Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 74

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202074 „styrkleikar stykkishólms eru stað- setningin, náttúran í kring, breiða- fjörður og hæfileg fjarlægð frá höf- uðborgarsvæðinu.“ Þetta fullyrð- ir Halldór Árnason, brottflutt- ur Hólmari, í húsi sínu í Vesturbæ Reykjavíkur við blaðamann skessu- horns. Það leynir sér ekki kærleik- urinn til heimaslóða. Hann er for- maður atvinnu- og nýsköpunar- nefndar í stykkishólmsbæ, hag- fræðingur að mennt en fyrst og fremst er Halldór Hólmari. Með nýja uppáhellinga í bollum, smá- kökur og konfektmola á borði hefj- ast samræður. Farið er um víð- an völl; nauðsyn þess að skipta um starf reglulega, kosti samein- ingar sveitarfélaga á snæfellsnesi og sóknarfæri stykkishólms sem áfangastaðar. Landsbyggðarpési „Ég var og er mikill landsbyggðar- pési,“ segir Halldór Árnason sem er fæddur og uppalinn í stykkis- hólmi. 16 ára fór Halldór í mennta- skóla á Laugarvatn og eftir fjögur ár þar hélt hann norður yfir heið- ar og kenndi einn vetur í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. síðan fór Halldór í viðskiptafræði í Há- skóla Íslands. „Ég ætlaði mér alltaf að fara út á land strax eftir nám. Ég var að vinna verkefni fyrir mennta- málaráðuneytið þegar þar losnaði staða, sem ég tók og starfaði þar í tvö ár eftir útskrift frá HÍ,“ seg- ir Halldór sem lauk svo meistara- námi í þjóðhagfræði frá háskólan- um í Uppsala 1983. „síðan þá hef ég unnið á mörgum stöðum og haft það að reglu að vera ekki of lengi á hverjum stað, bara 6 til 8 ár,“ út- skýrir Halldór og blaðamaður spyr hvers vegna það sé? „Það eru eigin- lega tvær ástæður. Annars vegar tel ég það hollt bæði vinnustaðnum og viðkomandi að breyta til, taka nýj- um áskorunum, og hins vegar hef ég fundið það sjálfur að þegar ég er búinn að vera ein átta ár á sama stað, þá er komin ákveðin rútína í vinnuferlið og þar af leiðandi er ég ekki að þroskast eða þróast eins og maður ætti að gera,“ svarar Halldór sem starfaði lengst í fjármálaráðu- neytinu sem skrifstofustjóri eða í tíu ár. „Þar var náttúrlega mjög mikil og fjölbreytt vinna.“ Tölumaður Halldór segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á tölum og rifjar upp við blaðamann þegar hann lagði bíl- númer á minnið sem lítill gutti. „Það byrjaði þannig að þegar ég var krakki þá hafði ég mikinn áhuga á bílnúmerum. Ég lagði þau á minn- ið og skrifaði númerin niður í bók sem ég átti. Meira að segja man ég ennþá nokkur M númer. M var í Mýra- og borgarfjarðarsýslu. P var í snæfells- og Hnappadalssýslu. Ég veit ekki af hverju ég byrjaði á þessu, en þetta var fyrsta vísbend- ing um mikinn áhuga á tölum,“ seg- ir Halldór léttur í lund. Það lá því vel fyrir Halldóri að velja viðskipta- fræðina. Hann segir þó að námleið- in skipti ekki öllu máli. „Þó þú farir í eitthvert nám þá ertu ekki að læra til ákveðins starfs. Þú færð grunn- þekkingu með náminu sem kem- ur sér vel víða, en svo tekur starfið sjálft við. ef að það er áhugavert og gefandi, þá er það ekkert síðra en nám. Þannig þróar þú sjálfan þig og safnar reynslu,“ segir Halldór. Háannatími á aðvent- unni Halldór ólst upp við vinnu og hefur þessi tími árs, aðventan, einkennst af miklum vinnutörnum. „Pabbi var símstöðvarstjóri í stykkishólmi og ég kynntist honum best í gegn- um vinnuna hans. Við bræðurnir og systkinin öll fórum mjög snemma að hjálpa til á pósthúsinu. Okk- ur þótti það mjög skemmtilegt,“ segir Halldór um pósthússtörfin. „Núna er aðventan framundan þá er skemmtilegt að segja frá því, að í mjög langan tíma þá hef ég verið uppteknastur á aðventunni,“ bætir hann við. „Á Póstinum í kringum aðventuna var alltaf háannatími. Allir að koma jólapökkum og jóla- kortum til vina og ættingja í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Það var bara endalaus vinna. seinna, þegar mað- ur var í skóla, þá voru prófaannir og mikill lestur á þessum tíma,“ rifjar Halldór upp. eins og fyrr segir var Halldór tíu ár skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu og lýsir hann aðventunni á þeim tímum sem miklum ann- atíma; stöðug vinna, frá morgni til kvölds, allar helgar. „Ég vann mikið með fjárlaganefnd Alþingis. Fjár- lögin voru yfirleitt það síðasta sem Alþingi afgreiddi rétt fyrir jól. Þá var maður með ung börn og missti af þessari hefðbundnu aðventu og stemningu sem myndast í kring- um hana. Það var oftast þannig að maður vann mikið á aðventunni.“ Hvaðan kemur vinnusemin? „Líklega kemur þetta frá foreldrum mínum. Pabbi var stöðugt eitthvað að gera. Honum féll aldrei verk úr hendi. sama gildir um mömmu, hún sá algerlega um heimilið. Ég hef oft verið að rifja það upp hvern- ig mamma komst yfir þetta allt, fjögur börn og heimilið. Á þeim tíma var mikið meira um að mæð- ur sáu um matargerð og fatnað, bæði saumuðu og prjónuðu. svo voru auðvitað hvorki til þvottavélar eða uppþvottavélar. Þó það sé ekki lengri tími liðinn, þá var þetta bara svona. Allt tók sinn tíma,“ svarar Halldór. „Ég var líka mjög heppinn að fá að vera nokkur sumur í sveit hjá afa og ömmu á bakka í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þar lærði mað- ur að vinna. Það var alveg dásam- legt að vera í sveitinni. Ég fór alltaf einn og við vorum fjögur á bænum; afi, amma, móðurbróðir minn og ég. Þetta var notalegur tími,“ bæt- ir hann við. Hugur fylgir ekki máli Halldór og systkini eiga saman hús foreldra sinna í stykkishólmi, en Gunnlaugur bróðir hans býr í Hólminum. Þau hjónin eiga aðra íbúð útaf fyrir sig í stykkishólmi og segir Halldór þau hjúin vera dugleg að dvelja þar enda eiga þau þar lög- heimili. „Við Anna bjuggum lengi á seltjarnarnesi og þegar við fluttum hér í Vesturbæinn, þá fannst okk- ur skattpeningunum betur varið í Hólminum heldur en hér í Reykja- vík og við erum ennþá á þeirri skoð- un,“ útskýrir hann sáttur með sitt skipulag. „Ég hef náttúrlega allt- af verið mikill landsbyggðarmaður þó ég hafi búið lengi á höfuðborg- arsvæðinu. Það er oft dapurlegt hve togstreita milli svæða og milli manna getur verið mikil í þessum dreifðu byggðum. Reyndar er búið að sameina borgarbyggð og maður tekur ofan fyrir því framtaki. Þrátt fyrir tilraunir hefur ekki tekist að sameina snæfellsnes í eitt sveitarfé- lag,“ segir Halldór hugsi og blaða- maður spyr af hverju hann telji sam- einingu sveitarfélaga á snæfellsnesi aldrei hafa gengið upp? „Það hefur ekki hugur fylgt máli. Að einhverju leyti er þetta rígur á milli kauptúna. Það er svolítið dapurt ástand. Þegar mönnum bara líður vel í sínu skinni og eru ekki tilbúnir til þess að taka nýjum áskorunum, þá verða engar framfarir. Um leið og þú tekst á við nýjar áskoranir, þá finnur þú fljótt andlega upplyftingu. Þú verður ánægðari með lífið og sjálfan þig þegar þú fæst við eitthvað nýtt, eitt- hvað sem að þér finnst skipta máli,“ svarar Halldór ákveðinn. Til farsældar að sameinast Halldór er sannfærður um að það yrði til farsældar fyrir snæfellsnes- ið að sameinast í einu sveitarfélagi. Það myndi gefa fleiri tækifæri til at- vinnuuppbyggingar. „svæðin sjálf geta haldið sínum nöfnum, stykk- ishólmur, Grundarfjörður, Ólafs- vík, Hellissandur,“ segir hann skýrt og blaðamaður spyr af hverju sam- einingin hefur gengið brösuglega. „Þetta getur verið dálítil fortíð- arhyggja. Þér þykir vænt um þinn stað, vilt ekki að hann breytist eða missi eitthvað við sameiningu, en það eru óþarfa áhyggjur. sé horft til Austfjarða, þar sem miklar sam- einingar hafa átt sér stað, þá held ég að álverið í Reyðarfirði hefði ekki verið byggt ef sveitarfélögin hefðu ekki sameinaðst. Atvinnusvæð- ið var orðið grænna,“ svarar Hall- dór. „Ég tel það vera mjög þarft og mikilvægt fyrir uppbyggingu á Hefur það að reglu að starfa ekki of lengi á sama stað -Spjallað við Hólmarann Halldór Árnason Hólmarinn Halldór Árnason. Hjónin Anna Björg og Halldór á góðri stund í Súgandisey. Halldór og Anna Björg ásamt börnum sínum; Ingibjörgu Jónu, Karenu Evu, Friðriki Árna og Mörtu Maríu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.