Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 87

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 87
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 87 Grundarfjörður er ekki milljóna bær og ég geri mér ljósa grein fyrir því að ég þarf að útvíkka starfsemi mína, þar sem hér er einfaldlega ekki nægur markaður. svo nú er ég að æfa mig að gera video,“ segir hún hugsi og lyftir upp fjólublárri raf- rettu og spyr hvort blaðamanni sé sama. Honum er það, reykir sjálf- ur. svo Inga fær sér eitt sog. „Ég þarf að dreifa úr mér á alheimsnet- inu svo allir frétti og sjái hvað ég er að gera. Það er ekki hægt að gera uglubolla endalaust. Ég þarf því að verða meira svona alþjóðleg. en þetta er samt svo ólíkt vinnu lista- mannsins. Hann fær innblástur, vinnur úr frá því og fer af stað mitt í allri óreiðunni, eða ekki og skapar eitthvað. en í þessari markaðssetn- ingarvinnu, þarf allt að vera skipu- lagt, skref fyrir skref, ramma fyrir ramma. Það er sannarlega ögrandi, en ég mun ná því,“ og aftur er tek- ið eitt sog úr rettunni. „Ég er enn með nokkur gallerí úti í Noregi og er að senda þangað myndir, sem er að mörgu leyti gott, er kemur að al- heiminum. Við sjáum til hvert þetta leiðir.“ Hlutir á hold „Ég er aðeins með hluti á hold í augnablikinu,“ segir Inga íhugandi. „Ég þarf að komast inn í samfélagið hér, verða Grundfirðingur aft- ur. Hér á ég ættmenni, móður og systkini og langar til að finna mig í samfélaginu. Ég flutti heim vegna veikinda móður minnar. Ég missti pabba minn fyrir mörgum árum og vil ekki missa af því að vera hjá mömmu þegar hún er heilsulaus. Ég stokkaði allt upp í fyrirtækinu, losaði mig við flestar af mínum ver- aldlegu eigum og flutti. Ég vildi hins vegar halda kettinum. Þurfti að fá alls konar vottorð vegna þess, en svo kom í ljós að hann var veik- ur svo það varð að lóga honum. Ég hefði ekki trúað því hversu mik- il sorg fylgdi því.“ Hún sýgur ögn upp í nefið og heldur áfram. „Allt í einu átti ég ekkert, ekki einu sinni flugmiða heim. en í dag þá bý ég í Grundarfirði og búin að dreifa mér út um allan bæinn. Ég er með her- bergi hjá systur minni og mömmu. Ég fæ að vera með keramikkið uppi á lofti á verkstæði mágs míns og svo er listagalleríið hér á Hrannarstígn- um. Þannig að ég hef ekkert ákveð- ið hvar ég set mig niður hér í bæn- um, það verður að hafa sinn tíma. Þarf eiginlega að finna mér hús- næði þar sem ég get bæði búið og starfað. Listamaðurinn fær kannski hugmynd um miðja nótt, þá er gott að geta bara farið í vinnustofuna og unnið. en þetta kemur allt í ljós. Ég er því í lausu lofti ennþá. Vonandi rekur eitthvað gott á mínar fjörur,“ segir hún hugsi, stendur upp og fær sér einn smók úr rettunni. Fall er farar heill síðasta árið sitt í Noregi bjó Inga úti í sveit í stóru húsi, sem hún leigði ásamt dóttur sinni. Hún seg- ir það hafa verið dásamlegt að hafa geta búið og starfað á sama stað. en síðan vildi dóttirin flytja sig nær sínum vinnustað svo Inga sá ekki fram á að geta leigt þetta stóra hús ein, enda var móðir hennar orðin veik á þessum tíma svo hún varð að taka ákvörðun. Fram hefur komið að hún losaði sig við flestar verald- legar eigur sínar og keypti sér flug- miða til Íslands. en svo kom Co- vid og allt var breytt. „Allt í einu var ekkert flogið lengur frá Osló til Íslands, svo ég var föst þar. en gat fundið flug með engum fyrirvara frá Osló til London og þaðan átti ég svo að geta komist til Íslands. Það var allt sett á fullt og ég náði fluginu, fyrir einhverja lukku. en á flugvellinum í London var vesk- inu mínu stolið, sem mér finnst al- veg ótrúlegt. Það var enginn á þess- um flugvelli. Ég var að tala í sím- ann og snéri mér aðeins frá kerr- unni og viti menn, veskinu mínu er stolið sem innihélt alla peningana mína og vegabréfið. sem betur fer var ég með símann og hringdi í systur mína sem bjargaði mér um peninga til að komast heim. en ég var vegabréfslaus svo ég þurfti að ná í íslenska sendiráðið í London og þeir björguðu mér alveg. Ég gat ekki farið inn í borgina til að tala við þá, því ég átti enga peninga en þeir höfðu samband við flugvöllinn og sögðust samþykkja að ég færi í gegn. Guði sé lof. svo ég komst loksins heim og fór í fjórtán daga einangrun. Ég ákvað að þetta væri bara byrjun á einhverju góðu því að mínu viti er fjölskyldan gríðarlega mikilvæg og ég vil verða partur af henni aftur.“ Góðar móttökur Inga segir að móttökurnar hafi ver- ið mjög góðar í bænum. „Grundar- fjarðarbær bað mig um myndir sem prýða heimasíðu bæjarins nú á að- ventunni, sem er yndislegt. svo fékk ég einnig verkefni frá bóka- klúbbnum um að hanna og gera einskonar skilti. Í öllu þessu held ég að það skipti máli hvernig þú ert sjálfur. ef þú gefur af þér, eru mót- tökurnar í samræmi við það. Þetta er einnig útlistað í markaðsfræð- inni. Það er mikilvægt að gefa af sér því þá dregur þú að þér og með þér fólk sem hefur áhuga. Gefðu eitt- hvað sem veitir gleði og þú færð það endurgoldið. Þetta er nú ekk- ert flóknara en það.“ Ýmsar hugmyndir Það eru margar hugmyndir á lofti um hvernig megi nýta húsnæð- ið sem Inga hefur í dag undir list- sköpunina. Hún hefur rætt við eig- andann sem einnig er spenntur fyr- ir því að skoða eitthvað nýtt. „Það er frænka mín, Olga Aðalsteins- dóttir, sem á húsnæðið og rak áður kaffi emil hér í bænum. Nú dreym- ir okkur um að opna menningar- og listakaffi í þessu húsnæði. Þar væri listamaður jafnvel að störfum sem mörgum finnst gaman að horfa á og myndir til sölu. einnig væri möguleiki á að halda hér námskeið af ýmsum toga þegar kaffihúsið væri lokað. Þetta rými hér er alveg gráupplagt í svona starfsemi,“ segir Inga og horfir dreymandi í kring- um sig. „Það er hins vegar verra með keramikkið, það passar ekkert hér inn, en ég mun finna á því flöt, engin hætta á öðru. Þó ég hafi ætl- að að taka tíma í að hvíla mig, þá er hausinn alveg á fullu, eins og þú heyrir, sem í raun er bara skemmti- legt,“ og hún brosir prakkaralega. Skrímsli og jóladagatal Inga hefur komið víða við í list- sköpun sinni. Fyrir nokkru hann- aði hún skrímslabolla, sem leiddi til þess að hún fór að gera leikföng fyrir ketti. Upp úr því spruttu svo leikföng og eitthvað allskonar fyr- ir börn. Nú langar hana að koma þessu á bók með eigin teikningum en með texta frá einhverjum sem það getur. „Mér finnst þetta ótrú- lega spennandi sjálfri. Það er svo margt hægt að gera skemmtilegt ef ímyndunaraflið er virkjað. sjáðu fyrir þér hvernig Dust bunny eða rykhnoðra líður undir stól. Nafnið kemur til af því að kettirnir týndu heimatilbúna dótinu sem ég gerði undir sófa og þar fór það að safna ryki, hárspennum og einhverju fleiru sem hefur tilhneigingu til að enda þar. Rykhnoðrakríli gætu þá verið dót fyrir ketti og börn.“ Inga stendur upp og baðar út handleggj- unum í ákafa sínum við að útskýra þetta fyrir blaðamanni. Greinilegt er að þetta verkefni á hug hennar allan. Rokkarinn Það er farið að húma að og blaða- maður farinn að sýna á sér farar- snið. spyr þó um lokka í hári lista- mannsins sem eru með allt öðrum lit en hið gráa hár. Inga segir það vera leifar af dreadlocks sem hún hafi sett í hárið fyrir allnokkru. Nú sé hún að mestu gráhærð og líki vel við það. „Ég hef alltaf verið rokkari og inn við beinið mun ég alltaf vera það. en þegar einhver eldist sjálf- ur, breytist afstaðan til aldurs, það sama gerðist hjá mér. Því þarf rokk- arinn að aðlaga sig. Ég er að reyna að innleiða blandaða tækni í mynd- listinni og vil einnig gera það í eig- in lífi. Ég er því að breyta rokkar- anum í pastelrokkara með blóm í hárinu og blúndur í góðri blöndu við allt þetta svarta og rokkaða, sem ég hefði aldrei gert fyrir nokkrum árum. svo hlakka ég reyndar mjög til þess að sjá hvað þú getur gert úr þessu viðtali, sem hefur farið út um alla móa,“ segir Inga björnsdóttir brosandi að lokum. bgk Ýmis listaverk prýða veggi gallerísins. Ljósm. tfk. Hér gefur að líta fleiri myndir. Listamanninum er ýmislegt til lista lagt. Ljósm. tfk. Rykhnoðrar fengu nafn sitt af því að kettirnir týndu heimagerðu leikföngunum undir sófa eða stól. Ingu langar mjög að gera bók með þessum krílum, með teikningum og texta. Ljósm. úr einkasafni. Glatt á hjalla á námskeiði hjá Ingu Björnsdóttur. Ljósm. úr einkasafni. Listamenn fljúga stundum skýjum ofar, þá er gott að hafa góða fararskjóta. Ljósm. úr einkasafni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.