Bændablaðið - 24.09.2020, Síða 6

Bændablaðið - 24.09.2020, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 20206 Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrir­ liggjandi gögnum landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð. Í hópnum sitja Björn Bjarna­ son og Hlédís Sveinsdóttir og með þeim starfa Sigurgeir Þorgeirsson og Bryndís Eiríksdóttir. Í fréttatilkynningu frá ráðu­ neytinu segir: „Mótun landbúnaðarstefnu er samvinnu­ verkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs. Verkefnisstjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum í því skyni að virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni. Fyrir milligöngu ráðuneytisins verður stofn­ að til samráðs við þingflokka. Samráð verð­ ur haft við fulltrúa Bændasamtaka Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands og þeim gefinn kostur á að fylgjast með framvindu verksins á vinnslustigi.“ Meginþættir við mótun landbúnaðarstefnu Samkvæmt skipunarbréfi verkefnisstjórnar­ innar skal við mótun landbúnaðarstefnu litið til eftirfarandi meginþátta: 1. Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum – sérstaklega verði hugað að fæðu­ og matvælaöryggi og samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag. 2. Tryggð verði byggðafesta með nýtingu tækifæra í krafti nýsköpunar og vöruþró­ unar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálfbærni. 3. Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra við­ fangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbún­ aðarafurða. 4. Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021. Sjónarmið verslunar og neytenda Við sem bændur verðum nú að hafa hraðar hendur og vinna þessa stefnu á þeim grunni sem bændum hugnast, en eins og kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu verður haft samráð við Bændasamtök Íslands. Við höfum kallað eftir tillögum frá búgreinafélögum hvernig viðkomandi einingar sjá fyrir sér slíka stefnu. Skiladagur á þeim tillögum var til 15. þessa mánaðar og er það í höndum vinnuhóps Bændasamtakanna að koma með fyrstu drög að stefnu sem við sem bændur getum staðið að. Nauðsynlegt er að kalla fram sjónarmið verslunar og neytenda um það hvernig við sjáum landbúnað til framtíðar, því þessi stefna þarf að vera í sátt við þá sem neyta og þá sem sýsla með okkar vöru. Við höfum kallað eftir landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð, hvert skuli stefna og hverj­ ar eiga að vera áherslur með slíkri stefnu. Þarna þarf að koma fram framtíðarstefna sem tekur á framleiðslu og stuðningi ríkisins en ekki síður tollaumhverfi til framtíðar svo framleiðendur geti haft skýra sýn á fram­ tíðina. Aukum íslenska framleiðslu Mikið hefur verið rætt um afurðaverð til bænda á undanförnum vikum. Það sem við sjáum raungerast er að nýtt kerfi í úthlutun tollkvóta er að þeir fara lækkandi og samhliða því lækkar afurðaverð til bænda. Þetta mál er aðkallandi að ræða við ráðherra landbúnaðarmála hvernig þetta muni þróast, því eins og fram kemur í samningnum sem gerður var við ESB árið 2016 þá var forsenda aukins tollkvóta fjölgun ferðamanna. Eins og staðan er í dag þá hafa þessir tollkvótar gríðarleg áhrif inn á markaðinn þegar neytendum fækkar eins og raun ber vitni. En samkvæmt könnun á þróun matarverðs til neytenda þá hefur hún bara hækkað. Hvað veldur, er erfitt að átta sig á. Það er mjög gaman að fylgjast með garð­ yrkjubændum hvað þeir eru ákveðnir í að auka við íslenska framleiðslu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þegar þessar nýju byggingar komast í framleiðslu og hver þróun verður á hlutfalli innlendrar framleiðslu á móti innfluttu því tækifærin eru mikil með okkar hreina vatni og sterkri stöðu íslensks græn­ metis. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Áföll af ýmsum toga geta oft haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög. Ef fólki auðnast hins vegar að horfa á þá óáran sem yfir dynur hverju sinni á yfirvegaðan hátt má oft líka finna tækifæri sem lýsa upp veginn fram undan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf út í júlí í sumar yfirlit yfir stöðu mála hvað varðar fæðuöryggi og næringu fyrir íbúa heimsins. Þar kemur fram að þrátt fyrir göfug markmið um að útrýma hungri í heiminum fyrir 2030 þá hefur miðað hægt í þeim efnum. Meira að segja svo, að frá 2014 hefur jafnt og þétt verið að síga á ógæfuhliðina. Samkvæmt úttekt WHO er áætlað að næstum 690 milljónir manna gangi um svangir á hverjum einasta degi, eða 8,9 prósent jarðarbúa. Eykst fjöldi hungraðra um ríflega 10 milljónir á hverju ári, eða um nærri 60 milljónum á fimm árum. Þetta ástand hefur síðan versnað mjög í kjölfar heimsfaraldurs vegna COVID­19. Ástæðan er stöðvun atvinnulífs og matvælaframleiðslu vegna sjúkdómsins. Einnig stóraukið atvinnuleysi sem leiðir til þess að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir líka á fæðuóöryggið, sem er annar mælikvarði sem lýsir þróun sem leiðir til hungurs. Árið 2019 bjuggu nærri 750 milljónir, eða næstum tíundi hver maður í heiminum, við mikið fæðuóöryggi. Það þýðir að ef fæðuöryggi þessa fólk verður ekki tryggt mjög fljótt, mun allur þessi fjöldi brátt upplifa hungur upp á hvern einasta dag. „Heimurinn er ekki á leið með að útrýma hungri fyrir árið 2030. Ef núverandi þróun heldur áfram mun fjöldi þeirra sem verða fyrir áhrifum af hungri fara yfir 840 milljónir árið 2030,“ segir í úttekt WHO. „Bráðabirgðamat bendir til þess að COVID­19 heimsfaraldur geti bætt á milli 83 og 132 milljónum manna við heildarfjölda vannærðra í heiminum á árinu 2020. Það veltur síðan á framvindu hagkerfa heimsins hvernig þróun verður.“ Það er ekkert ýkja langt síðan almenningur á Íslandi var í þeirri stöðu að mikil fátækt, vannæring og hreint hungur var daglegur veruleiki. Það sem bjargaði Íslendingum úr þeirri skelfingarstöðu var matvælaframleiðsla fyrir aðrar þjóðir þegar þeirra matvælaframleiðsla varð fyrir áföllum vegna styrjalda. Þar var það einkum sjávarútvegurinn sem gat brugðist hratt við með stórauknum veiðum og útflutningi á fiski fyrir hungraða Evrópubúa. Í þeirri stöðu varð Evrópubúum það vel ljóst hversu fæðuöryggi þjóða er gríðarlega mikilvægt. Heimsfaraldur vegna COVID­19 ætti að kenna okkur Íslendingum að það er ekkert sjálfsagt mál að hægt sé að valsa óhindrað í matarbúr annarra þjóða í leit að bestu bitunum. Heimsfaraldur hefur gert það að verkum að matvælaframleiðsla, fataverksmiðjur og tækjaframleiðsla hefur víða dregist saman eða hreinlega stöðvast. Þegar svo er dugar ekki fyrir okkur Íslendinga að sitja með hendur í skauti. Við verðum að bregðast við og upphugsa ráð sem gerir okkur sjálfbær og tryggir okkar fæðuöryggi. Íslenskar landbúnaðarafurðir hafa á liðnum árum ekki verið að standa undir nema hluta af okkar neyslu á landbúnaðarvörum. Þarna er því augljóst tækifæri til að gera betur. Þar verður hugvit og skynsemi að vera í hávegum haft, þannig að ný og aukin framleiðsla fari fram með sem arðbærustum hætti og geti þegar fram í sækir líka skapað okkur gjaldeyristekjur. Þetta tókst í sjávarútvegi þrátt fyrir meingallað kerfi, af hverju ætti það ekki líka að geta átt við í landbúnaði? /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Dyrhólaós með Mýrdalsjökul og eldstöðina Kötlu í bakgrunni. Fremst í hæðinni vinstra megin á myndinni er að finna hinn sögufræga Lofsalahelli. Ósinn er mikið vatnsflæmi í Mýrdal á milli Dyrhólahverfis og Reynishverfis og gott landbúnaðarland er þar allt um kring. Nokkur veiði er einnig í ósnum. Dyrhólaós virðist í fljótu bragði vera venjulegt stöðuvatn þar sem mjótt eiði (Reynisfjara) á milli Dyrhólaeyjar að vestan og Reynisfjalls að austan skilur hann frá Atlantshafinu. Ósinn er samt skilgreindur sem sjávarlón og þar gætir flóðs og fjöru. Á leirum óssins er gósenland farfugla og sveiflast saltinnihaldið í lóninu eftir sjávarstöðunni, en í leirbotni lónsins þrífast vel margvísleg lindýr. Útræði var frá Dyrhólaey fram á 20. öld, en þegar vélbátar komu til sögunnar voru uppi hugmyndir um að búa til höfn í Ósnum, en ekkert varð af því. Mynd / Hörður Kristjánsson Mótun landbúnaðarstefnuÍ mótlætinu geta falist tækifæri

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.