Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 108

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 108
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020108 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Árið 1970 stofnuðu þeir Guðjón Finnbogason og Friðjón edvar- dsson ásamt fleiri skagamönnum knattspyrnudómarafélag sem fékk heitið Knattspyrnudómarafélag Akraness, eða KDA eins og það þekkist í dag. Félagið hefur starfað sleitulaust frá stofnun þess til dags- ins í dag og er elsta starfandi knatt- spyrnudómarafélag landsins, þótt víðar mætti leita. Í gegnum tíðina hefur KDA átt fjölmarga dómara sem starfa og hafa starfað á efsta stigi knattspyrnunnar á Íslandi. sá fyrsti var Guðjón Finnbogason og fylgdu margir fast á eftir honum svo sem sæmundur Víglundsson, sævar Jónsson, Valgeir Valgeirsson og Ívar Orri Kristjánsson. einnig hafa margir aðstoðardómarar (eða línuverðir eins og starfið hét þegar félagið var stofnað) starfað á efsta stiginu, má þar nefna smára Víf- ilsson, Halldór breiðfjörð, björn Valdimarsson, steinar berg sævars- son, egil Guðvarð Guðlaugsson og Guðmund Valgeirsson. Núverandi félagsmenn KDA eru 21 og starfa þeir í yngri flokkum á Akranesi og einnig dæma flestir þeirra í deilda- keppnum KsÍ. KDA er það félag á Íslandi sem útvegar KsÍ flesta dóm- ara allra liða á landinu. Í dag starfa fimm dómarar í efstu deild karla og þar af eru tveir alþjóðadómarar, þeir Ívar Orri og egill Guðvarður. KDA/ÍA hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir dómgæslu í gegnum tíðina og má þar nefna að í fjórgang hefur félagið fengið dómaraverð- laun KsÍ sem veitt eru árlega á árs- þingi KsÍ, nú síðast fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt því félagi sem skarar fram úr í grasrótarstarfi er tengjast dómaramálum. Það getur verið mikill ávinningur af því að starfa sem dómari. Ásamt því að fá greitt fyrir dómastörf þá fellst í því góð hreyfing, besta stað- setning vallarins, skírteini sem veit- ir aðgang á flesta knattspyrnuleiki á Íslandi ásamt ýmissa annarra fríð- inda. Meðlimir KDA fá einnig frítt í sund og þreksal á Akranesi auk fleiri hlunninda. Ár hvert er haldið dómaranámskeið og hvetur KDA fólk til að slást í för dómara og taka þátt í frábæru félagsstarfi. Það er alltaf nóg pláss fyrir nýja dómara, hvort sem það er hjá KDA/ÍA eða öðrum félögum. Áhugasömum ein- staklingum er bent á að hafa sam- band við sitt félagslið eða KsÍ til nánari upplýsinga. Nú í vor fagnaði félagið 50 ára af- mæli og stóð mikið til á árinu, m.a. afmælisveisla og afmælisferð til englands í æfinga- og endur- menntunarferð. Þar var ætlunin að heimsækja dómarafélög á englandi, skoða aðstæður hjá þeim og dæma leiki hjá yngri flokkum svo eitthvað sé nefnt. Að auki var stefnt á að skoða starfsemi knattspyrnufélaga og auðvitað fara á leiki í ensku úr- valsdeildinni. einnig var ætlunin að hitta dómara sem dæma í efsta flokki á englandi. Því miður varð ekkert úr þessum viðburðum vegna faraldursins en KDA menn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og ætla í slíka ferð um leið og færi gefst sem verður vonandi næsta haust. eins er stefnan sett á afmælisveislu á vor- mánuðum þar sem núverandi og fyrrverandi KDA meðlimum verð- ur boðið í léttar veitingar. Í tilefni afmælis KDA veitti KsÍ eftirfarandi dómurum heiðursnæl- ur KsÍ sem Guðni bergsson for- maður KsÍ tilkynnti félagsmönn- um á rafrænu lokahófi KDA þann 4. desember síðastliðinn: Heiðursmerki KSÍ úr silfri Guðmundur Valgeirsson Jónas Geirsson steinar berg sævarsson sævar Jónsson Valgeir Valgeirsson Ægir Magnússon. Heiðursmerki KSÍ úr gulli Halldór breiðfjörð Jóhannsson KDA vill nota tækifærið og þakka eftirfarandi fyrirtækjum fyrir veitt- an stuðning í tengslum við afmæli félagsins: @home – bílasprautun Vesturlands – bílver - bílaverkstæði Hjalta - blikksmiðja Guðmundar – Domus Nova fasteignasala - Fasteignasalan Hákot – Henson – KsÍ - Kjöthúsið – Lindex – Nesafl – Olís - Rammar og myndir – samkaup – saumastofa Helgi Jenssonar – sjóvá-Almennar – Topp útlit – Útgerð eymars ein- arssonar eins og áður hefur komið fram var haldið rafrænt lokahóf KDA þann 4. desember. Þar var tilkynnt um árlegt val á dómurum ársins hjá fé- laginu: Besti dómari KDA 2020 Ívar Orri Kristjánsson Efnilegasti dómari KDA 2020 Arnþór Helgi Gíslason Verðmætasti dómari KDA 2020 Gilmar Þór benediktsson Besti dómari að mati þjálfara ÍA 2020 Arnþór Helgi Gíslason Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og félagar í KDA Arnþór Helgi með verðlaunagripina fyrir að vera valinn Efnilegasti dómari KDA 2020 og besti dómarinn að mati þjálfara ÍA. Elsta starfandi knattspyrnudómarafélag landsins 50 ára Guðni Bergsson afhendir Halldóri Breiðfjörð frá KDA Dómaraverðlaun KSÍ fyrir 2018. Félagar í KDA. Ívar Orri Kristjánsson með verðlauna- gripina fyrir að vera valinn Besti dómari KDA 2020.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.