Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 61

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 61 fulla vinnu. en eftir slysið fór ég að hugsa minn gang. Mér hefur alltaf hætt til að fara á yfirsnúning, gera aðeins meira og betur í dag en í gær og pabbi hefur oft hnippt í mig, því hann þekkir einkennin. Nú er ég að reyna að sleppa hlutum, gera ekki allt sem ég var vön að gera. Það tekur vissulega á en er á sama tíma heilandi. en þegar einhver lendir í slysi sem hann heldur fyrirfram að verði hans bani, þá gerist ýmislegt, hefur mér verið sagt. Fólk fer oft í þann fasa að ætla að gera alla hluti aðeins betur í dag en í gær. Það var gott fyrir mig að heyra þetta, því ég var stödd nákvæmlega á þeim stað. Ég hef því verið að vinna bæði í lík- amlegum og andlegum málum. Hef sem dæmi verið að vinna í líðan minni við fráfall mömmu, sem var tapú að ræða á þeim tíma, hreinsa grjótið sem ég hef stráð í mína eig- in götu. Ég skar í sundur fjórar sinar í vinstri hendi og þarf að ná meiri þrótti þar og einnig skadd- aðist ég í baki. Ég var líka að und- irbúa mig að læra að gera tattoo, það er bara á „hold“ í bili og bíð- ur betri tíma.“ Aðspurð segist hún hafa fengið mjög mikinn stuðning frá eiginmanninum. „Hann skilur allar mínar tilfinningar. Ég fer al- veg niður inn á milli, og þá hjálp- ar hann mér. Hann veit alveg hvað ég hef gengið í gegnum. en það er erfitt að vera kippt úr úr öllu, líka fjárhagslega. Það er dýrt að lenda í slysi, allavega á Íslandi. Ég hef eng- ar bætur fengið enn þótt allt sé í lögfræðingi. Kerfið er alveg ótrú- lega hægt og seint.“ Málverkið „Ég byrjaði svo að mála fyrir einu ári. Það er algjör andstaða við það sem ég hef verið að gera í höndun- um fram að þessu, hef alltaf verið í fínni vinnu en þetta er gróft. eft- ir slysið vantaði mig útrás og fann hana þarna. Hef raunar selt nokk- ur verk og það er meira segja biðl- isti, sem mér finnst ótrúlegt,“ segir hún af mikilli hógværð. „en núna í miðri jólatörn hér á snyrtistofunni, sem byrjar raunar töluvert fyrr en síðustu ár, og með þrjú börn er ekki tími fyrir neitt annað. en eftir ára- mótin ætla ég að gefa mér og þessu meiri tíma.“ Nú fýsir blaðamann að vita hvort listamaðurinn, faðirinn, sé að veita dóttur sinni ráð í hennar listsköp- un? „Ég er náttúrulega alin upp í galleríi,“ segir sara björg. „Ég ólst upp við að gera hlutina eins og ég vildi og horfði á pabba skapa. eins og ég sagði áður var ég allt- af að teikna og fékk auðvitað leið- beiningar frá pabba þegar kom að skyggingum og þess háttar. en þegar kemur að þessum málverk- um segir hann fátt. Ég hef aðstöðu í galleríinu hans og þegar ég kem, stendur hann yfir mér, kannski í smá tíma. en um leið og honum finnst hann vera farinn að skipta sér af, segir hann stundum, jæja ég er bara farinn. Við erum að vinna með svo ólíkan stíl og á svo ólíku sviði að ég held að hann vilji bara leyfa mér að þróast eins og ég þarf, finna minn eigin stíl og fari þá leið sem hentar mér. Hann hefur samt agalega gaman af því sem ég er að gera og hringir oft í mig þegar ég hef ekki komið lengi. Pabbi er mjög hlý manneskja sem hefur gefið mér ótrúlega mikið, eins og ég sagði áðan, persóna sem ég nýt mjög að umgangast. Hann stóð við hlið mér eins og klettur á meðgöngunum, en ég var mjög veik á þeim öllum. Á þeirri síðustu lá ég alfarið inni á spítala og hann kom á hverjum degi. stundum sátum við bara og sögðum ekkert, sem við getum al- veg. stundum fórum við í gegnum ýmislegt, og stundum sagði hann mér frá mömmu, sem var afar hlý manneskja og líklega fyrsti mennt- aði leikskólakennarinn hér á Akra- nesi. Hann er búinn að missa tvær konur og veit alveg hvernig lífið getur verið. Pabbi er líka frábær afi. endrum og sinnum, þegar ég kom að sækja strákana mína, sem hann hafði passað, þá var málningarfar á bossanum á þeim og bleyjan snéri öfugt, en atlætið og umhyggjan var sannarlega til staðar og enginn var pissblautur,“ bætir hún hlæjandi við. „Hann hefur verið að segja elsta stráknum okkar til í teikningu, sem mér finnst yndislegt. Þetta slys varð til þess að ég met alla þessa hluti mikið betur og öðruvísi en áður, svo kannski má segja að það hafi verið gjöf í sjálfu sér. Leið al- heimsins til að láta mig hlæja og skoða hlutina í öðru og afslappaðra ljósi,“ segir sara björg bjarnadóttir að lokum, og bætir síðan við að fyr- ir þá sem eru áhugasamir að kynna sér betur málverkin hennar sé hún með instagram síðu www.instag- ram/sarabjarna.art/ bgk Bíllinn var gjörónýtur, eins og sjá má, og mesta mildi hversu vel Sara Björg slapp. En slysið breytti einnig ýmsu í lífi hennar. Ljósm. úr einkasafni. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða Hlökkum til framhaldsins – skiljum ekkert eftir Sara Björg með ástinni í lífi sínu, Brynj- ólfi Sæmundssyni. Ljósm. úr einkasafni. Fjölskyldan í fríi á Tenerife í febrúar, rétt fyrir Covid. Ljósm. úr einkasafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.