Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 107

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 107
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 107 Pennagrein Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærð- ur um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði. Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum ver- ið að vinna, horfi ég til baka stolt- ur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum bar- áttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni. Aukinn kraftur í húsnæð- ismál á landsbyggðinni Í byrjun september var frumvarp mitt um hlutdeildarlán samþykkt en þar erum við að stíga myndar- legt skref til þess að aðstoða ungt fólk og tekjulága inn á fasteigna- markaðinn. Hlutdeildarlánin munu hafa mikil og jákvæð áhrif á fast- eignamarkað á landsbyggðinni sem hefur víða verið nálægt frost- marki undanfarna áratugi, en eitt að markmiðunum með þeim er að styrkja það kallað hefur verið köld markaðssvæði. Þá er gaman að sjá kraftinn í framkvæmdum víða um land sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum, sérstöku byggð- arframlagi og lánum frá HMs, að- gerðir sem samþykktar voru í fyrra. Mér telst til að alls séu 89 íbúðir í byggingu eða undirbúningi víða um land þar sem byggingaraðilar nýta sér þessi úrræði, má þar nefna 12 íbúðir á Húsavík, 10 íbúðir í bol- ungarvík, átta íbúðir á Vopnafirði og fjórar á borgarfirði eystri. Sérstakur styrkur til barnshafandi ein- staklinga sem búa fjarri þjónustu Annað stórt mál sem ég er stoltur af eru ný lög um fæðingarorlof en samkvæmt nýju lögunum er fæð- ingarorlofið lengt í 12 mánuði, en lögin taka gildi 1. janúar 2021. sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en for- eldrum verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli, og því getur annað foreldrið tekið fæðingaror- lof í sjö mánuði en hitt í fimm. Ég er mjög ánægður með aukin rétt- indi fyrir fólk á landsbyggðinni sem býr oftar en ekki fjarri þjónustunni og þarf oft að dvelja fjarri heimili sínu, fyrir áætlaðan fæðingardag, í tengslum við nauðsynlega þjón- ustu vegna fæðingar barnsins. Með nýju lögunum komum við til móts við þessa hópa og barnshafandi for- eldri verður veittur sérstakur styrk- ur vegna skerts aðgengis að fæð- ingarþjónustu í þeim tilvikum þeg- ar það þarf að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu. Breyting í þágu barna síðast en ekki síst er ég gríðar- lega stoltur af þremur frumvörp- um sem ég hef lagt fram á Alþingi og miða að því að breyta kerfinu okkar í þágu barna. Allt frá því ég tók við ráðherraembætti hefur for- gangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Í víð- tæku samráði og samstarfi fjöl- margra aðila, leikinna, lærðra, inn- an þings og utan, hefur verið unn- ið að því í hartnær þrjú ár að smíða undirstöður undir kerfi sem trygg- ir að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa. Verkefnið er risa- vaxið og felur sennilega í sér ein- hverjar mestu breytingar sem gerð- ar hafa verið á umhverfi barna á Ís- landi í áratugi. Að lokum óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári og vona að þið njótið hátíð- anna með ykkar nánustu. Ásmundur Einar Daðason Höf. er félags- og barnamálaráð- herra og þingmaður Framsóknar- flokks í NV kjördæmi. Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur allt- af verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því ein- hver tærleiki og fegurð barnæskunn- ar og barnatrúarinnar. Aðventan er venjulega líflegur tími hjá okkur flestum. Vinir og fjöl- skyldur hittast og gera sér glaðan dag og á flestum vinnustöðum er hefð fyrir einhvers konar jólagleði. Árið í ár verður frábrugðið því sem við eig- um að venjast vegna baráttunnar við veiruna. Þær skorður sem veiran set- ur okkur varðandi félagslíf eru vissu- lega íþyngjandi en eru nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu fólks. Viðbúin bjartari dögum Það er hins vegar ekki aðeins félagslíf okkar sem breytist því fjöl- margir, fólk og fyrirtæki, hafa orð- ið fyrir alvarlegu höggi vegna veir- unnar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við því með fjölmörgum aðgerðum til að skapa viðspyrnu fyrir Ísland. Ríkissjóður stóð vel vegna ábyrgr- ar stjórnunar síðustu ár og getur því betur tekið á sig auknar byrð- ar tímabundið með skuldsetningu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem síðast voru kynntar eiga að stuðla að öflugri viðspyrnu þegar heim- urinn opnast að nýju. Hlutabóta- leiðin verður framlengd til sum- ars, atvinnuleysisbætur hækkað- ar, boðið upp á fleiri félagsleg úr- ræði og boðið upp á sérstaka við- spyrnustyrki sem hafa það að mark- miði að þekkingin hverfi ekki úr fyrirtækjunum með uppsögn lykil- starfsfólks, að fyrirtækin verði ekki lömuð þegar við loks lítum bjartari daga. sérstökum ívilnunum verð- ur einnig beitt til að auka kraft og fjárfestingu í einkageiranum sem er nauðsynlegt til að skapa störf og auka verðmætasköpun í samfé- laginu. Þessar aðgerðir ríma við það sem ég sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra: Verkefni okkar í stjórnmálunum næstu mánuði væri skýrt: atvinna, atvinna, atvinna. Við þurfum að vernda störf og skapa störf. Þar erum við í Framsókn á heimavelli því saga okkar er sam- ofin atvinnuuppbyggingu landsins. Það er í kjarna flokksins að þekkja mikilvægi þess að hafa vinnu, að skilja sjálfstæðið sem felst í því að hafa trygga atvinnu, að vita hvað það er átakanlegt að vera án vinnu og án tekjuöryggis. Fleiri sterkar greinar Þótt ég sé kannski ekki mjög aldr- aður maður, hef ég lifað þá tíð að horfa uppá íslenskt efnahagslíf rísa og hníga til skiptis. Það mun halda áfram. en ég er búinn að átta mig á því að það er beinlínis óskynsam- legt að treysta of mikið á eitthvað eitt. Við þurfum að fjölbreytt at- vinnulíf. Við þurfum að styðja við nýjar greinar en hlúa áfram að rót- grónari atvinnuvegum. eitt á ekki að útiloka annað. Við verðum að byggja á samvinnu, málamiðlunum og árangri. Við finnum leiðir. Mér þykir það augljóst að styðja verður dyggilega við íslenska mat- vælaframleiðslu, hvort heldur hún felst í því að yrkja jörðina, rækta búpening eða veiða fisk. Það er mikilvægt að standa vörð um mat- vælaöryggi og þá framleiðslu sem er hér á landi. Það er ekki síður mikil- vægt að við breikkum þann grund- völl sem verðmætasköpun á Íslandi stendur á. Ég hef einnig nefnt mik- ilvægi þess að styðja við vöxt skap- andi greina og þá sérstaklega nefnt til sögunnar kvikmyndagerð og tölvuleikjagerð. Það er eftirspurn eftir íslenskri sköpun og í skapandi greinum búa mikil tækifæri. Eftir vetur kemur vor Ég óska þér, lesandi góður, gleði- legra jóla og vona að þú finnir leið til að njóta aðventu og hátíð- ar við þessar einkennilegu aðstæð- ur. Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bólu- efnum gefur okk- ur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðli- legt líf. Vetur- inn verður erfið- ur fyrir marga en með krafti sam- félagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímu- laus fram á veginn. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. Sigurður Ingi Jóhannsson Höf. er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Velgengni enska knattspyrnu- félagsins Tottenham Hotspur er í hæstu hæðum um þessar mund- ir, en ansi langt er síðan liðið hef- ur trónað á toppnum í ensku knatt- spyrnunni eins og raunin hefur verið undanfarið. Vegna þessa hafa stuðningsmenn félagsins sprottið fram á ýmsum vettvangi enda oft- ar en ekki þurft að láta lítið fyrir sér fara á undanförnum árum. eftir glæstan sigur liðsins á erkifjendun- um í Arsenal nýverið, var stofnað- ur sérstakur aðdáendaklúbbur liðs- ins hér á landi sem ber hinn merka titil Tottenham-klúbbur Kjósar- og borgarfjarðarsýslna hinna fornu. „Klúbburinn hefur stofnað hóp á facebook sem lokaður hópur fyr- ir eðalborna spurs-aðdáendur með tengingar á Akranes, borgarnes, borgarfjörð og Mosfellsbæ, sem- sagt Kjósa- og borgarfjarðarsýslur hinar fornu. Þar sameinast félagar í umræðum og vangaveltum um þetta stórfenglega knattspyrnulið - og fagna litlum sem stórum sigr- um,“ segir í tilkynningu. Af sóttvarnarástæðum mættu að- eins tveir á stofnfundinn en það voru þeir Gísli einarsson fulltrúi borgfirðinga og borgnesinga og Pétur Magnússon fulltrúi skaga- manna og Mosfellinga. Við það tækifæri gæddu þeir félagar sér á dýrindisköku sem sérbökuð var fyr- ir stofnfundinn. Þrátt fyrir fámenni á stofnfundinum eiga þeir félagar von um að fjöldi meðlima í klúbbn- um nái hæstu hæðum strax næstu vikur enda margir vaskir sveinar og glæstar meyjar á upptökusvæði klúbbsins sem tilheyra hinum róm- aða hópi Tottenham aðdáenda. Tottenham-aðdáendur á umrædd- um svæðum eru hvattir til að melda sig inn í hópinn og taka þátt. Til viðbótar er gaman að segja frá því að Gísli og félagi hans hafa sett upp ansi glæsilegt skilti í borg- arnesi við Þjóðveg 1 en skiltið má sjá á meðfylgjandi mynd. mm Pennagrein Styrkjum búsetu á landsbyggðinni Baráttuskilti klúbbsins er nú komið upp í Borgarvík í Borgarnesi. Tottenhamklúbbur Kjósar- og Borgarfjarðarsýslna hinna fornu Stofnfélagarnir Pétur og Gísli. Brátt hækkar sól
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.