Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 54

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 54
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202054 Kveðjur úr héraði Jólakveðja úr Skorradal Hefðir og venjur við jólahald Ástæður þess að fólk heldur jól á Íslandi eru margvíslegar. sum- ir gera það til að fagna fæðingu Frelsarans, aðrir til að fagna því að daginn fer að lengja á ný og enn aðrir vegna þess að það er hefð fyr- ir því í þeirra fjölskyldu. Hefðir Hefðir eru oftast af hinu góða en kannski eru þær líka að festa okkur í viðjar vanans. Hefðir, eða kannski bara venjur á mínu æskuheimili, voru mjög formfastar. Mig langar að rifja upp aðfangadag þegar ég er sjö ára. Pabbi sótti okkar fyrsta lita- sjónvarp á aðfangadagsmorgun árið 1980 og ég sat hugfangin og horfði á teiknimyndir í lit á með- an eldri systkinin sýsluðu við sitt og mamma og pabbi hófu jóla- undirbúninginn. eftir hádegi fór ég svo með pabba í kirkjugarðana til að kveikja á kertum og fara með skreyttar greinar á leiði ástvina. svo sóttum við móðurömmu mína og hún hafði ofan af fyrir mér með spilum. Amma fylgdist vel með tímanum og spilin voru lögð til hliðar hálf sex, því klukkan sex varð stundin heilög og það mátti ekki snerta á spilum fyrr en annan í jólum, svona var hennar hefð, vani eða uppeldi, en hún var guðhrædd kona fædd árið 1900. Frómans og „brúðarterta“ Matseðillinn var alltaf sá sami; as- passúpa með rúnstykki sem var sérstaklega pantað með fyrirvara í björnsbakaríi, hamborgarhrygg- ur og eplasalat með rauðbeðum og rjóma ásamt öðru hefðbundnu meðlæti. Í eftirrétt var ananas- frómans og svo undir miðnætti var „brúðkaupsterta“. ekki kann ég skil á því hvers vegna þessi tiltekna terta fékk þessa nafngift, en tert- an hafði sinn fasta sess og það eina sem ég man varðandi þessa tertu er hve óskaplega mikið maus það var að setja hana saman, stress að þeyta eggjarauðurnar, brúna möndlurnar og koma þessu á kremið sem þakti tertuna. Jú, og líka hve sérlega þurr og óspennandi þessi terta var. einnig fannst mér þessi ananasfró- mas ofmetinn. Kyrrðin Það eftirminnilegasta við jól æsku minnar var þegar kirkjuklukkurn- ar í Neskirkju, Landakotskirkju og Dómkirkjunni ómuðu inn um gluggann klukkan sex á aðfanga- dag og pabbi sótti frímúrarakertið sitt, kveikti á því og gekk svo með það um stofuna og kveikti á öllum öðrum kertunum sem áttu að loga þessa heilögu stund. Á þessu augna- bliki var sem kyrrð færðist yfir allt, sama kyrrð og færist yfir þegar stirnir á nýfallna mjöll í tungsljósi eftir dimman kafaldsbyl. Að borð- haldi loknu las pabbi svo fyrir okk- ur jólakveðjur af jólakortunum og áður en nokkur fékk að opna jóla- gjöf, þá las hann Jólaguðspjallið. enginn dæsti eða lét óþolinmæði í ljós, þetta var hefð. Jólin á Grund Jólahefðir hafa einnig skapast hjá mér og mínum hér í skorradalnum. Matseðill okkar hjóna var í fyrstu sá sami og á mínu æskuheimili, nema ég gerði eplasalat eins og tengda- mamma með smá tvisti, bara epli og smá sýrðan rjóma út í svo salatið héldist ferskt daginn eftir. Núna er aspassúpan fastur liður í okkar jóla- haldi í hádeginu á jóladag eða ann- an í jólum. Fer eftir hversu viljug ég er. Aðlögunin frá því að jólahá- tíðin hæfist stundvíslega klukkan sex á aðfangadag yfir í að hún hæf- ist þegar komið væri úr fjósi voru mikil viðbrigði fyrir mig. Matur- inn fór á borðið þegar allir voru til- búnir og maturinn tilbúinn en ekki klukkan sex með tilheyrandi stressi að allir væru sestir og orðnir þöglir, sötrandi súpu undir predikun dóm- kirkjuprests. Þetta var bara svolít- ið notalegt, mér fannst samt ákveð- inn missir að sitja ekki yfir matnum og hlusta á jólamessuna. Fyrst eft- ir að kýrnar fóru héðan frá Grund reyndi ég að koma á þeirri hefð af mínu æskuheimili að jólahaldið hæfist klukkan sex og þá ættu all- ir að vera prúðbúnir, brúnuðu kart- öflurnar gullgljáandi og frímúr- arakertið á sínum stað. (Ég gift- ist nefnilega frímúrara, en ég held að það sé hvorki að skapast hefð né vani fyrir því í þessari fjölskyldu). Ég hef haft tíu ár til að koma þess- ari hefð á laggirnar og það hefur ekki enn tekist. Ég saknaði þess af mínu bernskuheimili að hefja ekki jólahaldið við matarborðið á slag- inu sex og hlusta á jólamessuna. Pétur þurfti að aðlagast því að vera ekki í fjósi og tutla beljur þegar jól- in hringdi inn í útvarpinu sem óm- aði svo friðsællega í takt við mjalta- tækin. Hefðir og venjur vilja festa okkur í skoðunum. Eftirminnilegur aðfangadagur einhver jólin gleymdi ég að sjóða hamborgarhrygginn og fattaði það klukkan fimm. Þessi tiltekni að- fangadagur var sá eftirminnileg- asti fyrir þær sakir að það var allt svo notalegt. Við borðuðum þeg- ar maturinn var til og þegar við byrjuðum að skoða gjafirnar und- ir trénu voru fjölskyldur okkar í Reykjavík búnar að opna sínar gjaf- ir og hringja og þakka fyrir sig. síð- an þá höfum við bara lagt áherslu á að vera komin í okkar bestu föt áður en messan byrjar og kveikja á messunni til að missa ekki af einu einasta orði, meðan hrært er í sósu eða skorin niður epli. Við setjumst svo að borðum í rólegheitum, oftast þegar messu er lokið og ég hef fellt nokkur tár í sósuna vegna söknuð- ar og gleði þess liðna og núverandi stundar. Það er í raun orðin hefð fyrir því að ég tárist svolítið yfir há- tíðirnar, já eða vani. Það er eitthvað sem gerist þegar við bregðum út af hversdagsleikanum, allir hjálpast að við að leggja lokahönd á jólamáltíð- ina, eru í sínu fínasta pússi og kyssa og knúsa hvort annað með ósk um gleðileg jól. Þetta „dotla“ Árið sem senn líður undir lok hef- ur svo sannarlega hrært upp í öllum hefðum og venjum sem við jarðar- börn höfum skapað okkur, hvort heldur í kringum afmæli, páska, jól eða ákveðna helgi að sumri. snemma árs var ég skikkuð í veik- indaleyfi og ég fer af fullum krafti í það verkefni að verða betri, ná bata og hvílast. Viku eftir að ég byrja í veikindaleyfi er sonurinn kominn heim frá Akureyri, heimavist VMA var lokað og engin kennsla fór fram innan veggja skólans. Til að spila öruggum trompum var sú yngsta tekin úr hefðbundnu námi heim í heimaskóla og að lokum var frum- burðurinn líka kominn heim og búin að losa sig undan starfi á einu stærra pósthúsinu í Reykjavík. Að- stæður okkar voru slíkar að okk- ur þótti skynsamlegast að við vær- um bara heima. Ég sem átti bara að hvíla mig var allt í einu komin í fullt starf sem húsmóðir. en út af þessu „dotla“ í heiminum þá hægði á öllu. Ég fékk tækifæri til að verja öll- um stundum með börnunum mín- um. sambúð okkar varði í sex mán- uði. Við vorum aftur fimm manna fjölskylda í sex mánuði samfellt, en það hafði ekki gerst síðan frum- burðurinn fór haustið 2016 í skóla í Reykjavík. Ég gæfi mikið fyrir að það yrði hefð hjá minni fjölskyldu að börnin flytji heim í mars og verði hjá okk- ur fram yfir sauðburð í maí, svona í það minnsta. Þakklæti fyrir aukna samveru okkar á árinu fæ ég seint fyllilega lofað. Óraunhæfar væntingar Núna í nóvember var skipt um glugga af illri nauðsyn. Í haust var ég búin að sjá fyrir mér að ég væri komin með hvítar gluggakistur, ge- reft og fallegar seríur og skrautmuni í gluggakisturnar í byrjun aðventu. Væntingarnar voru mjög óraunhæf- ar en þá datt mér í hug að ég gæti að minnsta kosti málað stofuna, ég ætlaði alltaf að gera það þegar búið væri að skipta um glugga. Mála stof- una, svefnherbergið, eldhúsið, baka sörur, spesíur, súkkulaðibitakök- ur, steikja laufabrauð, taka til, þrífa gólf, kaupa gjafir og velja þá full- komnu fyrir hvern og einn. Þetta voru áform mín í byrjun aðventu þegar ég áttaði mig á því að ég var á villigötum. Allt átti að vera tilbúið áður en prófum lyki hjá þessum tveimur elstu svo þau kæmu heim í hið fullkomna umhverfi sem ég var búin að búa til í höfðinu. Hug- myndin um fullkomna umgjörð í kringum samveru okkar fjölskyld- unnar blindaði mig fyrir raunveru- leikanum. ef ég ætlaði að vera með börnunum mínum og eiginmanni á þann hátt sem við njótum okkar best, þá var ég ekki að fara að vinna mig niður listann sem var svo ein- faldur í huga mér. Góðar minningar Jólahefðir og aðrar hefðir eða venj- ur eiga að mínu mati að skapast í kringum það sem veldur okkur vel- líðan en ekki í kringum eitthvað sem hefur alltaf verið. stærstu sigr- arnir á þessu ári voru að finna mörk- in og setja mér mörk. Þessa jólahá- tíð ætla ég að njóta samveru með mínu fólki, hundinum og sjálfri mér. Verja tíma utandyra og innan- dyra við það sem er skemmtilegt og vekur ánægju. ef eitthvað af þessu verður að nýrri venju eða hefð þá er það frábært, því þá tengjum við fjölskyldan það við góða minningu. Megi jólahátíðin vera ykkur friðsæl og ánægjuleg. Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, Grund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.