Skessuhorn - 16.12.2020, Page 96
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202096
Hundastapa hjónin, þau Ag-
nes Óskarsdóttir og Halldór Jón-
as Gunnlaugsson, hafa síðustu tvo
áratugi slegið til heljarinnar skötu-
veislu á heimili sínu. Ár hvert á Þor-
láksmessu opna þau heimili sitt fyr-
ir fjölskyldu og vinum, bjóða upp á
skötu, saltfisk, nýbakað rúgbrauð
og tilheyrandi meðlæti, sem allt er
heimagert, ásamt rjómatertu, kaffi,
konfekti og drykkjum. er þessi við-
burður þeirra hjóna merktur inn
á dagatalið strax í upphafi árs hjá
mörgum sem sækja þau heim á
Þorláksmessu ár hvert. blaðamað-
ur skessuhorns kíkti í heimsókn til
Agnesar og Dóra á Hundastapa fyr-
ir helgi, lykt af nýbökuðum pönnu-
kökum tók á móti blaðamanni þeg-
ar hann gekk í bæinn.
Vildi hitta Egilsættina
„Þessi skötuveisluhefð byrjaði í
borgarnesi,“ rifjar Agnes upp. „Þá
bjuggum við á Þorsteinsgötu 19
og þá kom Óli frændi þinn til okk-
ar,“ bætir Halldór við, eða Dóri
eins og hann er betur þekktur, en
þess má geta að undirrituð og Ag-
nes eru frænkur, báðar af egilsætt-
inni í borgarnesi. „Aðalatriðið var,
þegar við bjuggum á Þorsteins-
götunni í borgarnesi, að mamma
Dóra kom með jólagjafirnar að
vestan og afi og amma héðan úr
Hundastapa komu í borgarnes
á Þorláksmessu. Þegar við flutt-
um svo á Hundastapa, þá vildi ég
eiga í meiri samskiptum við eg-
ilsættina. Umgangurinn var orð-
inn svo lítill og var miklu meiri í
borgarnesi. Þannig að við settum
þetta af stað og buðum frændfólk-
inu að koma í sveitina,” bætir Ag-
nes enn fremur við en þau Dóri
tóku við búinu af Ólafi og Lóu, afa
og ömmu Agnesar. „Við byrjuðum
á því að þetta væri bara egilsætt-
in. Mér fannst svo gaman fyrir afa
að hitta systkini sín, það er nefni-
lega ekki oft sem þau öll hittast.
svo kom mamma Dóra að vestan.
Hægt og rólega óx þetta þannig að
við fórum alltaf að bjóða fleiri og
fleiri nágrönnum.“
Ólafur Páll Lind egilsson, afi
Agnesar, var elstur egilssystkina
en hann lést 2018. eftir eru 13
systkini sem flest búa í borgarnesi.
Gestafjöldinn stöðugur
Gestalistinn í skötuveisluna stækk-
aði með hverju árinu sem leið og
hættu Agnes og Dóri fljótt að bjóða
fólki formlega í Þorláksmessu her-
legheitin. „Við höfum alltaf haft
það þannig að við bjóðum engum
en allir eru velkomnir,“ útskýrir
Agnes. „Þeir þurfa bara að vilja vera
vinir okkar, það er eina skilyrðið,“
bætir Dóri við léttur í bragði. „Það
voru nefnilega sumir að kvarta um
að hafa ekki fengið boð, svo það var
miklu auðveldara að segja bara, við
bjóðum engum en allir velkomn-
ir. Ég held það hafi farið upp í 90
manns þegar mest hefur verið en
yfirleitt er 70-80 manns sem kemur
til okkar alla jafnan í skötuveislu,”
segir Agnes enn fremur.
Hjónin segja að síðustu ár
hafi gestafjöldinn verið nokkuð
stöðugur, í kringum 70 manns, en
það spili þó inn í hvort Þorláksmessa
lendir á virkum degi eða á helgi.
„ef þetta lendir á virkum degi, þá
eru svo margir að vinna. Við erum
nefnilega alltaf með skötuveisluna í
hádeginu. ef það er helgi þá koma
fleiri, sérstaklega ef Þorláksmessa
lendir á laugardegi,“ segir Dóri.
Ýmsar leiðir eru fyrir Agnesi og
Dóra að finna út hversu margir
mæta ár hvert. Þau hafa til dæmis
talið nöfnin í gestabókinni í lok
dags eða miðað við hversu mikil
skata er eftir, en áhugaverðast er að
fylgjast með brennivínsvísitölunni.
„Hún hefur mest verið fjórar
flöskur. Það var árið 2018,“ segir
Dóri glettnislega. „Ég er alltaf
með lítil staup í svuntuvasanum.
svo geng ég á milli og helli í staup
og passa að bjóða öllum. Ég man
einu sinni þegar pabbi þinn talaði
um að ég hafi drukkið of mikið
af brennivíni. Þá sagði hann að
ég hefði ekki vitað hvort gestir
væru að koma eða fara,“ segir
Dóri og hlær yfir athugasemdum
Hans egilssonar, frænda Agnesar
og pabba undirritaðar, eitt árið í
skötuveislu á Hundastapa.
„Bölvuð vitleysa“
Það er ástæða fyrir því að þau hjú-
in á Hundastapa hafa haldið skötu-
veisluna heima hjá sér ár hvert í
stað þess að færa hana til dæmis yfir
í félagsheimilið Lyngbrekku, ein-
ungis nokkra kílómetra frá bænum.
Fyrir einhverja væri þægilegri kost-
ur að nýta sér aðstæður félagsheim-
ilisins fyrir mannamót sem þessi.
„Það er enginn að koma fyrir mat-
inn, allavega ekkert af þessu yngra
fólki. Það er fyrst og fremst ver-
ið að mæta fyrir stemninguna, ég
er allavega undir þeirri trú. Vissu-
lega eru einhverjir gallharðir skötu-
menn í hópnum, en meirihlutinn
er það ekki,“ segir Dóri hugsi. „Ég
held að þetta myndi ekki vera eins
skemmtilegt og ef þú myndir koma
upp í Lyngbrekku. Það væri bara
allt öðruvísi bragur á skötuveisl-
unni. Þetta er náttúrlega bölvuð
vitleysa að vera að þessu. Við erum
að leggja út fleiri tugi þúsunda á ári
bara í þetta. en þetta er allt til að
hafa gaman,“ segir Agnes.
Þorláksmessuhefð
skötuveislan og undirbúningur-
inn sem henni fylgir er orðinn stór
partur af jólahefð fjölskyldunnar á
Hundastapa. „Við erum að stússast
í þessu nokkrum dögum áður. Þríf-
um húsið og hendum öllum hús-
gögnum upp á loft til að gera pláss
fyrir borð og stóla í stofunni og eld-
húsinu. Við fáum lánaða ýmsa hluti
í Lyngbrekku eins og borð, stóla og
diska,“ útskýrir Agnes. „svo fer auð-
vitað tími í að þrífa allt eftir þetta.
Þegar búið er að þrífa þá förum við
í fjósið og svo á Olís og fáum okkur
hamborgara í kvöldmat.“ en blaða-
maður veltir fyrir sér, er aldrei hugs-
að að nú sé þetta komið gott? „Nei,
mér finnst ég aldrei fá þessa tilfinn-
ingu. Þetta er hefð. eitthvað sem
við gerum. Hér eru allir slakir eft-
ir Þorláksmessu, það er ekkert sem
þarf að hafa áhyggju af, ef það má
orða það þannig. Það er ekki einu
sinni jólaboð hérna lengur svo stóri
dagurinn er Þorláksmessa,“ svar-
ar Agnes og Dóri bæti við. „ef það
koma einhverjar hugsanir að þessu
tagi, um að nú sé komið gott, þá er
það bara aðeins þarna um kvöldið
og runnið af manni strax daginn eft-
ir. Aðalatriðið er að hittast, það er
svo skemmtilegt.“
Prófa sig áfram með
skötuna
Agnes segist byrja klukkan átta að
morgni Þorláksmessu að sjóða kart-
öflur og græjar rjómatertuna ef hún
er á boðstólnum, þá er hún bökuð
um morguninn. „Við erum alltaf að
prófa eitthvað nýtt til að vera sem
skilvirkust í eldhúsinu, það er nefni-
lega ekkert svakalega stórt. Við erum
því alltaf að finna betri leiðir til að
elda tilbúna skötu ofan í mannskap-
inn á einu bretti. ef við erum ekki
skipulögð, þá sitjum við eftir með
hálfan pott af skötu,“ segir Agnes en
þau kaupa yfirleitt 20-25 kg af skötu
og 15 kg af saltfiski. „einu sinni
prufuðum við að „sous vide“ sköt-
una í mjólkurfötu. Þá vakúmpökk-
uðum við skötunni og hægelduðum
hana þannig. Það árið var hún allt-
of sterk og karlarnir ekki alveg sáttir
með það. skatan brann niður, meira
en venjulega,“ segir Dóri.
Skötuveislan í höndum
stjórnvalda
Allt lítur út fyrir að annað verð-
ur upp á teningnum í ár á Þorláks-
messu. Vegna takmarkana verður
erfitt fyrir Agnesi og Dóra að bjóða
heim í skötuveislu. „Það kom upp
hugmynd um að halda skötuveislu
hvern laugardag í desember fram
að jólum til að dreifa gestunum, en
okkur leist ekki nógu vel á það. Við
vitum ekki hvernig þetta verður í ár
og í rauninni höfum við ekki tek-
ið ákvörðun enn. Við gætum hæg-
lega hent í skötuveislu með stutt-
um fyrirvara. ef það kemur grænt
ljós frá stjórnvöldum þá hjólum við í
þetta en veislan veltur svolítið á ein-
mitt stjórnvöldunum,“ segir Agnes.
„Ætli við tökum ekki bara börger-
inn núna í hádeginu,“ bætir Dóri við
að endingu, ekkert sérlega spenntur
við tilhugsuninni.
glh. Ljósm/ úr einkasafni.Stemningin í skötveislu á Hundastapa 2019.
Engum boðið en allir velkomnir
Hjónin á Hundastapa halda heljarinnar Skötuveislu ár hvert á Þorláksmessu
Hjónin á Hundastapa, Agnes og Halldór. Ljósm. glh.
Dóri á brennivínsvaktinni í
skötuveislunni 2018.
Agnes vaktar skötupottinn.