Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 81

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 81
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 81 TS Vélaleiga óskar viðskiptavinum og Vestlend- ingum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða TS vélaleiga ehf. Fyrirtækið er á meðal 2,8% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Til hamingju. Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. GLEÐILEG JÓL Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvík Gledilega hátíd ! Snæfellsbær sendir lesendum Skessuhorns og öðrum Vestlendingum hugheilar jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. hvern veg fellur ekki undir hina margfrægu normalkúrfu. Mér hef- ur allavega fundist það vera svo í okkar tilviki. Drengurinn okkar er dásamlegur. Hann virðist hafa mikla tónlistarhæfileika og gat sér meðal annars gott orð í söngva- keppni framhaldsskólanna í haust. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.“ Snilldar kokkur Þorsteinn segir að Rosario sé snilld- arkokkur. „Ég gleymi því ekki þegar hún bauð mér í mat eitt sinn og tók bara út eitt svínarif. Ég hugsaði guð minn góður, á þetta að vera mat- urinn? en auðvitað varð það ekki svo. svínarifið var einfaldlega til að bæta bragðið, en sannarlega minnti þetta mig á naglasúpuna góðu.“ en Þorsteinn segir jafnframt að Rosar- io þurfi engar uppskriftir, hún opni einfaldlega ískápinn og töfri fram máltíð af því sem til er. „Það sést vel á mér að hún er aldeilis frábær í matargerð,“ segir hann og klappar á magann sem hann segir aðeins að hafi aðeins stækkað. Rosario bætir við að eitt af hennar stærstu áhuga- málum sé eldamennska. „Mér finnst gaman að hitta vinkonur mínar og ræða um matargerð og uppskriftir,“ segir hún brosandi. „Ég geri yfir- leitt uppskriftirnar sjálf. stundum hef ég einhvern grunn úr bókum sem ég bæti þá við eftir eigin höfði, stundum spinn ég bara upp úr mér. sem betur fer er útkoman yfirleitt bragðgóð,“ segir hún kímin. Tónlistin Frá unga aldri hefur Þorsteinn spilað á harmonikku. „Ég var tíu ára þegar ég eignaðist mína fyrstu nikku. en hins vegar fékk ég fyrstu píanó-nikkuna þegar ég var fjór- tán ára. Ég keypti hana af bróður mínum fyrir fermingarpeningana á fjögur þúsund krónur. Hann tók af mér það loforð á þeim tíma að ef ég myndi vilja selja hana, yrði það að vera til hans. Ég hét því og árið 1997 fór ég og skilaði nikkunni aftur. Hann var auðvitað búinn að gleyma þessu fyrir löngu. Ég fékk reyndar nikkuna aftur, en það er ekki hægt að segja að hún sé partý- fær, enda búið að nota hana mik- ið. sem dæmi spilaði ég mjög oft á jólaböllum fyrir börn og var meira að segja stundum jólasveinn einnig. einu sinni var ég bara að spila og tók mér hlé á meðan jólasveinarn- ir voru með sitt sprell. Þegar það var búið, kom lítil stúlka til mín og sagði: „Viltu setja diskinn aftur í spilarann?“ Þorsteinn hefur ekki látið duga að spila bara á harm- onikku, hann hefur einnig sung- ið víða, meðal annars í kirkjukórn- um á staðnum. Og á stundum tón- ar hann hátíðartónana eftir bjarna Þorsteinsson í kirkjunni, því prest- inum hefur veist það erfitt. Þor- steinn syngur bassa og hefur mjög gaman af, en fram undir þetta hef- ur hann ekki kunnað að lesa nótur nógu vel, heldur spilað og sungið mest eftir eyranu, eins og kallað er. „Ég ákvað fyrir nokkru að það væri kannski kominn tími til að læra að lesa nóturnar almennilega og það sem fylgir tónlist,“ segir Þorsteinn og kímir; „þetta nám hefur gefið mér gríðarlega mikið. en það hefur þó kannski orðið til þess að ég hef ekki farið í fleiri kóra, eins og að fara í karlakórinn Kára, sem margir hafa þó ámálgað við mig. Það kem- ur kannski síðar.“ Að ferðast til framandi landa eftir að hjónin kynntust hafa þau farið í heimsókn til heimalands Rosario, Filippseyja. Hann einu sinni en hún tvisvar. Þorsteinn seg- ist aldrei gleyma þeirri ferð. Þau voru 40 klukkustundir á leiðinni, með stoppum á flugvöllum. Hitinn fór niður í 30° á næturnar og upp undir 40° í forsælu á daginn og þau sváfu ekki með neitt ofan á sér, ein- göngu flugnanet í kringum rúmið. „Það er ekkert gler þar í gluggum,“ segir hann og heldur áfram; „það er vegna þess að þeir vilja að hit- inn fari út, en festist ekki inni. Það var hins vegar ævintýralegt fyrir Ís- lending að koma úr kuldanum og rokinu til þessa lands og að mörgu leyti skyldi ég betur konu mína, sem reyndi að vinna á Íslandi við aðstæður sem voru henni gjörsam- lega framandi. Í hennar heimalandi var einungis heitt, bara mismun- andi mikið. Í Fiskiðjunni bylgjunni var bara kalt og það einfaldlega hentaði ekki hennar líkamsgerð.“ Það er kominn tími til að kveðja. Þorsteini og Rosario eru þakkaðar góðar móttökur og ljúft spjall, og ekki er kvatt með handabandi. Allir hlýða jú Víði. bgk Þorsteinn hefur afar gaman af því að spila á harmanikku, hér er hann á góðri stund á sjómannadaginn í Fiskiðjunni Bylgjunni. Ljósm. af. Fagurlega skreyttur aðventukrans prýðir stofuborð þeirra hjóna. Ljósm. bgk. Georg Jenssen prýðir gluggann á yfirbyggðu svölunum. Ljósm. bgk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.