Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 55

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 55
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 55 SK ES SU H O R N 2 01 7 erna Kristín Hjaltadóttir fluttist að Fellsenda 1968 en þar voru tengda- foreldrar hennar bændur ásamt sonum sínum Vésteini og Magn- úsi Arngrímssonum. síðar tók yngra fólkið við búskapnum en þar var tvíbýli. Jörðina leigðu ábúend- ur af Minningarsjóði Ólafs Finns- sonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda. Þau hjónin hættu bú- skap árið 2006 þegar Hjalti sonur ernu og Vésteins tók við búskapn- um ásamt eiginkonu sinni Lindu Traustadóttur. Þau keyptu íbúð- arhúsið af Magnúsi og báru konu hans, sem jafnframt er systir ernu. erna og Vésteinn bjuggu áfram á Fellsenda þar sem erna býr enn í dag og samhliða búskap hefur erna lengst af starfað á Hjúkrunarheim- ilinu Fellsenda. Um síðustu mán- aðamót urðu tímamót í lífi ernu þar sem hún ákvað að láta af störf- um eftir samfelldan 44 ára starfs- aldur á Hjúkrunarheimilinu Fells- enda. „Það er gott að geta ákveðið sjálf- ur að hætta að vinna en ég varð sjö- tug 21. mars og þetta er fínn tími. en reyndar segist ég ennþá vera 69 ára því ég hef ekki náð að halda upp á afmælið mitt út af heimsfaraldr- inum,“ segir erna og hefur gaman að því að geta nýtt sér annars bág- legt ástandið til að telja sig yngri en ártalið gefur til kynna. Eins og okkar álver „Það var nærtækt að starfa á Hjúkr- unarheimilinu Fellsenda. en það má kalla það forréttindi að hafa vinnustaðinn svona rétt við heimil- ið sitt þegar maður býr út í sveit. Ég held að það sé varla til það heim- ili hér í sveit, þ.e. í Miðdölum, þar sem enginn hefur sótt starf á Fells- enda. Þetta er eins og okkar álver.“ erna og Vésteinn stunduðu sauðfjárbúskap auk þess að hafa fyrstu árin verið með nokkrar kýr. „Það veitti ekki af að hafa einhverja aukavinnu. ef það gengur illa í bú- skap núna þá hefur það alltaf ver- ið,“ segir erna og hlær við. „Það hefur alltaf verið basl í sauðfjárbú- skap. en það fór alltaf í taugarnar á mér hvað þessi stétt var töluð niður. Með aldrinum hættir það að bíta á mann, maður veit betur,“ bætir erna við. Í ýmsum störfum Á 44 ára starfsferlinum á Fells- enda hefur erna komið víða við. Fyrstu árin var þar dvalarheim- ili fyrir aldraða Dalamenn en síð- ar var farið í samstarf við geðsv- ið Landsspítalans og tekið á móti eldri geðfötluðum einstakling- um. „smátt og smátt færðist eldra fólkið meira yfir í búðardal eft- ir að Dvalarheimilið silfurtún var byggt þar upp. Þá hóf minningar- sjóðurinn samvinnu við Klepps- spítala, eins og hann var þá kallað- ur. Fyrsti vísir að þessari samvinnu var þegar hingað komu fjórar kon- ur utan úr stykkishólmi sem höfðu verið á geðdeildinni á sjúkrahúsinu í stykkishólmi. Ég man eftir því að þegar ég var í gagnfræðiskólanum í stykkishólmi að þá var alltaf talað um þriðju hæðina á sjúkrahúsinu og var þá átt við geðdeildina,“ segir erna sem stundaði nám í stykkis- hólmi í þrjá vetur. Frá upphafi hefur erna sinnt hinum ýmsu störfum á Fellsenda. Þá hefur hún m.a. verið í aðhlynn- ingu, eldhúsi, fylgt skjólstæðingum í bæjarferðir og í sjúkraflutningum en síðustu árin hefur hún starfað í þvottahúsinu. erna viðurkennir að oft hefur þetta reynst krefjandi starf. „Um leið og það er krefjandi er það náttúrulega líka gefandi og oft á tíðum skemmtilegt. Það eru margir ógleymanlegir karakterar sem maður hefur fengið að kynnast í gegnum starfið. Það komu alveg erfiðir dagar þar sem maður kom heim og hugsaði með sér að nú væri komið gott. en starfsandinn var yfirleitt góður og það hefur allt að segja á svona vinnustað,“ segir erna ánægð með ævistarfið. Njóta lífsins og tilverunnar erna hefur engar áhyggjur af því að verða aðgerðarlaus nú þegar hún er hætt að vinna. Prjónaskapur er hennar yndi og erna býr svo vel að tvö af þremur börnum hennar búa í nágrenninu. Og það þarf heldur ekki að fara langan veg til að heim- sækja gamla vinnustaðinn. erna er félagsvera sem hlakkar mjög til að rækta félagsskapinn þegar hömlur vegna Covid faraldurs verða yfir- staðnar. „Ég fattaði á fimmtudagsmorg- uninn í seinustu viku að ég væri raunverulega hætt að vinna. Það var óveður og mér þótti ósköp gott að þurfa ekki að fara út. Þótt það sé ekki langt á milli húsa þá getur það verið strembið að fara á milli í vonskuveðrum, það getur orðið hvasst og mikið kóf. Þegar maður eldist þá er maður heldur ekki eins lipur,“ segir erna hlæjandi og stað- ráðin í því að njóta lífsins og tilver- unnar. sm Hættir störfum eftir 44 ár á sama vinnustað Erna Kristín Hjaltadóttir á Fellsenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.