Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 51

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 51
sem sýndi mikinn áhuga á frekari samskiptum á milli sundsambanda þessara landa. Þrenn silfurverölaun á Norðurlandamóti. Á Unglingameistaramóti Norðurlanda, sem fram fór í Oslo dagana 2. og 3. júlí, kepptu 7 unglingar frá Islandi. Ekki verður annað sagt en að unglingarnir hafi staðið sig vel, en þrjú þeirra hlutu silfurverðlaun. Það voru þau Ellen Ingvadóttir í 200 m bringusundi, Finnur Garðarsson í 100 m skriðsundi og Guðjón Guð- mundsson í 200 m bringusundi. Islenzku unglingarnir, sem kepptu á mótinu, og árangur þeirra var sem hér segir: Ellen Ingvadóttir 2. í 200 m bringusundi á 2:58,2 mín. (nýtt Islandsmet) og 6. í 200 m fjórsundi á 2:48,2 mín. Sigrún Siggeirsdóttir 6. í 200 m baksundi á 1:19,2 mín. og 7. í 200 m fjórsundi á 2:50,4 mín. Guðmunda Guðmundsdóttir 4. í 100 m skriðsundi á 1:08,6 mín. og 5. í 400 m skriðsundi á 5:17,6 mín. Finnur Garðarsson 2. í 100 m skriðsundi á 1:00,0 mín. Guðjón Guðmundsson 2. í 200 m bringusundi á 2:44,1 mín. Ólafur Einarsson 5. í 200 m bringusundi á 2:51,3 mín. og 8. í 200 m fjórsundi á 2:44,2 mín. Gísli Þorsteinsson 8. í 100 m skriðsundi á 1:04,7 min. Þjálfari í ferðinni var Siggeir Siggeirsson og fararstjóri Garðar Sigurðsson. Um leið og Norðurlandameistaramót fer fram, er haldið ársþing Sundsambands Norður- landa. Á síðasta þingi bauð formaður S.S.I., Garðar Sigurðsson, að Norðurlandameistara- mót 1971 yrði haldið á íslandi, en þá á S.S.I. 20 ára afmæli. Var þessu mjög vel tekið af full- trúum hinna Norðurlandanna, enda þótt við getum ekki tekið að okkur dýfingarnar, sem eru á dagskrá mótsins. Endanleg ákvörðun um þetta mál verður tekin á ársþingi sambandsins í ágúst 1969. Alþjóðlegt sundmót í Stokkhólmi. Á svonefnt Juliaden-sundmót í Stokkhólmi fóru nokkrir íslenzkir sundmenn. Var þetta al- þjóðlegt sundmót, þar sem þátttakendur voru beztu sundmenn 11 Evrópulanda. Á þessu stóra sundmóti náði Guðmundur Gíslason 3. sæti í 200 m fjórsundi á 2:22,0 mín., Leiknir Jónsson varð í 5. sæti í 100 m bringusundi á Guðmundur Gíslason, Á — mestur afreksmaður íslenzkra sundmanna, hefur sett yfir 100 sundmet og keppt á þrennum ólympíuleikjum — 1:12,4 mín. og Ellen Ingvadóttir varð 4. í 200 m bringusundi á 2:56,8 mín. Alls voru sett 25 landsmet á þessu móti, og setti íslenzka sundfólkið þar af 8 met. Ólympíuþátttaka. Snemma á árinu óskaði Ólympíunefnd Is- lands eftir því, að S.S.I. legði fram tillögur að lágmörkum til viðmiðunar við val þátttakenda á Ólympíuleikina í Mexíkó. Stjórn S.S.I. lagði fram lágmarkstíma, sem Ólympíunefnd síðan samþykkti. Þessum lágmörkum náðu Leiknir Jónsson í 100 m bringusundi, Guðmundur Gíslason í 200 m fjórsundi, Ellen Ingvadóttir í 100 m bringusundi og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir í 200 m fjórsundi. Ólympíunefnd Islands ákvað síðan að senda þetta sundfólk til Mexíkó til þátttöku. Ennfremur var Siggeir Siggeirs- son, landsliðsþjálfari, valinn til fararinnar. 291
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.