Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 40

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 40
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202040 „eftir áralangt þóf,“ eins og sagði í tilkynningu frá skólanum, en eldri stofnanasamningur í FVA rann út sumarið 2013. Á þeim tíma hafa kennarar við FVA dregist aftur úr í launum, samanborið við aðra framhaldsskóla. Óánægja hafði byggst upp á liðnum árum og beindist hún einkum að fyrrum skóla- meistara sem ekki fékk endurtekinn starfsráðningarsamning hjá menntamálaráðherra eftir fimm ára tímabil í starfi. Fjöl- margir starfsmenn skólans höfðu hætt störfum vegna ástands- ins og samskiptaörðugleika. Nýr skólameistari kom til starfa í byrjun árs og einhenti sér í að koma málum í lag. Grásleppuveiðar fyrirvaralaust stöðvaðar sjávarútsvegsráðherra ákvað í byrjun maí fyrirvaralaust að stöðva veiðar á grásleppu á fiskveiðiárinu. Ástæðan var sú að fyrirséð var að veiðarnar við landið voru að nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiði- ári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Grásleppuveiði í vor var betri við landið en elstu menn muna. Þannig höfðu til dæmis bátar við norðaustanvert landið komið drekkhlaðnir að landi dag eftir dag, jafnvel með yfir átta tonn úr vitjun. Kristján Þór Júlíusson ráðherra hefur verið talsmaður þess að settur verði kvóti á grásleppuveiðar, sem byggi á veiðireynslu síð- ustu ára. sjómenn hafa hins vegar bent á að aðferðir Hafró til að meta stofnstærð grásleppu byggi á takmörkuðum mæl- ingum. segja ljóst að stofninn sé mun stærri en Hafró hafi talið. Í reglugerðinni var hins vegar gert heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stund- uðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí þau ár eða síðar. Var þetta gert til að koma til móts við grásleppusjómenn sem stunda veiðar á þessu svæði. Í ljósi þess að aflinn sem borist hafði að landi í byrjun maí var 4000 tonn, voru því um 460 tonn skilin eftir fyrir grásleppusjómenn við breiðafjörð sem þeir höðu allt upp í 15 daga til að veiða. Nýverið lýstu grá- sleppusjómenn í stykkishólmi því yfir í grein í skessuhorni að þeir væru fylgjandi aflamarki á grásleppu, þannig að sagan frá í vor endurtæki sig ekki, þegar búið var að veiða upp í allan kvótann löngu áður en þeir máttu setja netin út í breiðafirði. Ekkert að marka einn liður í vortiltekt Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra, í laga- og reglugerðasafni ráðu- neytis hans, var boðun stjórnarfrumvarps sem fól m.a. í sér að fella niður skyldu bænda til að marka lömb að vori. Þannig vill til að frá landnámi hefur sauðfé verið markað og fjáreigendur þannig getað sýnt fram á eignarrétt sinn með óyggjandi hætti. engin beiðni hefur borist frá bændum sjálfum um að afleggja þann sið að marka fé sitt og því eru sömuleiðis engar líkur á að þeir fari eftir þessari heimild ráðherrans. Í skessuhorni var í vor rætt við Þóri Finnsson bónda á Hóli í Norðurárdal sem jafnframt starfar sem markavörður í Mýrasýslu. Hér er Þórir nýbúinn að marka lamb og móðirin fylgist grannt með. Mark- ið er hangfjöður aftan hægra og blaðstýft aftan vinstra, líkt og móðirin ber og formæður hennar sömuleiðis kynslóð fram af kynslóð. Víða byggt Talsverð uppbygging var á íbúðarhúsnæði á Vesturlandi á árinu. Meðal annars var flutt inn í ný fjölbýlishús á Akranesi, borgarnesi og smærri húsbyggingar voru í allflestum sveitar- félögum landshlutans. Í maí fóru fyrstu íbúar inn í 37 íbúða fjölbýlishúsið við stillholt 21 á Akranesi og nokkru síðar var flutt inn í blokkina Dalbraut 4 þar sem nýr salur eldri borgara verður opnaður næsta haust. Í nýrri hverfum bæjarins hafa auk þess verið tekin í notkun fjölmörg ný hús; sérbýli sem fjölbýli. Í borgarnesi seldust íbúðir í fjölbýlishúsinu við borgarbraut 57 og byrjað var að gera nýja götu, sóleyjarklett í bjargslandi, klára til bygginga. Þar er um að ræða samvinnuverkefni borg- arverks, steypustöðvarinnar og trésmiðju eiríks J Ingólfsson- ar. Í stykkishólmi byggði m.a. skipavík nokkur hús og áfram mætti telja. Þannig má segja að töluverður gangur hafi verið í byggingastarfsemi í sveitarfélögum á liðnum misserum enda hefur landshlutinn haldið sínum hlut í íbúafjölda. Vegagerð hér og þar Á þessu ári voru ýmis verkefni í gangi í vegagerð í landshlut- anum. Má þar nefna að lagfærður var þriggja km. kafli skóg- arstrandarvegar í Dölum en í það verk fór aukafjárveiting rík- issjóðs sem ákveðin var vegna Covid-19 viðspyrnu. Á Akranesi hófust síðla árs framkvæmdir við endurbyggingu Faxabraut- ar á Akranesi, sem er þjóðvegur í þéttbýli. borgarverk vinnur nú að endurgerð götunnar og hækkun sjóvarnargarðs um tvo metra. Því verki á að vera lokið næsta haust. síðla sumars voru verklok við endurbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði á snæ- fellsnesi og lauk þar með áralöngu baráttumáli snæfellinga um vegabætur yfir heiðina. Lokið var við fimm km. langan Grímarsstaðaveg í Andakíl, frá Hvítárvöllum að Hvanneyri. einnig var byggður upp 1,6 km vegarkafli frá skeljabrekku og uppfyrir hæðina hjá Hreppslaug í skorradal. Í skorradal lauk Þróttur hf. sömuleiðis við uppbyggingu og slitlag vegar frá Vatnsenda og innfyrir Dagverðarnes. Komið var fyrir led- lýsingu meðfram akreinum í Hvalfjarðaröngum og bötnuðu mjög akstursskilyrði við það. byrjað er að endurgera rúmlega tvo kílómetra á Heiðarsporði á Holtavörðuheiði og framund- an er vegagerð frá Hvítá að Kalmanstungu. Loks mun Þrótt- ur vinna við endurbyggingu og klæðningu átta kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar á Mýrum. Á Kjalarnesi eru nú í árslok að hefjast á vegum Ístaks framkvæmdir við 2+1 stækkun þjóðveg- arins. segja má að þar sé barátta um vegabætur á Kjalarnesi loks að skila einhverjum árangri. Þá má nefna að enn er óvissa um hvort, hvenær eða hvernig sundabraut verði reist. Þær fréttir bárust svo á árinu að búið var að klára alla kærumögu- leika sem tiltækir voru til að koma í veg fyrir að hægt yrði að hefja vegagerð um Reykhólasveit og tengja þannig suðurfirði Vestfjarða við þjóðvegakerfið með viðunandi hætti. Breytt verslun og hærra vöruverð Í maí var Krambúð opnuð í búðardal í stað Kjörbúðar. bæði þessi verslanaform eru í eigu samkaupa. „Nú horfum við fram á mikla óvissu og algjörlega óvíst hvernig framtíðin verður, enginn erlendur ferðamaður er á landinu og óvíst hvernig ferðamennskan verður í sumar. Við ákváðum því að breyta um búðargerð sem hentar betur til að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum fyrir og reyna að hafa upp í það mikla sölutap sem við erum að verða fyrir,“ sagði Gunnar egill sigurðs- son, framkvæmdastjóri verslunarsviðs samkaupa, í samtali við skessuhorn í maí. Heimafólk kannaði verð í verslun staðar- ins fyrir og eftir breytinguna og komst að raun um að vöru- verð hafði hækkað um 25%. Þessu hafa jafnt íbúar sem sveit- arstjórn mótmælt með formlegum hætti við samkaup. Því var svarað með því að bjóða upp á heimsendingar úr Nettó, en verslunin á staðnum er áfram undir merkjum Krambúðarinn- ar. Í hóp barnvænna sveitarfélaga Akraneskaupstaður og borgarbyggð bættust í vor í ört stækk- andi hóp sveitarfélaga hér á landi sem hefja vinnu við að inn- leiða barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína. Það er gert með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNI- CeF á Íslandi. Þátttaka Akraneskaupstaðar og borgarbyggð- ar í verkefninu er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitar- félaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga. Auk þessara tveggja sveitarfélaga eru þrjú til viðbótar í hópi barnvænna sveitarfélaga. Ljósið barst á bæina Við sögðum frá því í sumar þegar unnið var við að tengja ljós- leiðara á bæi í uppsveitum borgarfjarðar. bændur og búalið sá fram á breytta tíma í öllu sem viðkom samskiptum við um- heiminn, hvort sem um er að ræða tölvusamskipti eða mót- töku sjónvarps- og útvarpssendinga. Þessu fögnuðu íbúar eins og gefur að skilja og jafnvel voru dæmi um að slett hafi verið í form til að fagna því að nú sæi fyrir endann á stop- ulu örbylgjusambandi. „Við sveitungarnir sjáum fram á gjör- breytt og betri búsetuskilyrði og fögnum viðkunnalega inter- net-gaurnum, The cable guy, sem nú fer milli bæja og teng- ir þá hvern á fætur öðrum. Að vísu ber hann ekki birtuna til okkar í húfunni, eins og bakkabræður forðum, heldur leggur hann rör inn í stofu fyrir ljósleiðarann og síðan er þræðinum blásið inn. Nú er hann að klára þessa vinnu á flestum bæj- um og við erum alsæl,“ sagði Jósefina Morell á Giljum, sem jafnframt er fréttaritari skessuhorns. einkum eru það þétt- býlisstaðir víða um landið sem setið hafa eftir í ljósleiðara- væðingunni og verður verkefni næstu missera að bæta úr. Á það bentu m.a. bæjarstjórnir stykkishólms og Grundarfjarðar í sumar og hvöttu stjórnvöld til dáða. Byggðu gróðurhús Í vor hófust framkvæmdir við byggingu nýs gróðurhúss á Garðyrkjustöðinni Laugalandi í stafholtstungum. byggt var um 1300 fermetra gróðurhús sem bætist þannig við þá 3600 Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.