Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 30
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sögusviðið í grein þessari er í upp- sveitum Árnessýslu, svæði sem eitt sinn hét Gnúpverjahreppur. Skeiða- hreppi, sem er neðar í landinu, var spyrt við ríki Gnúpverja árið 2002 svo úr varð sameinað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, þar sem í dag búa um 600 manns. Skipt- ingin á íbúatölunni er því sem næst jöfn; sinn hvor helmingurinn býr í hvorum þessara gömlu hreppa. Bæir undir brekkum og brúnum Landbúnaður er undirstaða at- vinnulífs en iðnaður og þjónusta hvers konar, svo sem við ferðamenn, er þó orðin snar þáttur í atvinnu- lífi. Gnúpverja- hreppurinn gamli nær frá bænum Sandlæk í suðri, Stóru-Laxá í norðvestri og í suðri upp með Þjórsá inn á öræfi. Í byggð einkennist land á þessum slóðum af lágum fjöllum, klettabeltum, ásum og hæðum þar sem bæirnir standa undir brekkum og brúnum. Stofnvegur liggur frá Sandlækjarholti þvert í gegnum sveitina og fylgir Þjórsá á löngum kafla, lengstu á landsins. Frá meginleiðinni liggja tengiveg- ir og brautir heim á bæi; æðanet sem er undirstaða þess að til verði sam- félag. Spottar heim á bæi frá að- alvegum eru sjaldnast langir og því eru aðdrættir yfirleitt auðveldir. Efst í sveitinni er Þjórsárdalur, skógi vax- inn með vikurbreiðum. Í dalnum snúast aflstöðvarnar við Búrfell, tvær virkjanir sem mala gull. Fremst í dalnum blasir Hekla við; tignarleg og ógnvekjandi í senn. Hún er aðsóps- mikil og eyddi byggð í Þjórsárdal í miklu eldgosi árið 1104. Mörg eyði- býli í dalnum hafa verið grafin upp og allt fram undir þetta hafa rústir undir vikrinum verið að koma í ljós. Virkjun er bakland „Búrfellsvirkjun og bygging henn- ar um 1970 breytti Gnúpverjahreppi. Skyndilega flæddu peningar inn í kyrrlátt sveitasamfélag svo að hægt var að ráðast í ýmsar framkvæmdir,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fv. við- skiptaráðherra, sem er frá bænum Skarði. „Starfsemi Landsvirkjunar hefur skapað bakland í Gnúpverja- hreppi og styrkt búsetu þar, svo sem landbúnað. Þarna hafa verið og eru myndarleg bú, bæði mjólkurfram- leiðsla og sauðfjárrækt. Í bakgarð- inum er hinn víðfeðmi Gnúpverja- afréttur sem nær inn að Hofsjökli og fjallferðin tekur tíu daga. Það segir líka sína sögu að jarðir í sveitinni eru jafnan seldar fyrir metfé, og koma þar til landkostir og að innviðir sveitarfélagsins eru sterkir.“ Í Gnúpverjasveit er búseta á alls 40 bæjum og kúabúskapur er á 13 jörð- um. Þá búa margir í sveitinni á smá- býlum eða á nýbýlum stærri jarða. Við Árnes, þar sem eru félagsheimili sveitarinnar, grunnskóli og ýmis önn- ur starfsemi, er vísir að þéttbýli og þar búa um 60 manns. Rótgrónar hefðir Nærri Árnesi er Stóri-Núpur, kirkjustaður sveitarinnar, og í bæjar- hlaði er minnismerki um sr. Valdimar Briem sóknarprest og vígslubiskup sem lengi sat staðinn; jafnhliða því að yrkja óteljandi vers sem í heildinni mynda uppistöðu sálmabókar Þjóð- kirkjunnar. Á Sandlækjarholti, fremst í sveit- inni, er Gunnbjarnarholt þar sem er eitt allra stærsta kúabú landsins. Nokkru ofar er bæinn Stöðulfell, sem stendur undir samnefndum kletta- stapa. Þar búa hjónin Oddur Bjarna- son og Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem lengi voru með kúabú en hættu rekstri þess fyrir fimmtán árum. „Við vinnum bæði út í frá og ég er skólaliði hér í Þjórsárskóla. Á flest- um bæjum hér um slóðir sækir fólk vinnu út í frá í einhverjum mæli,“ segir Hrafnhildur, sem er frá Brúna- stöðum í Flóa, eitt fimmtán systkina Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráð- herra. „Ég fluttist hingað í sveitina árið 1981 og kynntist þá strax mjög sam- heldnu og sterku samfélagi með rót- grónum hefðum. Sveitarfélagið stendur vel að allri þjónustu við íbúa og hér er haldið vel utan um fólkið. Það einasta sem ég get kvartað yfir er að Vegagerðin mætti standa sig betur í viðhaldi tengivega og afleggj- ara heim að bæjum; malarvega sem ekki hefur verið viðhaldið svo árum skiptir. Að vegirnir séu góðir skiptir alltaf miklu máli í dreifbýlinu.“ Ríki Gnúpverja  Sveit við Þjórsá  Rótgróið samfélag  Bæir undir brekkum og brúnum  Myndarleg bú og gullið malað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjórsárdalur Klettahöfði með skógi vöxnum hlíðum er Bringa, þekkt mótív af peningaseðli frá fyrri árum. Björgvin G. Sigurðsson Stöðulfell Hrafnhildur og í baksýn stapi sem bærinn er eftir nefndur. Kortagrunnur: OpenStreetMap ■ Gunnbjarnarholt ■ Stóra-Mástunga Stöðulfell ■ Hæll ■ Árnes ■ Hagi ■ ■ Ásar ■ Laxárdalur ÞJ ÓR SÁ RD AL UR Búrfell Skarðsfjall M ið fe ll Ga lta fe ll LANDSVEIT ✝ Stóri Núpur ■ Sandlækur Gnúpverjasveit Þjórsá ÞjórsáSt ór a- La xá Ká lfá Þverá Hæll Reisuleg íbúðarhús og stórt bú. Hér var veðurathugunarstöð um langt skeið og frá Hæli kemur stór ættbogi fólks sem hefur víða látið til sín taka. Stóri-Núpur Minnismerki um sálmaskáldið sr. Valdimar Briem. Stóra-Mástunga Mektarbýli í miðri sveit og eru mörg á þessum slóðum. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 4ja rétta draumaveisla: • Nauta carpaccio • Tígrisrækjur Nobashi • Hægeldað Andarlæri • Jarðarber & Yuzu Kynningarverð í júní 6.990 kr. Fullt verð: 9.990 kr. DRAUMAVEISLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.