Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Á spjalli Tveir góðborgarar á Selfossi voru í hrókasamræðum í veðurblíðunni sem var í bænum gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Eggert Reykjavíkurborg fer með um 60% hlut í Sorpu. Atkvæði stjórnarmanna í stjórn Sorpu endurspegla það eignarhlutfall og bera fulltrúar Reykjavík- urborgar í stjórninni því mesta ábyrgð á framkvæmd Gas- og jarðgerðarstöðvar- innar (GAJA). Stöðin átti að vera bylting í umhverfismálum og úr- vinnslu á sorpi á höfuðborgarsvæð- inu þegar ákveðið var að leggjast í þær framkvæmdir. Fáeinum árum síðar eru óvissuþættirnir varðandi GAJA ótalmargir og þeim fjölgar dag frá degi þrátt fyrir að fram- kvæmdirnar séu á lokametrunum. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar hefur farið langt fram úr áætlunum og er talið að hann verði töluvert meiri. Eins og segir á heimasíðu Sorpu er hlutverk stöðvarinnar að taka við heimilisúrgangi, en þar er ferlinu lýst þannig: „Þegar gas- og jarð- gerðarstöðin hefur starfsemi verður allur úrgangur sem safnað er frá heimilum á samlagssvæði SORPU forflokkaður í móttökustöðinni í Gufunesi og lífrænu efnin síðan flutt í GAJA. Lífrænu efnin verða unnin í stöðinni í metangas og jarðvegsbæti, en málmar og önnur ólífræn efni svo sem plast fara til endurnýtingar.“ Stöðin á sem sagt að framleiða moltu og metangas. Enginn samn- ingur um sölu á metangasinu hefur verið undirritaður. Rekstrar- grundvöllur fyrir stöðinni er ótrygg- ur, þar sem eftirspurn eftir metan- gasi er talin lítil sem engin. Ef metanið selst ekki þarf að brenna það. Einnig eru óvissuþættir varð- andi moltu sem á að framleiða í stöð- inni. Óvíst er hvort moltan muni standast tilskildar gæðakröfur vegna þess að ýmis plastefni og spilliefni eru í heimilissorpi sem ekki næst að fjarlægja að fullu. Uppfylli moltan ekki gæðakröfur þarf að urða hana. Reynsla sambærilegrar verksmiðju í Elverum í Noregi er mjög slæm, en henni var lokað fimm árum eftir opnun. Tap skattgreið- enda þar á bæ nam einhverjum milljörðum króna og eru þeir enn að borga niður skuldir vegna verk- smiðjunnar. Í ljósi þessa vakna ótal spurningar varðandi nýja gas- og jarðgerðar- stöð Sorpu. Ærandi þögn Stjórnmálamenn veigra sér við því að svara spurningum um GAJA, en í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að ítrekað hefur verið reynt að ná í stjórnarmenn Sorpu og borgar- stjóra Reykjavíkur, Dag B. Egg- ertsson, en án árangurs. Það er svo sem gömul saga og ný að ekki náist í borgarstjóra þegar upp koma óþægileg mál. Það vita allir borgar- búar. Hins vegar var framkvæmda- stjórinn rekinn en pólitískir full- trúar stjórnar Sorpu tóku enga ábyrgð. Áðurnefnd gas- og jarðgerðarstöð í Noregi var frá sama fyrirtæki og hefur yfirumsjón með verkefni Sorpu, en það gefur okkur tilefni til að hafa áhyggjur. Flótti borgar- stjóra og stjórnar Sorpu vegna málsins ýtir undir áhyggjur um að verkefnið sé illa statt og framtíðin sé ekki björt. Hins vegar vonumst við eftir því að allt gangi vel með GAJA þrátt fyrir að mörg viðvörunarljós blikki og spurningum sé ekki svarað. Eftir Egil Þór Jónsson og Björn Gíslason » Flótti borgarstjóra og stjórnar Sorpu vegna málsins ýtir undir þær áhyggjur að verk- efnið sé illa statt og framtíðin sé ekki björt. Björn Gíslason Höfundar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Peningar urðaðir og brenndir? Egill Þór Jónsson Stjórnvöld brugðust rösklega við áhrifum veirufársins á atvinnulífið. Því má líkja við hjálp í viðlögum á slysstað. Nú þurfa „hinir slösuðu“ að komast undir læknishendur og svo tekur endurhæfingin við hjá þeim sem lifa af. Ég var aldarþriðjung í fjármálakerfinu og sinnti lánamálum og m.a. úrvinnslu erfiðra mála. Eftir olíukreppuna síðari 1981 bræddi verðbólgan enn bankalánin, því verð- tryggð lán voru enn lítill hluti útlána. Vextir voru neikvæðir, ákveðnir af stjórnvöldum með hliðsjón af hávær- um kröfum, en aldraðir gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Bankar eru bara milliliðir, það voru eldri borgarar, sparifjáreigendur, sem báru þungann í raun. Bankarnir stóðu þetta því léttilega af sér. Annað áfall varð kringum 1990. Verðfall hafði orðið víða um heim og áhrifin náðu hingað. Fasteignaverð fraus og raunverð lækkaði, en áhvílandi verð- tryggð og gengisbundin lán hækk- uðu. Þá reyndi á bankana, því eigna- hlið þeirra felst í markaðseignum og veðlánum. Á árunum upp úr 1990 voru bankar gjarnan með 10-12% eiginfjárhlutfall, svo ekki var mikið borð fyrir báru. Við þessar aðstæður fá allir sömu, snjöllu hugmyndina samtímis, að bíða og sjá til. Fram- kvæmdum og neyslu er frestað. Bankar stíga á bremsuna í útlánum, í von um að afborganir lána skili sér og lækki útlánastofninn, til að halda eiginfjárhlutfallinu uppi. Harkalegur samdráttur varð. Eignaverð, borið uppi af væntingum góðærisins, fór í neikvæðan spíral. Ótti hríslaðist um fólk, sem missti svefn og dró úr öllu sem unnt var að vera án. Fyrirtæki sem höfðu aukið umsvif sín í góð- ærinu voru illa undirbúin og týndu tölunni. Fólk missti vinnuna, sem jók samdráttinn enn. Les- endur kannast við hlið- stæðurnar, bæði síðustu misserin og fyrir áratug síðan. Verðmæti glatast Þegar fyrirtæki fara í þrot stöðvast reksturinn oftast og starfsfólkinu er sagt að fara heim. Skiptastjóri tekur að sér að innleysa verðmæti og skipta milli kröfuhafa. Veðhafar fá fyrstir greitt, síðan almennir ótryggðir kröfuhafar og afgangi mæta hluthafarnir. Stundum er verðmæti félags minna við upplausn en áframhaldandi rekstur. Eignir eru e.t.v. sérhæfðar og lítils virði án rekstrar. Mismun- urinn liggur m.a. í þekkingu og hæfni starfsfólks, verðmætum vörumerkj- um og viðskiptasamböndum. Ef rekstur stöðvast tvístrast þessi verð- mæti og tapast. Gríðarlega áhættu- samt, vandasamt og tímafrekt er að koma atvinnufyrirtæki á stofn, en ekki tekur nema augnablik að eyði- leggja það. Atvinnuleysi er mesta böl samfélags. Ástæða er því til að leita allra leiða til að lágmarka það og um leið þau verðmæti sem fara for- görðum við gjaldþrot. Núgildandi lög um þrotameðferð skapa raunar svig- rúm til þessa, en samt gerist það sjaldnast. Þekkt úrræði Sú leið sem ég þekki best er að veðhafar, sem eru oftast nokkuð öruggir um sínar kröfur, beiti sér fyrir því að félag í fjárhagserf- iðleikum stofni dótturfélag, og komi rekstrinum þangað í skjól, á meðan móður- félagið gengur í gegn- um fjárhagslega end- urskipulagningu. Aðferðin gengur und- ir heitinu „hive- down“. Þessi tilfærsla þarf að vera á eðlileg- um kjörum og því óriftanleg, hvort sem tilfærslan er gerð með leigu eða sölu. Bankinn lánar móður- félaginu fyrir hlutafé dótturfélagsins og tekur um leið veð í hlutafénu, sem er óriftanlegt af því að nýtt lán fylgdi. Þetta eykur líkur á samþykkt nauðarsamnings og síðan má sam- eina félögin. Félagið verður aftur starfhæft og hag eigenda og starfs- manna er borgið. Fallist ótryggðir kröfuhafar hins vegar ekki á nauð- arsamning leysa veðhafar hlutaféð til sín og móðurfélagið fer í þrota- meðferð. Komi til þess finnur bank- inn kaupendur að nýja félaginu. Ekki er nógu mikið um að framangreindri aðferð sé beitt. Hún hentar best við úrlausn stærri mála. Hana ætti að nota þegar kerfislega mikilvægur rekstur er varinn, því í henni felst enginn afskrift fyrir hluthafana. Bankar mega ekki vera með óskyld- an rekstur lengi á sínum vegum. Deilt er á banka sem reka slík fyrir- tæki, jafnvel í samkeppni við aðra viðskiptavini sína. Ástæða er því til að leita leiða til að gera það algeng- ara að rekstarverðmæti og störf séu varin, en fjarlægð við banka sam- hliða aukin. Úrbóta leitað Algengast er að lögmenn taki að sér stjórn þrotabúa og gæti hags- muna kröfuhafa, en endurskoð- endum er það líka heimilt. Ég vil að það verði gert að reglu að bæði lög- maður og endurskoðandi komi í upp- hafi að málum í aðdraganda gjald- þrots. Endurskoðandi mundi byrja á að kanna eignir og útistandandi kröf- ur, en á því vill verða misbrestur. Það ætti að vera sérstakt verkefni endur- skoðandans að kanna og meta rekstrargrundvöll nýs dótturfélags. Markmiðið sé að varðveita atvinnu og verðmæti, s.s. þau óefnislegu verðmæti sem felast í þekkingu starfsmanna, vörumerkjum og við- skiptasamböndum. Það ætti að vera sérstakt athugunarefni hvort starfs- menn geti tekið við rekstri sem fer í þrot, jafnvel með eignaraðild í huga. Sé það talið gerlegt yrði endurskoð- andanum falin tilsjón með rekstri hins nýja félags, en lögmaðurinn héldi utan um þrotabúið. Þennan fer- il yrði að gera að skyldu, því reynslan sýnir að ekki er nóg að hafa hann val- kvæðan. Félagsform Hugmynd mín er að sérstök at- hugun verði gerð á því hvaða rekstr- arform henta í því skyni að bjarga störfunum. Í mörgum tilvikum er um að ræða félög með fáa starfsmenn, sem kunna til verka og halda utan um viðskiptasambönd. Félagsformið er ekkert aðalatriði, en það þarf að vera létt í vöfum, þegar um smá- rekstur er að ræða. Sameignarfélög eru með ótakmarkaðri ábyrgð, sem ekki verður ætlast til að starfsmenn gangi í. Einkahlutafélög koma til álita, en skoða má svonefnd samlags- hlutafélög, sem eru eins konar milli- stig hlutafélags og sameignarfélags. Ástæða er líka til að hugleiða sam- vinnufélagsformið, en hér á landi þekkjast samvinnufélög viðskipta- manna (kaupfélög) og framleiðslu- samvinnufélög (afurðastöðvar). Víða erlendis eru til samvinnufélög starfs- manna (worker co-operatives). Þau munu algeng til utanumhalds rekstr- ar sem ekki er ætlunin að selja, held- ur vera samstarfsvettvangur og launagreiðandi, s.s. lögmanns-, arki- tekta- og tannlæknastofur. Kostur þeirra er sagður nálægð félags- manna og lýðræðislegar ákvarðanir og þar skilur á milli þeirra og þeirra samvinnufélaga sem við þekkjum best. Ástæða er því til að skoða þetta form sérstaklega. Bregðumst við Erum við dæmd til að hjakka í sama farinu og endurtaka mistök? Það mætti ætla af framangreindri lýsingu á hagsveiflum og atvinnu- leysi, sem virðast endurtaka sig reglulega. Nei, mistök skulu ekki endurtekin, skylt er að læra af þeim. Mikið er í húfi, því hrina uppsagna og gjaldþrota er hafin. Sérhvert starf sem unnt reynist að varðveita er dýr- mætt. Fyrrverandi löggiltir endur- skoðendur, Ólafur Nilsson og Stefán Svavarsson, litu á drög að þessari grein og þakka ég þeirra ábendingar. Eftir Ragnar Önundarson » Það ætti að vera sér- stakt athugunarefni hvort starfsmenn geti tekið við rekstri sem fer í þrot, jafnvel með eignaraðild í huga. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Um gjaldþrot og atvinnuleysi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.