Bændablaðið - 24.09.2020, Side 57

Bændablaðið - 24.09.2020, Side 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 57 Prjónuð hipster húfa á herra úr DROPS Flora. Húfan er prjónuð í stroffprjóni. DROPS Design: fl-055 Stærðir: S/M (M/L) L/XL Höfuðmál: ca 54/56 (56/58) 58/60 cm. Hæð með tvöföldu uppábroti ca: 25 (26) 27 cm. Garn: DROPS FLORA (fæst í Handverkskúnst): 100 (100) 100 g litur á mynd: indigo nr 10 Prjónfesta: 26 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm. Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 40 cm nr 2,5 HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Smám saman er lykkjum fækkað, skiptið yfir á sokkaprjóna þegar þörf er á. HÚFA: Fitjið upp 144 (152) 160 lykkjur á hringprjón. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upp- haf umferðar. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið. Prjónið stroffprjón þar til stykkið mælist ca 26 (27) 28 cm (eða prjónið að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm til loka). Nú byrjar úrtaka fyrir toppinn á húfunni, prjónið þannig: FYRSTA ÚRTAKA: *Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið*, prjón- ið frá *-* alls 36 (38) 40 sinnum í umferð (fækkað um 36 (38) 40 lykkjur) = 108 (114) 120 lykkjur. Prjónið með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur í 2 cm. ÖNNUR ÚRTAKA: Prjónið 1 lykkju slétt, færið prjóna- merkið hingað (þ.e.a.s. prjónamerkið er fært um 1 lykkju til vinstri og þetta er núna byrjun á umferð). *Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman*, prjónið frá *-* alls 36 (38) 40 sinnum í umferð (fækkað um 36 (38) 40 lykkjur) = 72 (76) 80 lykkjur. Allar brugðnar lykkjur eru núna horfnar. Prjónið slétt í hring, 1 cm. ÞRIÐJA ÚRTAKA: Prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina (fækkað um 36 (38) 40) = 36 (38) 40 lykkjur í umferð. Prjónið slétt í hring, 1 cm. FJÓRÐA ÚRTAKA: Prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina (fækkað um 18 (19) 20 lykkjur) = 18 (19) 20 lykkjur í umferð. Klippið frá. Notið nál til að þræða þráðinn í gegnum síðustu lykkjurnar nokkrum sinnum. Herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 30 (31) 32 cm. Brjótið uppá kantinn 2 sinnum að réttu ca 2½ cm í hvort skipti. Húfan mælist ca 25 (26) 27 cm með uppábroti. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Georgetown-húfa á herra HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 6 5 2 4 2 8 3 4 1 2 8 7 6 2 7 4 8 1 3 5 6 7 8 3 9 5 2 9 4 8 6 3 3 6 5 5 8 1 7 9 Þyngst 9 5 8 6 8 3 5 4 5 4 7 1 9 4 2 6 1 7 9 2 7 1 3 5 8 9 7 6 2 4 9 3 7 3 1 4 2 3 4 8 6 9 1 2 3 6 5 6 9 1 3 8 5 7 7 8 1 6 9 5 4 1 7 9 3 5 3 1 4 6 1 7 6 4 5 2 2 6 3 8 8 6 2 8 7 9 6 3 2 Æfi sund og spila á gítar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sigrún Halla Olgeirsdóttir er 12 ára. Hún á einn bróður sem er þremur árum yngri og innan skamms bætist hundur við fjöl­ skylduna. Sigrún Halla er ljúf, samvisku­ söm og hörkudugleg stelpa sem hefur áhuga á sundi og tónlist. Nafn: Sigrún Halla Olgeirsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Bolungarvík. Skóli: Grunnskóli Bolungarvíkur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Heimilisfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Greatest showman. Fyrsta minning þín? Þegar ég braut framtennurnar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi sund og er að æfa mig að spila á gítar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í rússíbana. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í útilegu. Næst » Sigrún skorar á Kjartan Stein, sem var með henni í bekk en er fluttur til Akureyrar. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú? www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.