Morgunblaðið - 04.06.2020, Síða 55

Morgunblaðið - 04.06.2020, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 55 Tónlistarskóli Rangæinga auglýsir Okkur vantar áhugasaman píanókennara til starfa á næsta skólaári. Um er að ræða 80 – 100 % starfshlutfall. Hér gefst gott tækifæri til þess að taka þátt í öflugu tónlistarlífi með frábæru samstarfsfólki. Skólinn er starfræktur á þremur stöðum í héraðinu þ.e. á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi í Holtum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 894 8422 Embætti héraðsdómara laust til umsóknar Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. ágúst 2020. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 29. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/ yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 15. júní nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 29. maí 2020. Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Hótel Dalvík, Aurora Leisure ehf Skíðabraut 18, 620 Dalvík, sími 466 3395 www.hoteldalvik.is HÓTELSTJÓRI Óskum að ráða hótelstjóra að Hótel Dalvík Umsækjendur skulu hafa reynslu af hótelstjórnun eða úr ferðaþjónustu. Þeir þurfa m.a. að búa yfir góðri þjónustulund, góðri málakunnáttu, reynslu af mannauðsstjórnun, þekkingu á tölvukerfum og markaðssetningu. Umsóknir með ferilskrá sendist fyrir 12. júní til Hótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620 Dalvík. GENERAL SERVICES CLERK Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu General Services Clerk lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2020. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of General Services Clerk. The closing date for this postion is June 7, 2020. Application in- structions and further information can be found on the Embassy’s home page: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) 200 mílur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.