Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 63
þjóð. Alveg frá barna- og unglinga- starfinu upp í meistaraflokkinn og þrátt fyrir að við höfum endað í sjöunda sæti á síðustu leiktíð vor- um við í baráttu um sænska meist- aratitilinn allt fram í fjórðu síðustu umferð deildarinnar. Mér fannst við því eiga mjög gott tímabil en þegar við áttum ekki lengur möguleika á því að verða meistarar sprakk blaðran. Sænska deildin er fáránlega jöfn en við ætl- um okkur að berjast í og við topp- inn. Fyrstu þrír leikir tímabilsins eru gegn liðunum sem er spáð efstu þremur sætunum og það verður því áhugavert að sjá hvern- ig tímabilið fer af stað.“ Horfir í kringum sig Elísabet viðurkennir að hugurinn hafi aðeins reikað síðasta árið, en hún verður samningslaus eftir tímabilið og gæti því róið á önnur mið. „Í fyrsta sinn á tólf árum fór ég á fund með öðru félagi síðasta haust og ég get alveg viðurkennt það að ég hugsaði málið eftir þann fund. Þar spilar umhverfið stærsta hlut- verkið því ég hef verið undir miklu álagi á undanförnum árum. Ég hef saknað þess að vera bara úti á velli og bara einbeita mér að því að bæta leikmenn og liðið sjálft. Ég er búin að vera föst í alls konar atrið- um þar sem ég hef viljað gera klúbbinn að stóru félagi. Það hefur kostað baráttu, tíma og orku og þar sem ég er enn hérna er ég aðeins föst í því. Ég fór því aðeins að horfa í kringum mig síðasta haust og ég mun skoða mín mál betur þegar samningur minn rennur út næsta haust. Að sama skapi er ég mjög sátt við leik- mannahópinn minn hérna, ég lít björtum augum á tímabilið sem fram undan er og það er það eina sem ég er að hugsa um þessa stundina.“ Margra ára vinna Markmið Kristianstad í ár er að berjast í og við toppinn en Elísabet viðurkennir að kórónuveirufarald- urinn hafi haft áhrif á rekstur fé- lagsins. „Við erum með einn stærsta og breiðasta hópinn í deildinni og ég held að við munum græða mjög mikið á því. Það eru ekki mörg lið í deildinni sem eru með upp í tutt- ugu leikmenn á hverri einustu æf- ingu hjá sér. Ég er búin að vinna að því í mörg ár að komast í þenn- an stað, það er að segja að vera með svona marga jafna leikmenn og þar af leiðandi alvöru sam- keppni. Ég er með þrjá til fjóra leikmenn í hverri einustu stöðu, sem er geggjað. Á sama tíma kosta samningarnir alltaf eitthvað og innkoman er ekki eins og hún á að sér að vera. Þetta hefur sennilega aukið á stressið hjá mér undanfarnar vikur því ég hef unnið mikið í kringum fjármál fé- lagsins og reiknað allt upp á nýtt. Hvað sé best að gera og hvar við getum sparað peninga. Að sama skapi höfum við byggt félagið mjög vel upp á undanförnum árum og við munum komast í gegnum þetta á góðan hátt.“ Elísabet hóf þjálfaraferil sinn ár- ið 2001 og hefur alla tíð stýrt kvennaliði. Hún ítrekar að það kitli hana að koma að einhvers konar þjálfun karlamegin einn daginn. Karlaboltinn kitlar „Ég get ekki sagt að það sé eitt af markmiðum mínum að þjálfa karlalið en vissulega hef ég áhuga á því að skoða það. Ég hef fengið starfstilboð frá karlaliði, undan- farin þrjú ár, sem snúast ann- aðhvort um að koma inn í þjálf- arateymið eða koma inn sem aðalþjálfari. Ég get alveg viður- kennt að það kitlar mig að koma inn í þjálfarateymi karlamegin þótt það sé ekkert endilega aðalatriði fyrir mig að vera aðalþjálfari. Það er eitthvað spennandi við það en ég finn það líka að þetta er ekki eitthvað sem ég verð að gera núna. Ég á ýmislegt eftir kvenna- megin og mig langar að þjálfa landslið einhvern tímann á ferl- inum. Eins langar mig líka að þjálfa lið sem spilar í Evrópu- keppni því sá tími með Val heima var alveg geggjaður og mögulega einn af þeim skemmtilegustu á þjálfaraferli mínum.“ Þarf að taka ákvörðun Eftir tólf ár í Svíþjóð er Elísabet orðin þekkt nafn í kvennaboltanum en hún ætlar sér ekki að taka að sér þjálfun stórliðs bara af því að hún er kona. „Ég hef verið í sambandi við lið í stærri deildum Evrópu. Það er ein- hvern veginn þannig að það eru það fáar konur í þessu að ég hef stund- um fengið beiðni um að lið vilji fá konu til starfa. Mér líkar það ekk- ert sérstaklega vel því þú vilt fá eitthvað gott starf af því að þú ert góður þjálfari, ekki af því að þú ert kona. Ég spyr því oft á móti hvað það sé sem geri mig svona spennandi og ef ég fæ svarið til baka um að ég sé kona þá finnst mér það mjög óspennandi. Ég tel að möguleik- arnir séu miklir og ég held að þeg- ar allt kemur til alls sé undir mér sjálfri komið að taka ákvörðun um að gera og prófa eitthvað annað. Þegar það gerist bara gerist það en ég verð ekki hér næstu 25 árin, það er alveg klárt,“ bætti Elísabet við í samtali við Morgunblaðið í gær. af því að hún er kona Ljósmynd/Kristianstads DFF Farsæl Elísabet Gunnarsdóttir hefur fengið margvíslegar viðurkenningar í Svíþjóð fyrir störf sín. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Íþróttasíður Morgunblaðs- ins hafa undanfarnar vikur verið fylltar skemmtilegum viðtölum við knattspyrnumenn og -konur sem eru farin að horfa til Íslandsmótsins sem hefst bráðlega. Leikmenn hafa þar verið fengnir til að spá og spekúlera um sín eigin lið og önnur eins og tíðkast hefur í aðdraganda nýs móts. Upphitun með slíku móti er flestum áhugamönnum íþrótta vel kunn og hún stendur fyrir sínu. Það er áhugavert að heyra í keppendum hljóðið áð- ur en sparkað er í bolta og átta sig á hvaða væntingar menn hafa til sín sjálfs og liðsins. Gaman getur líka verið að rýna í þessa umfjöllun eftir á, sjá hverjir voru spávísir og skemmta sér yfir hverjir voru úti á þekju. Slík gleði er gjarnan kennd við Þórð nokk- urn. Hins vegar hefur ekki ver- ið síður skemmtilegt að kynn- ast öðrum hliðum knatt- spyrnufólksins sem við fylgjumst með úr fjarlægð, jafnvel árum saman. Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, er byrjuð að banka á dyr ís- lenska landsliðsins, jafnvel þótt hún hafi aldrei ætlað sér að verða markvörður. Hún var bara „latur útileikmaður sem fór í mark“, eins og hún sjálf orðaði það. Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, elti kærustuna til Hollands í vetur og lenti í smáklípu þeg- ar hann var fullbráður á sér á Twitter. Skemmtilegar sögur frá áhugaverðu knattspyrnufólki okkar hafa aukið við skemmt- anagildi þessa árlega dag- skrárliðar. Það skal þó segjast að ekkert jafnast á við alvöru- hlutinn; fótboltann sjálfan. Upphitunin stendur gjarnan fyrir sínu en nú má blessaði boltinn fara aftur að rúlla! BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í meistaraliði Wolfsburg eru komnar í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar en þær þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í 8-liða úrslitunum í gær. Wolfsburg mætti B-deildarliði Gütersloh á útivelli og vann 3:0-sigur þótt íslenski landsliðsfyrirliðinn væri hvíldur ásamt fleiri leikmönnum. Sandra María Jessen er einnig komin áfram í undanúrslit með Bayer Leverkusen eins og Morgun- blaðið greindi frá í gær. Sandra og Sara mætast ekki í undanúrslitum og gætu því mæst í bikarúrslitaleiknum sjálfum, en hann er ekki á dagskrá fyrr en í byrjun júlí. Wolfsburg mæt- ir Bielefeld og Leverkusen leikur gegn Essen í undanúrslitum. Wolfsburg hefur orðið þýskur bikarmeistari síðustu þrjú ár í röð með Söru Björk innanborðs og stefnir hún að því að fagna titlinum fjórða árið í röð áður en hún rær á önnur mið. Sara hefur gefið út að hún mun yfirgefa félagið að tíma- bilinu loknu. Leverkusen hefur aldr- ei komist í úrslit en Sandra María hefur spilað með liðinu síðan í jan- úar 2019. Sara og Sandra gætu mæst í bikarúrslitaleiknum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þýskaland Sandra og Sara eigast við í leik Þórs/KA og Wolfsburg. bóka hótel og slíkt fyrir hugs- anlega keppendur. Við göngum bara inn í þann pakka sem er tilbúinn. Flugmál eru auðvitað í óvissu en ég veit aldrei fyrr en nokkuð seint hverjir eru að tryggja sig inn á leikana hvort eð er. Slík mál fara alltaf seint af stað,“ segir Andri og bætir við að staðan geti verið talsvert snúnari fyrir stærri þjóðir sem taki mun fleiri keppendur á leikana. „Fyrir stórþjóðir sem vita að þær eru að fara á leikana með 500 manns er þetta kannski önnur staða. Þar er jafnvel búið að panta mjög mikið í kringum þetta og þær lenda í vandræðum núna. Fyrir litla Ísland er staðan miklu þægilegri og við verðum fyrir minna raski.“ Teiknum upp allar sviðsmyndir „Það má segja sem svo að gagn- vart Tókýó hafi ekki neitt brunnið inni sem fallinn kostnaður hjá okkur. Helsta óvissan er að í mörgum íþróttagreinum er búið að slaufa tímabilinu sem gildir inn á Ólympíuleikana. Fyrir vikið er þá búið að lengja vortímabilið. Í mörgum greinum gæti síðasti séns til að tryggja sig inn á leikana verið seint í júní. Við gætum því þurft að bíða fram í byrjun júlí til að sjá hvernig endanlegi hópurinn verður,“ sagði Andri. Það gæti því orðið nokkuð knappur tími sem gefst til að binda enda á allan lokafrágang fyrir leikana sjálfa, en hjá ÍSÍ er verið að undirbúa allar mögulegar sviðsmyndir. „Við erum að teikna upp allar sviðsmyndir. Sem dæmi þurfum við að panta fatnað inn tveimur árum fyrir leika og þar þurfum við að gera ráð fyrir öllum stærð- um, hvort við náum inn t.d. hand- boltaliði eða ekki. Við gerum bara ráð fyrir að allt verði á tíma og skipuleggjum okkur eftir því. Svo sjáum við til.“ Leikarnir eiga sam- kvæmt nýrri áætlun að hefjast 23. júlí á næsta ári og er alveg ljóst að þeim verður ekki frestað aftur, sama hvað gerist. „Það er ekki hægt að fresta þeim lengra. Þetta eru gríðar- legar upphæðir sem þetta kostar og ýmsar aðlaganir sem munu þurfa að eiga sér stað. Svo er spurning hver á að bera fjárhags- lega kostnaðinn. Er það Tókýó eða Alþjóðaólympíunefndin sem er búin að leggja ákveðna fjár- muni til hliðar? Þetta verður rætt,“ sagði Andri við Morgun- blaðið. Ljósmynd/ÍSÍ Afrekssviðið Örvar Ólafsson og Andri Stefánsson, starfsmenn afrekssviðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, með kyndilinn á milli sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.