Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 101

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 101
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 101 1979 og var bæjarblaðið þá gefið út einu sinni í mánuði fyrst um sinn. Prentbær hætti svo starfsemi árið 1981. Það voru ýmsar utanaðkom- andi ástæður fyrir því að við hætt- um starfsemi en reksturinn gekk þokkalega og við seldum vélarnar og komumst ágætlega frá þessum rekstri. Þrátt fyrir þetta hélt útgáfa bæjarblaðsins áfram.“ Haraldur fór í fyrstu að vinna við timbursölu hjá Trésmiðjunni Akri en síðan fór hann til starfa í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga en hélt áfram að vinna við ritstjórn bæjarblaðsins á kvöldin og um helgar. Þá var hann einnig um tíma fréttaritari Dagblaðsins á Akranesi. sigþór eiríksson var með honum áfram í bæjarblaðsútgáfunni auk þess að skrifa alltaf eitthvað. svo kom að því um 1983 að Har- aldur fór í fullt starf við ritstjórn bæjarblaðsins sem eftir það kom út aðra hverja viku. „Ritstjórnarskrif- stofan var í fyrstu á Kirkjubraut 9, húsinu bæ, sem þá var í eigu Kaup- félags borgfirðinga. Þar var hún í um tvö ár en þá var ákveðið að bær skyldi rifinn og bæjarblaðið flutti á skólabraut 21 og var þar uppi á annarri hæð. „Þegar offsetprentun- inn kom til þá braut ég blaðið um sjálfur á ljósaborði og hafði litla offsetmyndavél, svokallaðan repro- master til að rasta ljósmyndirnar fyrir prentun. Auk þess komum við okkur upp myrkraherbergi til fram- köllunar fyrir ljósmyndir. Um tíma var blaðið prentað í Reykjavík og uppsettar síðurnar því sendar suður með Akraborg og með henni komu svo blaðapakkarnir tilbúnir til baka. síðan tók Prentverk Akraness við prentuninni og tölvusetningu en ég sá áfram um umbrotið. Það voru nokkrir góðir ljósmyndarar hjá blaðinu eins og Dúi Landmark, sigurbjörn Guðmundsson, Magn- ús Gunnlaugsson og Gylfi sigurðs- son. Þá kom sigurður sverrisson til liðs við blaðið um tíma og útgáfan var öflug.“ Naut velvilja „Þetta var skemmtilegur tími með bæjarblaðið. Meðan blaðið var í blýprentun í fyrstu var meirihátt- ar mál að hafa myndir í blaðinu því gera þurfti myndamót eða klisjur, eins og þau voru kölluð, fyrir hverja mynd. Myndirnar þurfti að senda til myndamótagerðar í Reykjavík og þar eins og alltaf kom Akraborgin að góðum notum með sínar fimm ferðir á dag. Þetta breytist þegar farið var að offsetprenta blaðið og þá gátu verið ferskar fréttamyndir og það margar. Litprentun á mynd- um var hins vegar ekki í boði á þessum árum. blaðið var ekki selt í áskrift nema utanbæjar og öll sala á Akranesi var í lausasölu. Þar höfð- um við öflugan hóp blaðsölubarna sem mættu samviskusamlega þegar blaðið kom út og seldu í sínu hverfi. Þetta var tryggur hópur sem minn- ist þessa tíma enn. Við áttum líka okkar tryggu viðskiptavini í hópi verslana og þjónustufyrirtækja á Akranesi sem auglýstu reglulega í blaðinu og gerðu það vegna þess að góð viðbrögð voru við auglýsing- unum. svo voru fleiri kaupmenn og fólk með þjónustustarfsemi sem þurftu kannski ekki að auglýsa sig en setti inn auglýsingar eða kveðjur til að styrkja útgáfu blaðs í heima- byggð.“ Haldið austur sumarið 1986 fékk Halli boð um að gerast ritstjóri vikublaðsins Austur- lands í Neskaupstað. Við bæjar- blaðinu á Akranesi tók þá birgir einarsson, sem var kennari á Akra- nesi. Hann gaf blaðið út um ein- hvern tíma en svo lognaðist það út af og sögu bæjarblaðsins lauk þar með. blaðið Austurland var stofn- að árið 1951 og var því elsta starf- andi héraðsfréttablað á landinu, sem kom reglulega út, en fyrsti rit- sjóri þess var bjarni Þórðarson bæj- arstjóri í Neskaupstað og stýrði hann blaðinu nánast til dauðadags árið 1982. „Hlutverk mitt var að breyta blaðinu úr pólitísku blaði í frétta- blað en blaðið var málgagn útgef- andans, sem var Alþýðubandalagið á Austurlandi. Það gekk mjög vel að breyta Austurlandi úr fjögurra síðna flokkspólitísku blaði í átta síðna fréttablað þótt auðvitað hafi eigendur fengið sitt pláss í leiður- um og greinum. blaðið var prent- að á staðnum í Nesprenti, sem þá var ein tæknivæddasta litla prent- smiðjan á landinu. blaðið var brot- ið um í setningartölvu og offset- prentað. Fljótlega fór ég að skrifa allan texta á PC tölvu og vista á diskettu. Með hana labbaði ég svo upp í prentsmiðju og með layo- ut af blaðinu undir hendinni. Þar tóku þeir bræður, Guðmundur og Hlöðver smári Haraldssynir, við textanum, keyrðu hann í gegnum setningartölvu og brutu um eftir layouti mínu og Þórarinn smári prentari lauk svo verkinu. Þannig var þetta allt unnið nánast á sama blettinum.“ Á öldur ljósvakans Haustið 1987 tók svæðisútvarp RÚV á Austurlandi til starfa á eg- ilstöðum, annað í röðinni af svæð- isútvörpum Ríkisútvarpsins, en nokkrum árum áður hafði svæðis- útvarp Norðurlands á Akureyri tek- ið til starfa og síðar varð til svæðis- útvarp á Ísafirði fyrir Vestfirði og á selfossi fyrir suðurland. „Það at- vikaðist þannig að Inga Rósa Þórð- ardóttir svæðisstjóri RÚV á Aust- urlandi bað mig í febrúar 1988 að aðstoða sig við þáttagerð á svæð- isútvarpinu. Úr varð að ég var tvo daga í viku á svæðisútvarpinu á eg- ilsstöðum við svæðisbundnu út- sendingarnar en ritstýrði áfram blaðinu Austurlandi. Það var svo seinni hluta árs 1990 sem ég fór í fullt starf hjá svæðisútvarpi RÚV og flutti upp á Hérað. Umsvif út- varpsins fyrir austan jukust og út- sendingum fjölgaði í 3-4 á viku og við komum í auknum mæli með fréttir og fréttatengda þætti inn í aðalfréttatíma útvarps. Árið 1999 tók svo Jóhann Hauksson frétta- maður við af Ingu Rósu og þá var sjónvarpsfréttum bætt við en frétta- stofur sjónvarps og útvarps voru aðskildar á þessum árum og við Jó- hann urðum fyrstu fréttamennirn- ir til að vinna fyrir báðar fréttastof- ur samhliða. Umsvifin jukust mikið hjá svæðisstöðinni á Austurlandi á þessum árum, ekki síst meðan fram- kvæmdir við álver og virkjun stóðu yfir og voru fjórir fréttamenn auk myndatökumanns og hljóðmanns að störfum við svæðisstöðina þegar mest var. Auk þess sem auglýsinga- sölumaður starfaði þar.“ Auðlind Á tíma sínum hjá Ríkisútvarpinu kom Halli mikið að fréttum um sjávarútvegsmál. „Þannig var að Gissur heitinn sigurðsson frétta- maður kom árið 1989 í afleysingar í svæðisútvarpið fyrir austan. Þegar þangað kom sá hann hversu mikið af sjávarútvegsfréttum varð til þar og þá kom hugmyndin að sérstök- um þætti um sjávarútvegsmál og úr varð 10 mínútna þáttur, Auðlindin, sem sendur var út á Rás 1 í hádeg- inu milli veðurfregna og dánartil- kynninga. Ég var alltaf með reglu- leg innslög í Auðlindina framan af en svo kom að því að ég fór að leysa umsjónarmennina af og senda þátt- inn beint út frá egilssöðum. svo var það, að mig minnir árið 2000, að Hermann heitinn sveinbjörnsson fréttamaður veiktist af krabbameini sem síðan varð hans banamein og þeir Jóhann Hauksson svæðisstjóri RÚV á Austurlandi og Kári Jón- asson fréttastjóri RÚV urðu ásátt- ir um að Auðlindin yrði gerð út frá Austurlandi og fréttamenn syðra, ásamt fréttariturum um land allt og í útlöndum, kæmu með innslög í þáttinn. Ég sá þannig um þenn- an þátt allt þar til hann var lagður niður undir yfirskyni sparnaðar um fjórum árum síðar.“ Halli segir að þættirnir um Auð- lindina hafi verið mjög vinsælir og fengið mikla hlustun meðal áhuga- fólks um sjávarútveg og hjá sjó- mönnum. „Mér var sagt að það væri nánast helgistund í borðsal margra fiskiskipa þegar hlustað var í beinu framhaldi á fréttir, veður og Auð- lindina í hádeginu. Þetta var fastur liður hjá þeim. Við, sem stóðum að þáttunum, fengum gagnrýni m.a. frá LÍÚ um að við værum að hleypa inn í þættina ýmsum smáútgerðar- mönnum og fleiri sjónarmiðum en voru stórútgerðinni að skapi. Fréttastjórunum Kára Jónassyni og boga Ágústssyni hafði báðum ver- ið umhugað um þennan þátt og þá tengingu sem fréttastofan fékk við sjávarútveginn með honum. Nú voru þeir báðir hættir sem frétta- stjórar og úr varð að þættirnir voru teknir af dagskrá.“ Ruddu braut með vinnslu efnis Halli kom einnig að annarri dag- skrárgerð á Rás 1 auk innslaga á Rás 2. Þátturinn Laufskálinn var t.d. unninn á svæðisstöðvunum til skiptis og sendur út vikulega á Rás eitt á þessum tíma. „Þetta voru við- talsþættir við fólk í landshlutunum og sá ég oftast um þættina að austan en framan af var Inga Rósa Þórð- ardóttir með þá. Þeir skipta tugum viðmælendur mínir í þessum þátt- um frá níunda og tíunda áratug síð- ustu aldar. Verst er hve svona við- talsefni hefur varðveist illa hjá RÚV og því hafa miklar heimildir glatast. Þetta var allt tekið upp á stórar seg- ulbandsspólur og á meðan enginn möguleiki var til að geyma þetta í öðru formi þá var tekið yfir mik- ið af þessu efni til að nýta spólurn- ar. Þannig er ekki nema lítill hluti þessara Laufskálaþátta varðveitt- ur á safnadeild og helst þá eftir að farið var að taka stafrænt upp en við á svæðusútvarpinu á Austur- landi vorum brautryðjendur í staf- rænum upptökum á útvarpsefni. Þau Inga Rósa Þórðardóttir heit- in og Guðmundur steingrímsson maður hennar, sem var tæknimaður svæðisútvarps framan af, voru mik- ið áhugafólk um tölvutæknina og það varð til þess að við fengum til okkar hljóðupptökuforrit, sem kall- aðist Cool edit, í tölvurnar eystra. Í fyrstu var ákveðin tregða og jafnvel andstaða við það í höfuðstöðvunum í efstaleitinu að fréttamenn færu að taka upp fréttaefni sjálfir og klippa til í tölvum en við byrjuðum á því svona 1994-95. Þetta gjörbreytti öllu og var bæði fljótlegra og spar- aði mannskap. Við vorum búin að taka upp allt fréttaefni fyrir út- varp stafrænt og klippa sjálf í mörg ár áður en farið var að gera þetta í efstaleitinu.“ Hlustendur voru ekki sáttir svæðisútvarpið á Austurlandi var lagt niður árið 2009 og í dag eru engar svæðisútsendingar á land- inu. „Ég hafði hætt störfum hjá RÚV þremur árum áður en var afar ósáttur með þessa aðgerð RÚV og fannst hún óskiljanleg ekki síst þar sem þetta var sagt gert í sparnaðar- skyni. staðreyndin er hins vegar sú að svæðisbundnu útsendingarnar stóðu alltaf undir sér með sölu aug- lýsinga úr heimabyggð. Ég tel að hlustendur á landinu öllu hafi ver- ið ósáttir með þessa ákvörðun. Þeir sem stjórnuðu svæðisútvörpunum í sínum landshlutum og starfsmenn þeirra lögðu mikinn metnað í störf- in sín og mikil uppbygging hafði verið unnin á stöðvunum. Það er t.d. mikið lagt upp úr svæðisútvarpi á hinum Norðurlöndunum og þeg- ar tæknin er til staðar eins og í dag, veftengingar og ljósleiðarar og auð- velt og fljótlegt er að koma efni á milli staða, er þessi ákvörðun enn undarlegri. RÚV seldi síðan árið 2010 húsnæðið sem það átti und- ir starfsemi sína á egilsstöðum en leigir svo hluta þess aftur í dag fyrir fréttamann sinn fyrir austan.“ Með viðkomu á Akureyri eftir tuttugu ár á Austurlandi flutti Haraldur til Akureyrar og hóf störf þar hjá braga bergmann í fyrirtæki hans, Fremri ehf, sem meðal annars vann við að ganga frá margs kon- ar útgáfu fyrir fjármálafyrirtæki til prentunar auk þess að hafa umsjón með útgáfu fyrir fyrirtæki og félaga- Á leið í efnisöflun fyrir RÚV á Austurlandi. Myndin er tekin við fyrsta húsnæði RÚV á Egilsstöðum, sem var í kjallara sím- stöðvarinnar. Haraldur hefur nokkrum sinnum verið með þátt í hinu árlega Útvarpi Akraness. Hér ræðir hann við Skagamanninn Kjartan Trausta Sigurðsson. Við upptökur á þáttunum Vafrað um Vesturland í verksmiðju Elkem á Grundar- tanga. Hér er Haraldur á spjalli við Smára Njálsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.