Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 84

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 84
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202084 ur skipt rosalega miklu máli, held ég, í okkar góða sambandi, að útkljá málin frekar en að láta þau bíða,“ svarar Guðrún. Guðrún og bjarni giftu sig 28. desember 1984. Eitthvað ekki í lagi Guðrún og bjarni eignuðust tvær dætur, þær Unni Helgu og Þor- gerði erlu. Unnur Helga fædd- ist 1988 og Þorgerður erla bættist við tveimur árum seinna. Þorgerð- ur nemur dýralækningar í Kaup- mannahöfn en Unnur Helga lést langt um aldur fram vegna æxlis í heila. „Unnur hafði verið mikið í íþróttum þegar hún var barn en sumarið 2001 fór hún að grennast og grennast. Frá því í apríl 2001 til nóvember 2001 þá léttist hún mik- ið. Hún bara hætti að borða. Ég var farin að átta mig á því að þarna væri eitthvað ekki í lagi,“ rifjar Guðrún upp. Á þessum tíma starfaði Guð- rún á heilsugæslunni og var í góðu samtali við hjúkrunarfólkið þar og lækna. „Við komumst að þeirri greiningu að hún væri með anor- exíu. Við bjarni vissum af þessu, hjúkrunarfólkið var búið að taka eftir þessu og Unnur var löngu búin að gera sér sjálf grein fyr- ir sjúkdómi sínum,“ bætir hún við. Það var í rauninni ekki hægt að hefja bataferlið fyrr en Unnur sjálf myndi biðja um hjálp. „Það var þannig að ég fór með Þorgerði í kirtlatöku upp á sjúkrahús. Við komum heim daginn eftir og um kvöldið kemur Unnur til okkar og biður okkur um að hjálpa sér af því hún ráði ekki lengur við aðstæður.“ Í kjölfarið hófst bataferlið, með- al annars hjá sálfræðingi og eftir- fylgni í gegnum skólahjúkrunina og heilsugæsluna. „Við fengum tíma hjá Heiðdísi sigurðardótt- ur, sálfræðingi, sem var mjög vön í málum anorexíusjúklinga. eitt af ráðunum sem Heiðdís gaf okkur var að Unnur fengi einhvern til að bera ábyrgð á. Við bjarni gáfum því þeim systrum hvolp í jólagjöf þarna jólin 2001. Það var þeirra ábyrgð að hleypa honum út og að hann fengi að borða og svona. en þarna var Unnur eitthvað komin áleiðis í bata og farin aðeins að borða.“ Ekki með sjálfri sér Þrátt fyrir að sýna batamerki frá anorexíunni þá segir Guðrún að dóttir sín hafi einhvern veginn ekki verið hún sjálf, ekki eins og þau þekktu hana. „Unnur fór að vera þung á morgnana og það var erfitt að vekja hana sem hafði annars allt- af verið mjög auðvelt. Hún kvartaði yfir höfuðverk, að hún væri skrítin og var með ógleði á morgnana. Ég talaði við lækni hér, hann skoðaði hana en fann ekkert sem benti til einhvers. Þá var kominn mars og fermingarmánuður framundan hjá henni.“ Unnur Helga varð 14 ára 20. mars 2002 og fermdist svo 28. mars. Tíminn leið og heilsa Unnar fór versnandi. „Þá talaði ég við Örn sem var læknir hérna á þeim tíma. Ég segi bara við hann, það er eitt- hvað að, þú ætlar að finna það. Á þessum tímapunkti var hún farin að sjá illa, átti erfitt með að fókusera og hélt illa jafnvægi,“ segir Guð- rún. Örn læknir fékk tíma í mynda- töku fyrir Unni á mánudegi í Do- mus Medica í Reykjavík. Þar átti hún að mæta í sneiðmyndatöku. „Við förum suður á mánudegi. Ég keyri suður með þær systur og hvolpinn, það mátti náttúrlega ekki skilja hann eftir. Ég rétti fram beiðni í umslagi þegar við komum á staðinn og Unnur fór í tölvusneið- mynd. síðan kemur hjúkrunarfræð- ingur fram og segir mér að það sé síminn til mín. Ég vissi ekkert hvað hún væri að tala um og skildi ekki neitt. Þá var Unnur ennþá inni. Ég tek símann og Örn læknir var þá hinum megin á línunni. Hann seg- ir í símann að Unnur sé með fyrir- ferð í heilanum. Ég skil náttúrlega ekkert og spyr bara hvað hann sé að tala um. Hann svona birsti sig því ég skildi hann ekki og segir mér að hún sé með æxli í heilanum og þurfi að fara beint upp á sjúkrahús í aðra rannsókn. Þetta var ofsalega lengi að síast inn, ég var bara ekki að skilja þetta.“ Fyrr um daginn þegar þær mæðg- ur ásamt hvolpinum voru á leiðinni til Reykjavíkur í Domus Medica bað Unnur mömmu sína um að stoppa til að kaupa ís. „Ég sagði við hana að við hefðum nú varla tíma til þess. en hún segir, mamma, viltu gefa mér þetta? Ég svara, ekkert mál. Við stoppum á Olís í Mosó til að kaupa ísinn. Þegar við erum svo að keyra áleiðis, framhjá Korpúlfs- stöðum þá segir hún við mig, viltu muna eitt mamma? Hvað er það, segi ég. Þegar ég verð jörðuð viltu þá bara hafa hvít blóm.“ Móðutími Úr rannsóknum kom í ljós að Unn- ur var með æxli í heila og var æxl- ið farið að loka á flæðið í heilanum með þeim afleiðingum að hún var komin með mikið bjúg sem hefði getað gert hana meðvitundarlausa hvenær sem var. Þrýstingurinn var orðinn svakalegur og þurfti að hún að fara í akút aðgerð um kvöldið til að létta þrýstinginn. „Þetta er 15. apríl 2002. Hún fer í aðgerð á mið- nætti. bjarni kom suður um kvöldið og gistum við hjá henni. Hún vakn- ar svo klukkan þrjú um nóttina, þá var búið að setja ventil til að taka þrýstinginn af heilanum og losa um hann. Hún horfir á okkur og segir, ég sé ykkur. Þá hafði hún ekki séð almennilega í einhverjar vikur út af þessum þrýstingi í heilanum svo þetta var mikill léttir fyrir hana,“ rifjar Guðrún upp. Tekið var sýni úr æxlinu á föstu- deginum og fengu þau öll að fara heim seinna sama dag. „Á mánu- dagsmorgni fengum við út úr sýna- tökunni. Þann 22. apríl, þá var hringt hérna í hádeginu og okkur sagt að hún væri með fjórða stigs krabbameinsæxli. Okkur var ráð- lagt að gera allt sem okkur dytti í hug að gera saman núna. Ég með- tók það ekki, en bjarni gerði það.“ Nokkrar vikur liðu þangað til Unnur byrjaði í geislameðferð og var hún sex vikur í meðferðinni. Rúmum tveimur vikum eftir síð- ustu geislameðferð fór Unnur í segulómun. Þá kom í ljós að æxl- ið hefði stækkað. „Hún byrjaði á lyfjagjöf og þurfti að taka hylki sem voru sérstaklega fyrir þessa tegund af heilaæxli. Hún tók hylkin um kvöldið 24. júlí og kastaði upp alla nóttina, þetta voru krabbameins- lyf. Ég man að ég fór á fund niður á bæjarskrifstofu út af heilsugæslunni um morguninn. Unnur hafði náð að sofna, hálf upp sitjandi, en þegar ég kom heim þá þekkti hún mig ekki. Hún horfði bara á mig og vissi ekki hver ég var. Þá var hún send suð- ur með sjúkrabíl og hún kom ekk- ert heim eftir það.“ Unnur Helga lést 14. ágúst 2002, fjórum mánuð- um eftir að hún greindist. „Á þess- um erfiðu tímum nutum við mik- illar góðvildar og samhugar sam- sveitunga okkar og fjölskyldu og ber að þakka það sérstaklega. Þetta hefur mótað okkur mikið. Trúlega höfum við í framhaldi af þessu of- verndað hana Þorgerði okkar. Ég veit það samt ekki. en þetta hefur ekki síður mótað hana og held ég gert hana að þeim sterka persónu- leika og einstaklingi sem hún er í dag,“ segir Guðrún um dóttur sína. „Ég get ekki annað sagt en að við erum afskaplega þakklát og stolt af henni Þorgerði okkar, afbragðsstolt af henni.“ Dugnaðarforkur Guðrún útskrifaðist úr bifröst með samvinnuskólapróf 1. maí 1980 og byrjaði strax að vinna. Hún réði sig sem ráðskonu og verslunar- stjóra á Vegamótum vestur á snæ- fellsnesi eftir útskrift en um haust- ið var haldið til Reykjavíkur. Þar lét Guðrún gamlan draum rætast þeg- ar hún skráði sig í söngskóla. „Ég ákvað að fara einn vetur til Reykja- víkur og læra klassískan söng. Ég flutti til Úrsúlu stóru systur sem bjó þá í Reykjavík, fékk vinnu hjá tollstjóranum og fór í söngskóla á kvöldin. Þetta var alvöru skóli með áheyrnaprufum og allt,“ útskýrir Guðrún. „Ég var sem sagt í þessu þennan vetur og lærði söng hjá Guðmundu elíasdóttur. Hún var mjög fræg kona og skemmtilegur kennari, víðförul og búin að upp- lifa margt um ævina. Þetta var ein- hverskonar draumur sem mig lang- aði að prófa og ég lét verða að því,“ bætir hún við. sumarið 1981 flutti Guðrún í borgarnes og þar hefur hún verið búsett síðan ásamt fjölskyldu sinni. Hún vann fyrst um sinn í kjöt- vinnslunni, svo á föstum vöktum í essó og loks á bílastöðinni í Kaup- félaginu þar sem hún reiknaði út flutning fyrir vörur og ýmislegt í þeim dúr. Því næst lá leiðin á sýslu- skrifstofuna þar sem Guðrún var í fullri vinnu í fjögur ár ásamt því að taka vaktir á essó á kvöldin og helg- ar áður en hún fór til starfa á skrif- stofu Vírnets í borgarnesi hjá Páli Guðbjartssyni, þáverandi fram- kvæmdastjóra Vírnets. „Rétt áður en ég byrja að vinna í Vírneti átta ég mig á að ég er ófrísk af Unni. Ég fór til Páls og spurði hvort hann vildi ennþá fá mig í vinnu þó svo ég væri ófrísk. Ég man alltaf eftir svarinu hans: „Ég hef aldrei ver- ið svona mótmæltur því að konur eigi börn og fjölskyldur.“ Auðvitað vildi hann mig í vinnu,“ segir Guð- rún þakklát en hún starfaði lengst í Vírneti eða í rúm 13 ár. „Þetta var dásamlegur tími í Vírneti, Páll var einstakur húsbóndi og samstarfs- fólkið allt alveg einstakt, ég get ekki annað sagt,“ bætir hún við. Alltaf liðið vel í sinni vinnu eftir 13 góð ár í Vírneti færði Guð- rún sig um set og hóf störf sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í borgarnesi og sinnti hún því starfi alveg þangað heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi voru sameinaðar undir einn hatt, og er í dag Heilbrigðis- stofnun Vesturlands. „Ég var stödd á skrifstofu Jóns Haralds í sjóvá út af tryggingun- um mínum einn daginn, eftir að ég hætti hjá heilsugæslunni. Hann var þá gjaldkeri golfklúbbsins og var eitthvað að vesenast með golfskál- ann og spyr hvort ég vilji ekki bara vera með skálann. Ég vissi ekk- ert hvað ég væri að fara út í en ég fékk hana erlu með mér í það æv- intýri.“ Þær stöllur voru með veit- inga- og gistirekstur í golfskálanum undir nafninu Hvíti bærinn áður en þær tóku svo við englendingavík og ráku veitingastaðinn edduver- öld. „Við hættum með edduveröld árið 2015. Það sumar sá ég auglýst starf á sýsluskrifstofunni. Ég sæki um það og fæ það starf. Að sumu leyti er starfið svipað og það sem ég hafði verið að gera fyrir 30 árum,“ segir Guðrún og hlær. „Í dag er ég fulltrúi Tryggingastofnunnar og líka gjaldkeri auk þess sem ég tek við umsóknum um vegabréf og allskonar sem fellur til. Þar hef ég verið síðan 2015. Mér líkar afsa- kaplega vel þar og líður mjög vel í minni vinnu. Mjög ánægð með mitt frábæra samstarfsfólk. Mér hefur reyndar alltaf liðið vel í þeim vinnum sem ég hef verið í,“ segir hún þakklát. „en allt sem þú tekst á í lífinu gerir þig að því sem þú ert og allt sem þú gerir gefur þér reynslu og mótar þig. Þetta er lífið,“ segir Guðrún að endingu. glh. Ljósm/ úr einkasafni. Systurnar Unnur Helga og Þorgerður Erla jólin 1991 í heimasaumuðum kjólum. Unnur og Þorgerður sumarið 2000. Systurnar Guðrún (með bangsann) og Hjördís fyrir framan fjósið í Hrísdal í kringum 1965.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.