Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 83

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 83
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 83 á rjúpnaveiðar það árið. Hins vegar var yfirleitt möndlugrautur í eftir- mat. Mamma eldaði grjónagrautinn alltaf með eplum. Þá skar hún fersk epli í litla bita og setti út í grautinn. Það var virkilega gott.“ eftir kvöldmat var farið að opna pakkana. „Maður var ofsa- lega ánægður ef það leyndust eins og tvær bækur í pökkunum. Afi og amma fengu líklega flestar gjafirnar og svo amma eftir að afi dó. Hún fékk gjafir frá öllum sínum börn- um, ellefu talsins. Yfirleitt fékk hún alltaf konfektkassa frá öllum þann- ig að amma var með stæðu af kon- fektkössum hver einustu jól, svo fékk hún líka konfektkassa frá fólk- inu í sveitinni í kring svo þetta var almennileg stæða,“ segir Guðrún og hlær. „Við vorum svo heppin með það að hún amma leysti okkur yfirleitt út með einum litlum kon- fektkassa. Maður var því rosalega sáttur að vera með tvær bækur og konfektkassa þegar upp í rúm var komið á aðfangadagskvöldi. Þá las maður og las og borðaði súkkulaði með, langt fram eftir kvöldi,“ bætir Guðrún við. „Í dag er ennþá haldið í jólahefð- ir, bæði frá minni fjölskyldu og líka bjarna. Vera saman, gefa nánasta fólki gjafir, þó helst eitthvað sem er heimatilbúið. baka Printen, en það gerir Þorgerður fyrir mömmu sína sem ég er afar þakklát fyrir. Loks, áður en pakkarnir eru opnaðir, för- um við að leiðum ættingja sem hvíla hér í kirkjugarðinum.“ Öllum holt að vera á heimavist Guðrún byrjaði í Laugagerðisskóla sjö ára gömul. Laugagerðisskóli var heimavistarskóli og þar var hún til 16 ára aldurs. eftir grunnskóla fór Guðrún næst á heimavistina í sam- vinnuskólann á bifröst. „Ég fer ekk- ert ofan af því, að það er hollt fyr- ir krakka að fara í heimavistarskóla. sumir hreinlega krossa sig við til- hugsunina og segja bara guð minn góður,“ segir Guðrún og hlær. „Þú þarft að standa á eigin fótum, sýna ábyrgð og læra að umgangast aðra, læra að taka tillit. Til dæmis á heimavistinni í Laugagerðisskóla lærði maður ákveðinn aga. Þegar skólinn var búinn þá kom smá frjáls tími sem maður notaði yfirleitt í að vera úti. Að honum loknum kom lestími klukkan fjögur. Þá átti maður að nýta þann tíma í að læra heimavinnuna sína. Þetta var viss rammi sem maður fór eftir. Mað- ur lærði frá fjögur til sex um kvöld- ið, þá var maður búinn með alla heimavinnuna sína og átti þar af leiðandi frí á kvöldin. Ég vil meina að þetta sé öllum holt uppeldi og þetta hef ég reynt að tileinka mér í lífinu,“ bætir Guðrún við. Heimavistarárin ásamt þýska uppeldinu í Hrísdal hefur mótað Guðrúnu á hennar vegferð í gegn- um lífið. Saman í 41 ár eins og Guðrún minntist sjálf á þá byrjaði hún að vinna nánast um leið og hún gat gengið. Fyrst heima í Hrísdal en seinna við hin ýmsu störf og hefur nánast ekki stoppað síðan. sumarið 1979 vann Guðrún í Hreðavatnsskála og bjó á sama tíma í starfsmannaherbergi þar fyr- ir ofan. „Ég hef alltaf unnið mikið yfir ævina, en ég held ég hafi aldrei unnið eins mikið og þetta sum- ar. Þarna var mikið líf og gott fólk sem maður var í kringum á þess- um tíma,“ rifjar hún upp en sumar- ið ‘79 var sumarið sem hún kynnt- ist bjarna sínum. „Vinur bjarna frá borgarnesi kemur upp eftir og býður okkur tveimur vinkonun- um á ball í brautartungu og bauð bjarna með sér. Við fórum því fjög- ur á þetta ball og þarna kynntumst við bjarni og byrjuðum í rauninni saman þar. síðan höfum við ver- ið saman í 41 ár,“ segir Guðrún stolt og blaðamaður spyr í kjölfar- ið hvort þau hafi alltaf verið ást- fangin? „Já, sem betur fer. Við höf- um talað um hlutina og ef það hafa komið upp einhver mál, í sambandi við allt mögulegt, eins og gerist og gengur hjá fólki og hjónum þá höf- um við rætt hlutina. Aldrei höfum við farið ósátt að sofa og það hef- Æskuheimilið; Hrísdalur í Eyja- og Miklaholtshreppi. Guðrún og fjölskylda árið 2001, þegar þau bjuggu á Gunnlaugsgötu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.