Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 32

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202032 Björgunarveitafólkið okkar þótti bera af Frá upphafi útgáfu skessuhorns 1998 hefur blaðið gengist fyrir vali á Vestlendingi ársins í upphafi árs. Val á Vestlend- ingi ársins 2019 stóð yfir í desember og var kynnt í byrjun árs. Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi sem ritstjórn vann úr. Niðurstaðan var afgerandi. Vestlendingar ársins 2019 var björgunarsveitarfólk á Vesturlandi. Það hefur sýnt hversu mikilvægt starf þess er fyrir samfélagið allt, íbúa jafnt sem gesti. Hinn sanni björgunarsveitarmaður er ávalt reiðubúinn til aðstoðar og leitar, að nóttu sem degi, leggur á sig ómæld- an fjölda vinnustunda við æfingar, fjáraflanir, leit og björgun á sjó og landi. Fulltrúum allra níu björgunarsveitanna á Vestur- landi var boðið til athafnar í Landnámssetrinu í borgarnesi í byrjun árs þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Guðni endurkjörinn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í ávarpi á nýjársdag að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Íslands, en hann hafði þá setið bessastaði í tæp fjögur ár. Guðni fékk mótframboð, Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur og fjárfestir, bauð sig fram gegn hon- um, en hafði ekki erindi sem erfiði. Guðni var því endurkjör- inn forseti lýðveldisins með yfirburðum, 92,2% greiddra at- kvæða, en kosið var síðasta laugardag í júní. Fastheldið fé á fjöllum Kindur geta verið ótrúlega lunknar við að forðast afskipti mannfólksins. Það færðum við í tal í nokkrum fréttum á árinu. Við smölun í Húsafellslandi í upphafi árs sögðum við til að mynda frá kind á þriðja vetur sem í fyrsta (og reyndar síðasta) skipti komst undir manna hendur. Þá var smalað alls tuttugu kindum og einu lambi sem átti ættir sínar að rekja í Húna- vatnssýslu. Oft hefur það reynst erfitt að hafa hendur í ullu kinda sem sjá hag sínum best borgið með að forðast afskipti mannfólksins og halda því til fjarri vökulum augum smala og hunda þeirra. sumar eru einfaldlega lunknari í þeim feluleik en aðrar. Í hópnum sem smalaðist í Húsafelli var m.a. ómörk- uð kind á þriðja vetur með væna gimbur. Kind þessi hefur því ekki einvörðungu fæðst á fjöllum heldur haldið sig þar í tvö og hálft ár án afskipta fólks. Hún var því að sjá menn í fyrsta skipti í þessari smölun. Nú í haust sögðum við svo frá kind frá Hjarðarfelli í eyja- og Miklaholtshreppi sem náðist af fjalli, en sú hafði ekki komið undir manna hendur í þrjú ár og fyr- ir löngu talin af. Fannst í sumar eftir víðtæka leit Á síðustu dögum ársins 2019 og byrjun þessa árs gerði björg- unarsveitafólk á Vesturlandi og víðar af landinu víðtæka leit að Andri Kalvans, karlmanni á sextugsaldri, sem saknað var. Tal- ið var líklegast að hann væri að finna í Hnappadal á snæfells- nesi. björgunarsveitarfólk leitaði í fyrstu við erfiðar aðstæður og fór nokkrar leitarferðir. Nutu m.a. aðstoðar dróna, hunda, tækjaflota sveitanna og þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Leitin bar loks árangur í byrjun júlí, en þá fannst lík mannsins. Stundum stóð tæpt björgunarsveitir Landsbjargar á sunnan- og suðvestanverðu landinu voru kallaðar út í umfangsmikið verkefni þegar vika var liðin af janúar. Um 40 manna hópi erlends ferðafólks og leiðsögumönnum þess var saknað. Hópurinn hafði verið í ferð á snjósleðum við rætur Langjökuls í afar slæmu veðri, jafnvel Framhald á næstu opnu Það sætti tíðindum á kóvidárinu Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum Ekki er ofsagt að árið 2020 hafi reynst óvenjulegt. Veira sem átti uppruna sinn í Wuhan borg í Kína var skömmu fyrir áramót byrjuð að dreifa sér þar ytra og síðan til annarra landa í upphafi árs. Smám saman fjölgaði þeim löndum þar sem Covid-19 veiran stakk sér niður og hingað kom hún í lok febrúar. Nú í árslok eru einungis örfáar afskekktar eyjar suður í höfum og afar fámenn byggðarlög hvar staðfest smit hafa ekki verið greind. Veiran var og er enda bráðsmitandi. Hingað barst hún síðla vetrar líklega fyrst með skíðafólki sem dvalið hafði í Ölpunum. Eftir það breyttist allt. Lífið varð ekki samt og fyrr. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir í janúar jafnvel þótt veiran hefði þá ekki enn náð til lands- ins. Atvinnulíf, skólastarf, heilbrigðiskerfið, löggæsla, nánast allar atvinnugreinar hafa þurft að takast á við nýjan veruleika. Fljótlega varð ljóst að skerða þyrfti samgang fólks, færri máttu koma saman, skólar hálf- partinn lömuðust og vinna fólks breyttist. Framhalds- og háskólanemar hafa til að mynda víða ekkert getað mætt í skólann sinn frá því í mars, en á því eru vissulega undantekningar í fámennari skólum, einkum á lands- byggðinni. Þessi ungmenni okkar eru hins vegar orðnir sérfræðingar í fjarvinnslu um netið sem vafalítið á eftir að koma þeim vel síðar á lífsgöngunni þegar fjórða iðnbyltingin heldur áfram. Í upphafi faraldursins var allt gert til að tryggja að heil- brigðiskerfið færi ekki á hliðina; réði við að hlúa að sjúk- um og öldruðum. Í byrjun mars var lýst yfir neyðarstigi, sett var í gang viðbragðsteymi almannavarna, land- læknis og sóttvarnalæknis og hið fræga Þríeyki með Ölmu, Víði og Þórólfi tók í rauninni völdin hér á landi og stýrði aðgerðum upp frá því. Heilbrigðisráðherra gefur að vísu út reglugerðir en þær byggja í langflestum til- fellum á tillögum sérfræðinga í sóttvörnum. Þannig má segja að íslensk stjórnvöld hafi farið skynsamlegri leið en ráðamenn fjölmargra annarra ríkja þar sem stjórn- málamennirnir sjálfir settu sig í hlutverk álitsgjafa og sérfræðinga. Víða reyndist það nefnilega illa. Þegar þetta er ritað er þriðja bylgja faraldursins enn í gangi. Nú er fólk smám saman að fyllast bjartsýni eftir erfitt ár og því ræður að vísbendingar eru nú um að tekist hafi að þróa bóluefni sem virkað getur gegn veirunni. Allt er lagt í sölurnar að skipuleggja dreifingu þess um heims- byggðina. Þegar líður fram á byrjun nýs árs mun lífið þannig hér á landi sem og annarsstaðar smám saman leita í réttan farveg. Það er gott því talsvert er farið að bera á sóttleiða meðal fólks með ýmsum félagslegum, andlegum og fjárhagslegum afleiðingum. Ástandið í þjóðfélaginu hefur reynt á fjölmörg fyrir- tæki. Erfiðast hefur það verið í ferðaþjónustunni í ljósi þess að verulega dró úr komu erlendra ferðamanna hingað til lands og síðla sumars urðu þeir nánast engir. Íslendingar voru því kærkominn markhópur þeirra fyrir- tækja í ferðaþjónustu sem buðu þá velkomna. Landinn svaraði kallinu. Þannig má segja að ljós í myrkri undar- legs árs sé sú staðreynd að Íslendingar kynntust á ný eigin landi. En þrátt fyrir Covid-19 reyndum við á ritstjórn Skessu- horns að halda okkar striki. Það rifjaðist upp reynsla frá bankahruninu haustið 2008 að það er aldrei mikil- vægara en á tímum áfalla og erfiðleika að fjölmiðlar haldi svona nokkurn veginn ró sinni; geti staðið vaktina, miðlað upplýsingum og frætt. Í rauninni sefað lesendur en um leið boðið upp á afþreyingu. Þrátt fyrir sam- komutakmarkanir, boð og bönn, hélt nefnilega mann- lífið áfram. Okkar hlutverk var að segja frá því sem í gangi var á hverjum tíma víðsvegar um landshlutann. Hins vegar breyttist vinnulag okkar talsvert á kóvidári. Þegar takmarkanir á samskiptum vegna veirunnar voru hvað mestar fórum við sáralítið úr húsi. Átti það bæði við um fyrstu og þriðju bylgju faraldursins. Þá nýttum við þess meira símann, tölvupóstinn og samfélagsmiðl- ana til að halda uppi samskiptum við íbúana, reyndum áfram að rýna hvað helst væri í gangi úti um sveitir og inn til bæja. Hringdum í vini og velgjörðarmenn og spurðum frétta, svona rétt eins og gert hefur verið í ár- anna rás. Fengum afar góð viðbrögð, aðsendar myndir bárust okkur og þannig náðum við nokkurn veginn að halda dampi í fréttaflutningi í samanburði við síðustu ár. Við uppskárum því að lestur blaðsins jókst á þessu ári, rétt eins og við upplifðum 2009 þegar afleiðingar bankahrunsins voru hvað mestar. Fyrir rekstur litla blaðsins okkar hafði hins vegar afleiðingar að tölu- vert dró úr auglýsingasölu. Ekki að undra því allt sem tengist menningu, listum, sýningarhaldi og viðburðum var nánast lok, lok og læs og því ekkert að auglýsa. Héraðs- og bæjarhátíðir urðu lágstemmdar og jafnvel felldar niður, atvinnuauglýsingar voru fáar og sitthvað fleira varð undan að láta. Á nýju ári bindum við vonir við að ástandið færist í eðlilegra horf að nýju, enda trúum við því að hin þrautseyga þjóð láti ekki eina veiru knésetja sig. Ekki nú fremur en t.d. fyrir 102 árum. Í Skessuhorni héldum við því áfram að segja frá fólkinu sem byggir Vesturland, þessum harða kjarna sem kýs að lifa hér og starfa og halda merkjunum á lofti. Margt tókst okkur þrátt fyrir kóvid að þefa uppi á árinu. Gleði- fréttir og gagnrýnar, léttar fréttir sem þyngri. Við erum fjölmiðill sem hefur þá stefnu að gefa sem raunsann- asta mynd af mannlífinu hverju sinni. Þá, eins og gefur að skilja, þarf stundum að fjalla um það sem betur mætti fara, skapa umræðu, leita lausna, ekki síður en varpa fram því jákvæða og gleðilega sem sannarlega er oftar. Það sem gefur lífinu gildi. Hér á eftir verður stiklað á stóru í atburðum ársins 2020 í máli og myndum. Kæru lesendur! Takk fyrir samfylgd- ina á árinu sem er að líða, takk fyrir að lesa fréttir, takk fyrir að lesa Skessuhorn. Magnús Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.