Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 16

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202016 Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð Þann 24. nóvember síðastliðinn birti breiðafjarðarnefnd á vefsíðu sinni samantekt á framvindu og niðurstöðum verkefnis sem geng- ið hefur undið nafninu „Framtíð breiðafjarðar.“ skýrslan hefur ver- ið í vinnslu á tímabilinu 2019-2020 og er nú til umsagnar hjá sveitar- stjórnum beggja vegna breiðafjarð- ar. Þá er sömuleiðis kallað eftir at- hugasemdum íbúa og rennur frest- ur til að gera athugasemdir út 19. desember næstkomandi. Í niðurstöðum nefndarinnar seg- ir að hún leggi til við ráðherra að hefja vinnu, sem fyrst, við að skoða og kynna ítarlega hvaða kosti og galla þeir möguleikar, sem tald- ir eru upp í skýrslunni, hafa fyrir breiðafjarðarsvæðið. Þannig geti sveitarstjórnir og íbúar myndað sér upplýsta skoðun og tekið þátt í mótun framtíðar breiðafjarðar. Þá segir: „breiðafjarðarnefnd er ein- huga um að í það minnsta þurfi að endurskoða lög um vernd breiða- fjarðar, gera þau sterkari og skýr- ari og að það verði gert sem fyrst. Um leið verði horft sérstaklega til þess möguleika að stækka svæð- ið svo það nái frá bjargtöngum að Öndverðarnesi. samhliða endur- skoðun á lögum um vernd breiða- fjarðar leggur nefndin til við ráð- herra að hann beiti sér fyrir því að breiðafjörður verði tilnefndur á lista Ramsarsvæða. Um er að ræða eitt mikilvægasta fuglasvæði lands- ins og skráningin myndi aðeins hafa jákvæð áhrif á samfélögin við fjörðinn. breiðafjarðarnefnd telur að skoða ætti möguleika á því að skil- greina breiðafjörð, að hluta til eða öllu leyti, sem þjóðgarð. Þar sem eignarhald á svæðinu er flókið er ólíklegt að það takist á næstu árum ef þjóðgarðurinn ætti að ná yfir allan breiðafjörð. Því væri rétt að skoða möguleika á að skipta svæð- inu í undirsvæði þar sem mismun- andi reglur gilda. Þjóðgarður í sjó væri mögulegt fyrsta skref þar sem ríkið fer með eignarhald utan net- laga. Það væri auk þess í takt við skuldbindingar Íslands í alþjóð- legum samningum, svo sem OsP- ARsamningnum og samningnum um líffræðilega fjölbreytni. einnig mætti kanna hvort hluti svæðisins, þar sem landeigendur væru áhuga- samir, yrði gerður að þjóðgarði og stefna ef til vill að stækkun hans síðar. Í því samhengi væri fýsilegt að horfa til norðanverðs fjarðarins og mögulegrar tengingar við fyrir- hugaðan þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær meðal annars til Vatnsfjarðar en hann er friðland og hluti af verndarsvæði breiða- fjarðar. Undirbúningur þjóðgarðs á breiðafirði gæti orðið tímafrekt verkefni sem ekki má hægja á end- urskoðun laga um verndarsvæði breiðafjarðar. Nefndin telur þó að stofnun þjóðgarðs megi taka tíma og eigi í raun að taka tíma svo að hægt verði að ná sem víðtækastri sátt um framkvæmdina. Það er skoðun nefndarinnar að þjóðgarð- ur á breiðafirði væri líklega það skref sem myndi gagnast samfélög- um við fjörðinn betur en allar aðrar leiðir.“ Þá segir í niðurstöðum nefndar- innar að tilnefning breiðafjarðar á Heimsminjaskrá UNesCO væri stórt skref sem þarfnist ítarlegs og vandaðs undirbúnings. „Nefndin telur rétt að skoða möguleika á því en að skynsamlegast væri að stefna að tilnefningu á heimsminjaskrá eftir að lög um svæðið hafa verið endur- skoðuð, það tilnefnt á Ramsarskrá og ef til vill gert að þjóðgarði, að hluta eða öllu leyti. breiðafjarðarnefnd ít- rekar mikilvægi þátttöku og samráðs við sveitarstjórnir og íbúa í áfram- haldandi vinnu og að þeir eigi mikla aðkomu að öllum stærri ákvörðun- um í ferlinu. stór hluti verndargildis svæðisins eru hlunnindanytjar, hefð- in fyrir því að nýta gæðin og hvern- ig það er gert. Markmiðið með til- lögum breiðafjarðarnefndar er að með aukinni vernd þrífist blómlegt atvinnulíf sem byggir á sjálfbærri auðlindanotkun til framtíðar og að byggðir við fjörðinn styrkist.“ Hægt er að kynna sér skýrslu breiðafjarðarnefndar í heild sinni á vefnum breidafjordur.is og gera at- hugasemdir til 19. desember nk. At- hugasemdum skal skila á netfangið breidafjordur@nsv.is. mm Fundur var haldinn í atvinnu- og nýsköpunarnefnd stykkishólms 30. nóvember síðastliðinn. Þar var meðal annars kynnt saman- tekt og niðurstöður breiðafjarð- arnefndar um framtíð fjarðarins, eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan. Meirihluti atvinnu- og nýsköpunarnefndar stykkis- hólms bókaði andstöðu við til- lögurnar og hugmyndir breiða- fjarðarnefndar um að breiða- fjörður verði tilnefndur á lista Ramsarsvæða, að breiðafjörð- ur verði skilgreindur, að hluta til eða öllu leyti, sem þjóðgarður í sjó og að hafinn verði undirbún- ingur að tilnefningu breiðafjarð- ar á Heimsminjaskrá UNesCO. „Varhugavert er að færa íhlut- unarvald til alþjóðlegra stofn- ana,“ segir meðal annars í bókun sem fjórir af fimm nefndarmönn- um rita undir; þau Halldór Árna- son, Kári Hilmarsson, Kári Geir Jensson og Magda Kulinsku. sara Hjörleifsdóttir greiddi atkvæði á móti. „Atvinnu- og nýsköpunarnef- nd telur að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir í tengslum við vernd og umgengni á svæðinu sem og íslenskum stof- nunum sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum og hagsmu- naaðilum ráðgjöf varðandi sjálf- bæra nýtingu á lifandi auðlindum breiðafjarðar á grundvelli nýtin- garstefnu stjórnvalda á hver- jum tíma. Atvinnu- og nýsköpu- narnefnd leggur því áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift í samráði við hagsmunaaðila í heimabyggð, að efla rannsóknir á fjölbreyttu lífríki breiðafjarðar og þeim möguleikum sem kunna að vera til staðar til að auka sjálf- bæra nýtingu sjávarfangs til atvin- nu- og verðmætasköpunar,“ segir í bókun meirihluta nefndarinnar. mm Leggja til endurskoðun á lögum um Breiðafjörð og Ramsartilnefningu Lýsa andstöðu við tillögurnar EB Flutningar Sækjum vörur í allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og komum heim að dyrum sama kvöld á Akranesi. Einnig er ferð kl. 10 úr Reykjavík. Tökum einnig að okkur búslóðaflutninga. Hafið samband í síma 788-8865 Gleðileg jól og ég þakka viðskiptin á árinu sem er að líða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.