Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 26

Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Yrki arkitektar hafa beint fyrir- spurn til Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á lóðum nr. 11, 13 og 15 við Geirsgötu sem felur í sér að reisa fjölnotabyggingu á Mið- bakkanum við Gömlu höfnina. Fyrir- spurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa. Fram kemur í greinargerð að fyrirspurnin sé lögð inn til skipulags- sviðs fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. Húseignin Geirsgata 11, gömul vöruskemma, er eina byggingin á svæðinu. Hún er í eigu Berjaya Land Berhad, sem lýtur stjórn malasíska auðkýfingsins Vincents Tans. Hann er einnig eigandi meirihluta Iceland- air Hotels, sem hann keypti af Ice- landair Group. Þekktastur er hann fyrir að vera eigandi knattspyrnu- félagsins Cardiff City. Geirsgata 11 verður rifin nái áform um uppbygg- ingu á Miðbakka fram að ganga. Áætlað er að nýja byggingin verði 33.500 fermetrar með bílakjallara og byggingarkostnaður verði allt að 40 milljarðar króna. Reiknað er með að þar verði til um 400 ný störf. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega. Markmiðið með uppbyggingu á Miðbakka er sagt vera að tengja aft- ur borgina við bryggjuna með því að gæða bakkann lífi. Sé það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjón- ustu fyrir almenning, skapa borgar- rými fyrir iðandi mannlíf og göngu- leiðir þar í gegn og meðfram hafnar- bakkanum. Uppbygging á Miðbakka eigi að tengja saman og vera brú á milli svæðisins við Hörpu og Granda. „Hugmyndin byggist á að tengja aðliggjandi starfsemi saman og teygja út á hafnarbakkann. Þannig verði til fjölnota rými, úti og inni, þar sem mætast almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitinga- staðir, kaffihús, fimm stjörnu hótel og íbúðir,“ segir í greinargerðinni. Byggingunni er ætlað að rúma:  Um 100 fimm stjörnu þjón- ustuíbúðir sem seldar verða einka- aðilum en reknar af Four Seasons (Four Seasons residence).  Um 150 herbergja fimm stjörnu hótel rekið af Four Sea- sons.  Aðstöðu til tollmóttöku og bið- sal til að þjónusta skemmtiferða- skip, rekið af Faxaflóahöfnum.  Útirými til að þjónusta al- menning sem á leið um höfnina.  Yfirbyggt útirými sem rúmað gæti grænt svæði og skúlptúrasafn Listasafns Reykjavíkur.  Rými fyrir safnkost Faxaflóa- hafna sem heiðrar þá starfemi sem fram fer á höfninni.  Verslunar- og þjónusturými. Haustið 2018 barst skipulags- yfirvöldum ósk um að byggja tæp- lega 15 þúsund fermetra hús á lóð- inni Geirsgötu 11. Stjórn Faxaflóa- hafna, sem er lóðahafi á svæðinu, hafnaði erindinu. Vildi stjórnin bíða þar til uppbyggingu lyki í nágrenn- inu, við Austurhöfn. Tölvumynd/Yrki arkitektar Nýbygging Þannig sjá arkitektarnir bygginguna fyrir sér á Miðbakka Gömlu hafnarinnar. Þarna er gert ráð fyrir íbúðum, hóteli og þjónustu fyrir fólk sem á leið um hafnarsvæðið. Milljarðahús rísi við Gömlu höfnina Morgunblaðið/sisi Miðbakki Geirsgata 11 er eina húsið á reitnum. Gömul vöruskemma sem Ríkisskip byggðu á sínum tíma. Skemman mun víkja fyrir nýrri byggingu.  Félagið Geirsgata 11 ehf. vill reisa tæplega 34 þúsund fermetra byggingu fyrir 40 milljarða króna  Þar verði 100 fimm stjörnu þjónustuíbúðir og 150 herbergja fimm stjörnu hótel rekið af Four Seasons Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir fasteignamiðlun 533 4200 725,2 m² – Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í 515 m² á jarðhæð með tven- num innkeyrsluhurðum og hárri lofthæð, og 210 m² á efri hæð, sem henta vel fyrir skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði á lóð. 374,9 m2 – Gott 375 m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð sem er 256 m² með hárri og góðri innkeyrsluhurð, lofthæð ca. 4,3m Skrifsto- fur, kaffistofa og snyrting á efri hæð, eru 119 m² allt í mjög góðu ástandi. Til afhendingar við kaupsaming. Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Dragháls 10, 110 Reykjavík Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík Til s ölu Til s ölu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.