Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 26

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202026 Aðventan – tími vonarinnar Leirárkirkja í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. arg Kæru lesendur! senn líður að lokum þessa árs, 2020. Það er gjarnan í mörg horn að líta þegar horft er um öxl. sumt fellur í gleymsku á meðan annað er þess eðlis að erfitt er að líta framhjá því. Það hefur sannarlega margt á daga okkar drifið undanfarið ár vegna heimsfaraldursins sem ekki hefur farið framhjá nokkrum jarð- arbúa. Við sem þjóð höfum hins vegar sýnt það, að í sameiningu búum við yfir miklum styrk. styrk sem felst fyrst og fremst í því að standa saman þegar á reynir. Að sjálfsögðu finnum við mörg fyrir þreytu og ótta en fyrst og fremst er það ákveðnin í að standa sam- an sem er gegnumgangandi. Og þá finnur maður til stolts að fá að til- heyra þjóð sem kann þetta og get- ur þetta. Nú er langt liðið á aðventuna þetta árið og tími ljóss og frið- ar því í nánd. Orðið aðventa þýð- ir „koma“ og vísar til þess að hin mikla hátíð er handan við hornið. Á aðventunni undirbúum við okk- ur undir jólin, en hjá okkur kristnu fólki snýst aðventan um undirbún- inginn fyrir komu Jesúbarnsins sem fæddist á jólum. Við bjóðum Jesúbarnið sérstaklega velkomið í líf okkar á þessum tíma. Aðventan er hins vegar ekki bara undirbún- ingstími jólanna heldur er hún líka fasta, svokölluð jólafasta. Oftast tengjum við orðið föstu við hóf- semi í mat. Jólafastan snýst hins vegar ekki eingöngu um það held- ur snýst hún almennt um það að við prófum okkur sjálf, skoðum og íhugum hvað það er sem gefur líf- inu gildi í raun og veru og hvers vegna við þurfum á þeim boðskap sem jólin boða, að halda. Að fasta getur þýtt það að temja sér hófsemi og láta eitthvað á móti sér. einkum og sér í lagi til að geta gefið öðrum. Aðventa er líka tími vonarinnar. Þegar mesta myrkur ársins skellur á kveikjum við á ljósum, til vitn- is og minningar um fæðingu litla Jesúbarnsins og til að minna okkur á vonina sem aldrei hverfur. Í lok árs fáum við tækifæri til íhugunar og skoðunar. Við minn- umst góðu stundanna og sigranna, með gleði og stolti. erfiðu stund- irnar sem vöktu hjá okkur sorg fljóta líka í gegnum hugann og gera öðruvísi vart við sig en gleðistund- irnar á leið sinni þar um. Það getur reynst erfitt að kveðja það sem liðið er og kemur ekki til baka, en það er hollt fyrir okkur að líta yfir farinn veg og gera upp liðna tíma. sum okkar finna til sorgar þegar upp- gjör á sér stað, hvort sem minning- in vekur hjá okkur sorg eða gleði. Það er alltaf erfitt að skilja við. Þegar við rifjum upp liðna stund virðumst við mannfólkið hins vegar hafa tilhneigingu til þess að minn- ast frekar mistakanna, feilspor- anna eða skammarlegu augnablik- anna – og dvelja lengur yfir þeim minningum en sigrunum, hvernig sem á því stendur. Öll gerum við mistök einhvern tímann á lífsleið- inni. Upplifum vanmátt, samvisku- bit, jafnvel eftirsjá. Það hvernig við bregðumst við því mótlæti, hvernig við ákveðum að takast á við breysk- leika okkar – skiptir hins vegar öllu máli. Viljum við sökkva nið- ur í djúpið eða ætlum við að rísa upp aftur, horfa í spegilinn og sætt- ast við þá manneskju sem þar birt- ist okkur, fyrirgefa henni og halda svo áfram með bættar og breyttar áherslur? Horfum frekar fram á veginn, setjum okkur metnaðar- full markmið sem þó eru raun- hæf og ögrum svolítið okkar eigin getu. Reynum að ákvarða hvernig við viljum lifa, hvers við óskum og hvaða tækifæri við sjáum. Hvaða ógnir við sjáum. Mótum svo okkar eigin stefnu því skipulag hefur til- hneigingu til að rætast. Þiggjum hvern dag sem lán því ekkert annað höfum við í hendi en það augnablik sem er hér og nú – og þá setningu skulum við taka með okkur inní árið sem er handan við hornið. Nýtum hverja stund og tökum henni fagnandi. Við vonumst svo til að geta tekið á móti ykkur sem flestum í kirkjum prestakallsins á nýju ári. Guð gefi ykkur vonarríka og gleðiríka jólahátíð! Sr. Jónína Ólafsdóttir Garða- og Saurbæjarprestakall óskar öllum gleðilegra jóla og Guðs friðar „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs“ Ekki verður hefðbundið helgihald um jólin vegna samkomutakmarkanna en tvær netstundir birtast Aðfangadagur Jóladagur Jólakveðja úr Jólakort Garða- og Akraneskirkju kl. 11 Saurbæjarprestakalls kl. 11 Stundirnar birtast á: akraneskirkja.is Garða- og Saurbæjarprestakall skessuhorn.is Aðventu- og jóladagskrá Garða- og Saurbæjarprestakalls Hugvekja á jólum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.