Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 LAGERSALA LÍN DESIGN FLATAHRAUNI 31 HAFNAFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR FIMMTUDAG 15 -18 FÖSTUDAG 15 -18 LAUGARDAG 11-17 SUNNUDAG 12-17 MÁNUDAG 15 -18 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tekjur ÁTVR á síðasta ári námu tæpum 37 milljörðum króna. Jukust þær um tæpa 1,7 milljarða króna. Jafngildir það ríflega 4,7% vexti milli ára. Kemur vöxturinn helst fram í áfengissölu en hún jókst um 5,9% milli ára, nam 27,3 milljörðum samanborið við 25,8 milljarða árið 2018. Selt magn af áfengi í lítrum talið jókst hins vegar um 3,09%. Sala tóbaks nam 9,6 milljörðum og jókst úr ríflega 9,4 milljörðum árið áður. Jafngildir það 1,6% vexti milli ára. Sala vindlinga í magni minnkaði um 1,5% milli ára. Selt magn neftóbaks jókst um 3,1% . Sala umbúða jókst um 6,6 millj- ónir og nam 99,8 milljónum króna. Skortur á gagnsæi Samkvæmt skýringum í ársreikn- ingi ÁTVR nam vörunotkun áfengis 23,3 milljörðum og því var álagning af þeim hluta sölunnar 3,9 milljarðar króna. Vörunotkun tóbaks nam 7,9 milljörðum og því nam álagning af þeim hluta starfseminnar tæpum 1,7 milljörðum króna. ÁTVR hefur ekki viljað gefa sund- urliðun á öðrum rekstrargjöldum starfseminnar, þ.e. hversu stór hluti launa, sölu- og dreifingarkostnaðar eða annars stjórnunar- og skrif- stofukostnaðar fellur til vegna áfengissölunnar annars vegar og tóbakssölunnar hins vegar. Það veldur því að ekki er hægt að greina með nákvæmum hætti hver afkoma er af hvorum hluta starfseminnar fyrir sig. Laun og launatengd gjöld námu tæpum þremur milljörðum króna á árinu 2019 og jókst sá rekstrar- kostnaður um 155 milljónir króna. Húsnæðiskostnaður nam 722 millj- ónum króna og jókst um 87,5 millj- ónir króna milli ára eða 13,8%. Sölu- og dreifingarkostnaður dróst hins vegar saman milli ára og nam 238,8 milljónum, samanborið við 244,9 milljónir árið á undan. Sömu sögu var að segja um stjórn- unar- og skrifstofukostnað sem dróst aman um sjö milljónir og stóð í 372,5 milljónum. Annar rekstrar- kostnaður jókst líttilega og stóð í 50,8 milljónum. Hagnaður minnkar lítillega Hagnaður af starfsemi ÁTVR reyndist 1.056 milljónir króna og dróst saman um tæpar 55 milljónir milli ára. Hefur hagnaður fyrir- tækisins farið minnkandi á síðustu árum. Árið 2017 nam hann 1.367 milljónum og árið 2016 1.629 millj- ónum króna. Eigið fé ÁTVR hefur haldist nokkuð stöðugt hin síðustu ár og var í árslok 2019 4.618 milljónir króna. Skammtímaskuldir námu 1.628 milljónum. Langtímaskuldir fyrir- tækisins eru engar. Tekjur ÁTVR aukast um 1,7 milljarða  Fyrirtækið gefur ekki upp sundurlið- aðan hagnað af tób- aks- og áfengissölu Morgunblaðið/Heiddi Verslunarrekstur ÁTVR rekur ríflega 50 verslanir vítt og breitt um landið. Ársverk voru 354 á árinu 2019 en mun fleiri vinna þau, margir í hlutastarfi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hlutdeild íslenskrar tónlistar meðal notenda Spotify hér á landi á síðasta ári var 19% á móti 81% erlendrar tónlistar. Það þýðir að streymi á ís- lenskri tónlist voru alls um 200 millj- ónir árið 2019. Fram kom í Morgun- blaðinu í gær að heildarfjöldi streyma íslenskra notenda Spotify var yfir einn milljarður. Eitt streymi er lag sem spilað er lengur en 30 sekúndur. Ef horft er á tekjuhliðina kemur í ljós að tekjur af spilun íslenskrar tónlistar á Spotify í fyrra námu um 132 milljónum króna á móti 581 milljón af erlendri tónlist. Í markaðsskýrslu Félags hljóm- plötuframleiðenda um sölu og streymi hér á landi í fyrra er þróun á sölu tónlistar rifjuð upp. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur heildarvelta á tónlistarmark- aði aukist síðustu tvö ár en hlutdeild íslenskra tónlistarmanna fer minnk- andi. „Tónlistarveitan Tónlist.is var sett á laggirnar árið 2003 en náði aldrei að leika mjög veigamikið hlut- verk á íslenskum tónlistarmarkaði. Með opnun Spotify á Íslandi árið 2013 byrjaði sýnileg heildarmynd tónlistarneyslunnar að gjörbreytast og færast nær því jafnvægi sem ríkti milli innlendrar og erlendrar tónlist- ar fyrir tíma internetsins,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að frá 2014 til 2019 hefur velta Spotify á Íslandi nærri sjöfaldast með tilheyrandi tekjuaukningu tón- listarrétthafa en langstærstur hluti þessara tekna fer þó til erlendra aðila. Eiður Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags hljómplötuframleið- enda, segir í samtali við Morgun- blaðið að staða íslenskra tónlistar- manna sé misgóð í þessu nýja tekjuumhverfi. „Yngri deildin ber sig nokkuð vel en margir hinna eldri, fyrir utan Bubba Morthens, hafa ekki notið góðs af þessari þróun. Yngri hlustendur spila svo mikið meira á veitunum og það þýðir að þeir ráða því hvernig peningarnir skiptast.“ Skipting íslenskrar og erlendrar tónlistar á Spotify 2019** Íslensk tónlist Erlend tónlist **Áætlað er að tekjur frá Spotify nemi um 98% af heildartekjum af streymi 2019 200 milljón streymi var sala íslenskrar tónlistar á Spotify 2019 117 189 270 406 561 713 35 42 Sala á stafrænni tónlist í streymi 2010-2019* 600 500 400 300 200 100 0 Heimild: FHF 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Milljónir króna að nafnvirði 21 581 451 110 132 19 81% 19% *2010-2013 Tónlist.is, 2014-2019 Tónlist.is og áætlaðar tölur frá Spotify Íslensk tónlist Erlend tónlist Samtals Streymi á íslenskri tónlist skilaði 132 milljónum króna  Um 200 milljón streymi á Spotify  Ungir græða meira Morgunblaðið/Hari GDRN Nýtur vinsælda á Spotify.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.