Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 106

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 106
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020106 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Þegar nýtt ár gengur í garð djarf- ar fyrir lokum heimfaraldursins. Hann hefur leikið flest ef ekki öll lönd ýmist illa eða fremur grátt. Mannfall vegna Covid-sýking- ar, mikið álag á heilbrigðiskerf- ið og alvarleg vandkvæði í efna- hagslífinu, lita næstum allt árið 2020. Hér á landi hefur faraldur- inn tekið mikið á samfélag og ein- staklinga. Má gera ráð fyrir, að þrátt fyrir að ferðaþjónustan, ýms- ir aðrir atvinnuvegir og innri stoð- ir samfélagsins sýni veruleg bata- merki, að allnokkur ár þurfi til úr- bóta í samfélaginu og til endur- greiðslu fjármuna sem vörðu fólk eins og unnt var, þegar á heildina er litið. Ég tel að bærilega hafi til tekist og stjórnvöld axlað ábyrgð- ina sína. Lengst af með réttri vá- stjórnun frá einni viku til annarrar, en þegar leið á með því að leggja línur um framhaldið eftir að veiran hefur beðið ósigur fyrir hugviti og vísindum. Hver bólusetning er sig- ur í sjálfu sér en um leið áminning um mátt náttúrunnar og nauðsyn þess að lifa og starfa sem sjálfbær hluti hennar án þess að telja sig yfir hana hafin - eða í rétti til að gera sér hana undirgefna. eitt sinn var það talið hlutverk mannsins. stjórnmál lituðu Covid-tímana eins og öll önnur tímabil stórra atburða í sögu okkar. samstarf þriggja ólíkra flokka hefur leitt til margs konar umbóta og kostað, ef þannig má komast að orði, marg- ar og flóknar málamiðlanir. Það er kjarni samsteypustjórnlistar sem er okkur búin kjörtímabil fram af kjörtímabili. Innviðir hafa styrkst, velferðarkerfið eflst og jafnrétti aukist. engu að síður þarf enn að bæta kjör nokkurra hópa sem þurfa á sem mestri samfélagsaðstoð að halda. Við þurfum líka að raungera æ betur góða stefnumörkun í mála- flokkum eins og orkumálum, orku- skiptum, nýsköpun, ferðaþjónustu, frumatvinnuvegum, menntamálum og heilbrigðismálum - endurskoða og fylgja aðgerðaáætlunum í lofts- lagsmálum og umhverfisvernd. Það eru frumskilyrði þess að við náum að búa við sjálfbært hringrásar- hagkerfi með þátttöku almennings í lipru lýðræði og með upplýstum ákvörðunum. sameining sveitarfé- laga, bætt úrgangsmeðferð, styrkari fjárstuðningur ríkisins og auðlinda- eða umhverfisstefna sveitarfélaga eru allt teikn um félagslegar og grænar framfarir sem ber að fagna. Hlutverk sveitarfélaga er ítrekað með stofnun og rekstri hálendis- þjóðgarðs. Þar eru þau með meiri- hluta í þeim umdæmisráðum sem semja verndar- og nýtingaráætlanir fyrir sína landshluta inni á öræfum. Þau geta tryggt hefðbundnar nytjar og ýmsa atvinnustarfsemi, að frjáls en þó skipulögð för verði áfram al- menningi og ferðamönnum heim- il - og allt þetta fari fram með um- hverfisvernd og sjálfbærni að leiðar- ljósi. Aðrar náttúrunytjar geta farið fram samkvæmt landsáætlunum, landsskipulagi og öðrum lögum og reglum sem samkomulag næst um í samfélaginu og á Alþingi. Friðuð svæði og þjóðgarðar eru ríkar auð- lindir sem unnt er að nytja í bland við aðrar auðlindir. Þess vegna er sérhvert skref í þessum efnum sam- félaginu mikils virði. Ég sendi öllum lesendum góðar kveðjur í tilefni desemberhátíðanna og óska þeim og þeirra fólki far- sældar á nýju ári. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Í grein sem bar heitið sjúddirarí – rei, sem oddviti Framsóknarflokks- ins í borgarbyggð birti í skessu- horni, tekst henni að tala sjálfa sig í heilhring. Hún gagnrýnir harðlega að farið sé í framkvæmdir en legg- ur í sömu grein til að stórum fram- kvæmdum sé forgangsraðað fyrr. Skuldir sveitasjóðs hækka um 30 milljónir á tímabilinu 2022-2024 eða 0,01% Kostnaður við fræðslumál er gagn- rýndur að hann sé of hár sem hlut- fall af skatttekjum án þess þó að geta þess að tekjur hafa lækkað eða staðið í stað á sama tíma og laun hafa hækkað. Talað er um að með því að taka lán fyrir framkvæmd- um sé von á snjóhengju skulda hjá sveitarfélaginu eftir tvö ár þegar ljóst er að á árunum 22-24 er gert ráð fyrir skuldabyrði sveitarfélags- ins aukist um einungis 30 milljón- ir eða 0,01% þar sem á sama tíma verða greiddar niður skuldir um 871 milljónir. Áfram er gert ráð fyrir stórum afborgunum á lánum á árunum á eftir sem lækkar greiðslu- byrði. skuldahlutfall er langt undir viðmiðum eftirlistnefndar og vaxta- kjör einstaklega hagstæð. Auk þess sem virðisaukaskattur af vinnu fæst endurgreiddur á árinu 2021. Það má því í raun segja að það væri ákveðið ábyrgðarleysi að halda ekki áfram að fjárfesta þó svo það krefj- ist lántöku. Álagning fasteignaskatts óbreytt sú fjárhagsáætlun sem nú var sam- þykkt fyrir árið 2021 krefst þess ekki að álagning fasteignaskatta verði aukin, áfram verður fjárfest í mikilvægum innviðum, reksturinn verður rýndur og aðlagaður breytt- um veruleika en Covid 19 hefur haft mikil áhrif á reksturinn þó svo að Framsókn í borgarbyggð haldi því fram að borgarbyggð sé eina sveitarfélagið sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum af heimsfaraldrinum. Börn og starfsfólk í heilnæmt húsnæði eða hreppapólitík Í umræddri grein er farið fögrum orðum um nauðsyn þess að börn og ungmenni í sveitarfélaginu fái að eflast og þroskast í öflugu félags- legu umhverfi með bestu aðstöðu til tómstunda og heilsueflingar. Að okkur beri skylda til að tryggja að allt skólahúsnæði verði eins gott og kostur er en á sama tíma fjargviðrast yfir því að útbúa eigi sparkvöll við Kleppjárnsreyki þar sem nú hefur risið leikskóli og framundan nauð- synlegar endurbætur á skólahús- næði. Þarna erum við þó sammála. en svo er talað um hreppapólitík en með því að ýja að því að full- trúar í sveitarstjórn séu eingöngu að gæta hagsmuna nágranna sinna er einmitt verið að gera tilraun til draga umræðuna á slíkt plan. All- ar þær greiningar sem gerðar hafa verið á skólahús- næði styðja það að nauðsynlegt sé að fara í miklar endurbætur á húsnæðinu á Klepp- járnsreykjum vegna rakavandamála og mikils skorts á viðhaldi og alveg ljóst að þar verður framtíðarsvæði skóla. sveitarfélagið borgarbyggð hefur á undanförnum árum verið vel rek- ið og verður það áfram, þrátt fyr- ir tímabundnar áskoranir. Mögu- leikar til vaxtar eru miklir og nauð- synlegt að þær innviðaskuldir sem höfðu safnast upp verði greiddar. Meirihluti sveitarstjórnar í borgar- byggð lagði á það áherslu í sínum samstarfssamningi að bæta aðstöðu nemenda og starfsfólks skóla, við það verður staðið. en það verður líka hafin vinna við heildarhönn- un á íþróttasvæðinu í borgarnesi þar sem gert verður ráð fyrir nýjum íþróttamannvirkjum og eru áætl- aðar í það 96 milljónir króna strax á árinu 2022, fyrr en nokkur hefði þorað að vona. Vandséð er að hægt hefði verið að byrja fyrr á því verk- efni þar sem undirbúa þarf bygg- ingarsvæðið og leysa ýmis hönnun- armál. Það er full ástæða til að vera bjartsýnn á að áfram verði hægt að efla borgarbyggð sem sveitarfélag og bæta búsetuskilyrði í öllu sveit- arfélaginu. Magnús Smári Snorrason Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Borgarbyggð. Umhverfisráðherra mælti í vikunni sem leið fyrir frumvarpi um stofn- un hálendisþjóðgarðs. strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfs- flokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitar- félögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrirhugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og félagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en and- staða samstarfsflokka VG í ríkis- stjórn er meiri en reiknað var með. Formaður Framsóknarflokksins birti runu fyrirvara sem minnti helst á það þegar flokkurinn var forðum til í aðild að evrópusambandinu, að því gefnu að evrópusambandið að- lagaði sig Íslandi en ekki öfugt, úr því varð auðvitað ekki neitt. Þessir fyrirvarar voru settir fram nokkrum dögum eftir að þingmenn og ráð- herrar sama Framsóknarflokks af- greiddu málið í gegnum ríkisstjórn og eigin þingflokk. Á sama tíma hafa þingmenn sjálfstæðisflokksins allt á hornum sér hvað hugmyndina varðar, ný- búnir að samþykkja í eigin þing- flokki að málið gangi til þinglegrar meðferðar. Vafalaust í trausti þess að Miðflokkurinn spyrni kröftug- lega við fótum. stuttur pistill sem þessi býður ekki upp á djúpa greiningu efn- isatriða í máli sem þessu, en það verður að draga fram kjarnarök- stuðninginn í málinu öllu, það er að þarna verði til sTÆRsTI þjóð- garður í evrópu og að með stofn- un hans náist fram sjálfstæð ímynd- ar- og markaðsleg markmið. Þessi nálgun er ættuð frá Texas, þar sem allt er „stærst og best“. Hamborg- ararnir eru svo stórir að þú getur ekki borðað þá, kók glösin eru svo stór að þú getur ekki haldið á þeim, allt er „stærra en lífið“. Ég er ekki viss um að það séu skilaboðin sem haganlegt sé að setja fram gagn- vart þeirri stórkostlegu náttúru og á köflum viðkvæmu, sem við eigum á hálendinu. Málið er ótímabært og þeirrar gerðar að alls ekki er skynsamlegt að ana að ákvörðun. Í öllu falli er ótækt, líkt og umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt, að afgreiða málið án þess að rammaáætlun um orku- nýtingu hafi komið til meðferðar Alþingis og verið afgreidd. sjálf- ur mun ég áfram tilheyra hinum „örlitla grenjandi minnihluta“ eins og steingrímur J. sigfússon kýs að kalla þá sem hafa efasemdir um að leggja 30% landsins undir svokall- aðan hálendisþjóðgarð. Bergþór Ólason Höf. er þingmaður fyrir Miðflokk- inn í Norðvesturkjördæmi. Prestarnir þrír hafa slegið alger- lega í gegn með myndbandi sem gert var fyrir verkefnið Aðventu- dagatal Akraness – „skaginn syng- ur inn jólin.“ Myndbandið birtist á Facebook síðu verkefnisins auk þess sem það birtist á Youtube. Í myndbandinu flytja sérarnir Jón- ína Ólafsdóttir, Þóra björg sig- urðardóttir og Þráinn Haraldsson, sóknarprestar í Garða- og saurbæj- arprestakalli lagið „beðið eftir Jes- úsi“ eftir baggalút. Myndbandið var fyrst birt 11. desember og hef- ur þegar þetta er ritað á mánudegi, verið deilt 240 sinnum, rúmlega 27.000 hafa horft á það og „like-in“ eru orðin rúmlega 7.300. Athuga- semdir hafa verið mjög jákvæð- ar við flutning þeirra á laginu og meðal annars hafa verið dæmi um yfirlýsingar frá fólki sem sagst hef- ur vilja flytja á Akranes eftir að hafa séð og heyrt lagið. Það eru Hlédís sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson sem standa að verkefninu „skaginn syngur inn jólin.“ Um er að ræða tuttugu og fjögur söngatriði sem flutt eru af Akurnesingum nær og fjær. einn gluggi er opnaður alla morgna frá 1. til 24. desember og eins og í öðr- um jóladagatölum hvílir leynd yfir því hvað birtist í gluggunum þar til þeir eru opnaðir. frg Prestarnir þrír slá í gegn Hálendisþjóð- garður vinstri grænna? Orð í tilefni jóla og nýs árs Talað í hringi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.