH, sem er í þriðja sæti með 15,98, náði hinsvegar sínu bezta á árinu, og sama er að segja um Sigurþór Hjörleifsson, HSH, sem er í fjórða sæti með 15,34 m. Unglingameistarinn, Páll Dagbjartsson, HSÞ, er í áttunda sæti á skránni með árangur sinn frá unglingameistaramótinu á Akureyri, 13,91 m. Páll er mikið íþróttamannsefni, en hann þarf meiri æfingu en hann var í sl. sumar, þá getur hann náð langt í köstunum. Þorvaldur Benediktsson, IBV kom skemmtilega á óvart með sigri sínum í langstökki á Meistaramóti Islands 1968. 271

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.