Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 11 Fyrir skemmstu var tilkynnt um hvaða tíu sprotafyrirtæki myndu verða þátttakendur í viðskipta- hraðlinum Til sjávar og sveita – frá hugmynd í hillu – sem Icelandic Startups hefur umsjón með. Meira en sjötíu umsóknir bárust um þátttöku, en í hraðl- inum eru lagðar áherslur á sjálf- bærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi. Viðskiptahraðallinn fer nú fram í annað sinn og stendur næstu tíu vikurnar og er markmiðið að hraða vinnsluferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til vara er komin á markað. Hvatt til aukinnar nýsköpunar í grunnatvinnugreinunum Í tilkynningu frá Icelandic Startups kemur fram að með hraðlinum sé hvatt til aukinnar nýsköpunar í þessum grunnatvinnugreinum þjóðarinnar og fá frumkvöðlarnir aðstoð við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja með því að þeim er veitt fagleg undirstaða og hraða þróunarferlinu. „Mikið hefur verið fjallað um matvælaöryggi í kjölfar kóróna- veirufaraldursins. Verkefnið er til þess fallið að efla verðmætasköp- un og samkeppnishæfni íslenskr- ar matvælaframleiðslu, enda snýr stór hluti þeirra verkefna sem valin hafa verið að framleiðslu og vinnslu matvæla. Fjölmargar afurðir þeirra sem tóku þátt í hraðlinum í fyrra eru nú þegar fáanlegar í helstu matvöruverslunum hér heima og sumar erlendis,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Icelandic Startups. Undir leiðsögn sérfræðinga Hraðallinn er unninn í samstarfi við Íslenska sjávarklasann og er verk- efnið styrkt af Matarauði Íslands, Nettó og Landbúnaðarklasanum. Þau fyrirtæki sem valin eru til þátttöku fá tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum undir leiðsögn sérfræðinga með aðgang að breiðu tengslaneti leiðbeinenda. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við hraðalinn og hafa versl- anir okkar reynst frábær stökk- pallur fyrir þátttakendur. Íslenski dagvörumarkaðurinn er lítill og því liggur vel við að koma nýjum vörum á koppinn og fá skjóta endur- gjöf frá viðskiptavinum verslana. Það er eftirsóknarvert að tengjast háskólaumhverfinu og starfa náið með frumkvöðlum. Hlutverk og þátttaka stjórnenda Nettó sem ráð- gjafar fyrirtækjanna í hraðlinum, veitir okkur tækifæri til að kynn- ast verkefnunum og stofnendum þeirra vel,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó, um samstarfsverkefnið. Eftirtalin tíu fyrirtæki voru valin til þátttöku: Vegangerðin Framleiðir matvöru, sem inni- heldur engar dýraafurðir, úr hrá- efni í nærumhverfi til að halda niður kolefnisspori hennar Ovis Cosmetics Framleiðir keratín úr hornum og klaufum sauðfjár og nýtir við framleiðslu snyrtivara Broddur Heilsuskot úr broddmjólk mjólk- urkúa Nielsen Restaurant Framleiðir salatolíur úr vannýtt- um íslenskum villtum jurtum HorseDay Stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum Eylíf Heilsuvörulína sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum og framleidd á Íslandi með sjálf- bærum hætti Jöklavín Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum. Sauðagull Vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk Sælkerar ehf. Rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógrænmeti ásamt því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun Marea – Íslenskt lífplast Notar sjávarþang sem fæst á Íslandi sem grunnefni í fram- leiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts /smh Reykir ber með sér ljúfan birkireykjarilm og hefur kröugt eirbragð. Greir hefur milt bragð og auelsmjúka áferð sem er er að standast. Feykir hefur fengið að þroskast í 12 mánuði sem gefur honum einstakt bragð og áferð. Reykir Feykir Greir Tíu sprotafyrirtæki valin inn í viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita: Heilsuskot úr broddmjólk mjólkurkúa, matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk og salatolíur úr vannýttum íslenskum villtum jurtum Frá uppskeruhátíðinni á síðasta ári. Hér kynnir Álfur, sem var þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði. Myndin er frá kynningu á uppskeruhátíðinni á síðasta ári í Tjarnarbíói. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.