Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 4

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auk þess skrá viðtöl í jólablað, Birna G. Konráðsdóttir og Sigþór Eiríkssson Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gleðilega jólabúbblu Það er forvitnilegt að rifja það upp að um jól og síðustu áramót spurðum við lesendur á vef skessuhorns hvernig árið 2020 legðist í það. Almennt voru menn afar bjartsýnir því niðurstaðan var sú að í tilfellum 84 prósenta lagðist árið ýmist vel í fólk eða mjög vel. bjartsýni og jákvæðni er vissulega dygð. Hins vegar mætti fullyrða með nokkru öryggi að ef fólk væri í dag spurt hvernig líðandi ár hefði reynst, myndi jákvæðnin vera hófstilltari. Við höfum lifað ár sem vonandi verður einstakt í sögunni. Veðrið var ekki mest umtalað á árinu heldur orð á borð við fordæmalaust, grímuskylda, sótt- varnir, hættustig, samkomutakmarkanir og smitskömm. Öll áttu þau við um aðstæður þegar mannskæð veira herjaði á allt frá héruðum til gjörvallr- ar heimsbyggðir. Veira þessi hafði áhrif á bókstaflega allt með beinum eða óbeinum hætti. Hún sýndi í fyrstu hversu vanmáttugt mannkynið var að bregðast við slíkum aðsteðjandi vanda. en síðar, þegar líða tók á árið, sýndi mannkynið hins vegar hversu öflugt það getur verið að finna lausnir þeg- ar að steðjar vandi. Þróun bóluefnis hefur tekið skemmri tíma en nokkurn óraði fyrir. Jafnvel Kári stefánsson, okkar fremsti sérfræðingur, hefur not- að orð eins og ævintýralega skamman tíma þegar hann hefur rætt um þró- un, prófun og framleiðslu á bóluefnum. bólusetning er nú hafin í nokkrum löndum og strax eftir áramótin fer hún af stað hér á landi. Kæmi mér ekki á óvart að bólusetningu verði lokið hér á landi í mars og vonandi að sem flestir nýti sér það. Útlitið er því bjart og engin ástæða til annars en að sýna jafn mikla bjartsýni fyrir næsta ári og landsmenn sýndu í fyrrgreindri kosn- ingu fyrir tólf mánuðum síðan. Verkefni okkar á nýju ári verða því vonandi fyrst og fremst þau að ná vopnum okkar á nýjan leik. endurreisa laskað atvinnulíf, unga fólkið okkar kemst aftur í skólana sína, við megum heimsækja ættingja og vini sem búa á heimilum eldra fólks og eiga samneyti við aðra án þess að kvaðir séu lagð- ar á fjölda. ef allt gengur að óskum verður strax næsta sumar orðið svo að segja eðlilegt ástand. Framundan eru nú jólin, hátíð ljóss og friðar. Þá eigum við að rækta jóla- barnið í okkur, hvert með sínum hætti. Margir halda í hefðir frá sinni æsku, eins og nokkrir viðmælendur okkar fjalla um í blaðinu í dag. Hjá einum kemur m.a. fram að lögð er gríðarlega mikil vinna og nostur í að baka og skreyta köku eina fyrir jólin sem kölluð er brúðarkakan. ekki er vitað um tilurð nafnsins, en kakan er alltaf gerð af því mamma bakaði kökuna og mamma hennar áður. Margra laga hnallþóra með flóknum serímoníum. Að vísu er kaka þessi ekki góð á bragðið. Hún er einfaldlega bökuð af því það er hluti af jólahefð þessarar fjölskyldu. Í eðli sínu erum við nefnilega öll afar íhaldssöm. sækjum í þær hefðir sem giltu í okkar uppvexti og reynum að koma þeim áfram til næstu kynslóða. Núna fyrir þessi jól gerum við svo það sem ekki er bannað sem þýðir að við tökum ekki þátt í fjölmennum há- tíðum, veislum eða verslunarferðum þar sem mannfjöldi er yfir skynsam- legum mörkum. Nú gilda því rólegheitin á þetta. sjálfur mun ég í undir- búningi hátíðarinnar fara í árlega ferð í sveitina mína, velja mér greni- eða furutré úr eigin ræktun til að prýða stofuna um hátíðirnar. Dóttirin á nítj- ánda ári tekur ekki í mál að keypt verði jólatré og hvað þá úr gerviefnum. barnabörnin fá svo að aðstoða við að skreyta tréð og velja þær kúlur sem þeim finnst best passa. Þá verður að venju litið við í kirkjugarðinum og sóst eftir að eiga þar kyrrðar- og þakkarstund með þeim sem fylgdu manni úr hlaði. Allt eru þetta reyndar árlegar athafnir og þakkarvert að þær falla ekki undir bannlista stjórnvalda. svo verður lögð áhersla á bóklestur, rólegheit en einnig gönguferðir til að líkaminn verði fyrir sem minnstu áfalli. Ég vil nota þetta tækifæri og óska Vestlendingum og lesendum okkar gleðilegrar jólahátíðar. Vonandi geta allir átt kyrrlát og falleg jól í faðmi vina og fjölskyldu, í jólabúbblunni. Magnús Magnússon Hús björgunarsveitarinnar brákar í borgarnesi er nú að taka á sig mynd og þokast upp úr jörðinni. Í haust hefur verið unnið að því að steypa sökkuleiningar og aðrar undirstöð- ur hússins. síðustu dagana hafa síð- an starfsmenn steypustöðvarinnar (áður Loftorku) í borgarnesi unn- ið að því að koma fyrir undirstöð- um undir burðarsúlur og í fram- haldinu verða sökkuleiningar settar niður. Áður var búið að grafa upp úr grunninnum, fylla í hann efni og þjappa og sá borgarverk í borgar- nesi um þá framkvæmd. Yfirstand- andi verk hefur gengið vel, að sögn Jakobs Guðmundssonar formanns bygginganefndar brákar. Þessum áfanga verksins lýkur síðan með því að gólfplata hússins verður steypt en ekki er við því að búast að það verði fyrr en með vorinu nema að tíðin verði þeim mun hagstæðari, segir Jakob. bygging húss sem þessa er nauð- synleg framkvæmd og hefur um nokkurt skeið verið á óskalistan- um. Núverandi húsnæði er gott og hefur þjónað björgunarsveitinni vel en áherslur hafa breyst að sögn Jak- obs og húsið hentar ekki eins vel og það gerði, t.d. er staðsetningin ekki ákjósanleg. Með nýju húsi verður húsnæðismálum sveitarinnar vel fyrir komið, vonandi til næstu ára- tuga. Kostnaðurinn er hinsvegar talsverður og kostnaðaráætlunin er um 125 milljónir króna til að húsið verði fullbúið. eftir áramótin mun brák hleypa af stokkunum fjársöfnun til að auð- velda byggingu hússins. Leitað verður til fyrirtækja, einstaklinga og stofnana í héraðinu um stuðning við húsbygginguna. ef einhverjir, t.d. rekstraraðilar, vilja styrkja brák en hentar betur að gera það á yfir- standandi ári má leggja inn á reikn- ing 0326-22-813, kt. 570177-0369. -fréttatilkynning Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. „Í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendinga frá nemendum boðaði ráðherra til fundar á dögunum með aðilum sem hafa með virkum hætti látið sig málefnið varða,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. starfs- hópurinn á að koma með tillög- ur að aðgerðum sem fyrst. Hann mun starfa út maí á næsta ári og mun hann skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum í lok febrúar. starfshópnum er m.a. falið að gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi. Þá skal hann láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara. Taka skal af- stöðu til hvort og þá hvaða breyt- ingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inn- taki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, náms- ráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastig- um verði með fullnægjandi hætti. Loks skal hann gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði. Formaður starfshópsins er sólborg Guðbrandsdóttir. arg Á heimasíðu Vegagerðarinnar er varað við tjörublæðingu á þjóðvegi 1, meðal annars í Norðurárdal ofan við bifröst. Ívar Örn smárason bíl- stjóri deildi myndum á Facebook síðu sinni sem sýna hvernig tjara hefur safnast utanum dekkin á bíln- um hans. Þá setur hann inn mynd sem sýnir hvernig bíllinn hans var útlítandi eftir daginn, með tví- brotna framrúðu og brotinn stuð- ara. einnig setti hann inn mynd- band af snjómokstursbíl að skafa þurrt malbikið, líklega til að moka tjörublæðingunni af veginum. Margir hafa skrifað athugasemdir á Facebook síðu Ívars og deilt þar myndum af dekkjunum sínum sem eru þakin tjöru. arg Hér sést hvernig hann nær að skafa tjöruna af með fingrinum. Vara við tjörublæðingu á þjóðvegi eitt Tjaran safnaðist á dekkin á bílnum hjá Ívari. Björgunarmiðstöð rís úr jörðu - söfnun á nýju ári Starfshópur um eflingu kynfræðslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.