Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 38

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hágæða handverkfæri frá Stubai og Crown Tools Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is 6 stk sett 14 stk sett Gott úrval af stökum járnum Vefverslun brynja.is Útskurðajárnasett með hnífum Útskurðahnífar gott úrval Sporjárn 4 - 40 mm Rennijárn sett - 4 st Hallamál 0,5mm/m nákvæmni 3 lengdir Útskurða- járna- taska Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 a- k. Kjullur Heflar Sniðmát Rismát Bakkasög RennijárnHallamál SVARTUR FÖSTUDAGUR 10% afsláttur af öllum vörum í netverslun föstudag til mánudags Útskurðar- járnasett Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á dögunum urðu þau tímamót að Björgun flutti starfsemi sína endanlega úr Sæv- arhöfða við Elliðaárvog, en þar hafði fyrir- tækið verið með höfuðstöðvar í 44 ár. Sem kunnugt er af fréttum hefur staðið til að Björgun flytti á nýjan stað í Álfsnesvík á Álfsnesi en þau áform hafa tafist af ýmsum ástæðum. Á þessari stundu er óvíst hvenær og hvort Björgun geti haslað sér völl á Álfs- nesi eins og til stóð. Sem kunnugt er áformar Minjastofnun að friðlýsa svæðið vegna forn- minja sem þar er að finna. Á meðan hefur Björgun komið sér fyrir í bráðabirgða- húsnæði í Mosfellsbæ, að sögn Eysteins Dofrasonar framkvæmdastjóra. Sand- dæluskip félagsins, Sóley og Dísa, munu áfram hafa viðlegu í Ártúnshöfðahöfn og eins fær fyrirtækið að geyma ýmsan búnað á svæðinu enn um sinn. Björgun ehf. var stofnað 11. febrúar 1952. Reksturinn snerist í upphafi um björgun strandaðra skipa og er nafn félagsins þannig til komið, segir í samantekt á heimasíðu Björgunar. Fyrsta verkefni Björgunar var að vinna að niðurrifi flutningaskipsins Clam sem strandað hafði á Reykjanestá. Kristinn í Björgun þjóðsagnapersóna Meðal stofnenda félagsins var Kristinn Guðbrandsson og var hann helsti sérfræð- ingur þess um björgun strandaðra skipa og í raun þjóðsagnapersóna fyrir þau afrek. Kristinn var fyrsti forstjóri fyrirtækisins og stýrði félaginu farsællega um áratugaskeið. Árið 1954 eignaðist Björgun sitt fyrsta dælu- skip sem hlaut nafnið Leo og var það fyrsti vísir að breyttri starfsemi fyrirtækisins. Leo var í rekstri allt til ársins 1975. Árið 1962 var stigið stórt skerf í sögu fyrirtækisins þegar það keypti flutningaskipið Wumme og lét breyta því í sanddæluskip í Þýskalandi. Wumme fékk nafnið Sandey og Björgun kom sér upp athafnasvæði við Vatnagarða í Reykjavík. Við Vatnagarða kom félagið sér upp að- stöðu til löndunar og flokkunar á sandi og möl af sjávarbotni. Efninu var dælt upp í hörpu sem flokkaði það í fjóra stærðarflokka. Þessi aðferð var notuð allt til ársins 2008 þótt efnisvinnslan hafi með tímanum orðið mun meiri en var í fyrstu. Björgun starfaði við Vatnagarða til ársins 1976 þegar fyrir- tækið flutti starfsemi sína á Sævarhöfða. Upp úr 1990 hófst nýr kafli í sögu Björg- unar þegar félagið réðst í stækkun á lóð fé- lagsins við Sævarhöfða og uppbyggingu bryggjuhverfis að erlendri fyrirmynd. Hug- myndin var þróuð í samvinnu við Björn Ólafs arkitekt og var upphafið að þátttöku Björg- unar í landþróunarverkefnum þar sem ná- lægðin við hafið er nýtt til afþreyingar og útivistar. Þegar farið var að huga að stækkun Bryggjuhverfisins í vesturátt var ljóst að Björgun yrði að víkja af svæðinu með starf- semi sína. Haustið 2016 var gengið frá samn- ingum þess efnis að Faxaflóahafnir keyptu eignir Björgunar á lóðinni Sævarhöfða 33. Jafnframt var um það samið að fyrirtækið fengi að vera með starfsemi á svæðinu fram í maí árið 2019. Þá var eiginlegri starfsemi hætt en Björgun nýtti verkstæðis- og skrif- stofubyggingar til loka október sl. Björgun yfirgefur Sævarhöfðann  Fyrirtækið hefur verið með höfuðstöðvar þar í 44 ár  Óvissa með flutning Björgunar í Álfsnesvík Svæðið áður Vélbúnaður sem notaður var til að flokka og vinna steinefni af hafsbotni setti svip á Sævarhöfðann. Nú er búið að fjarlægja allan búnað og ný tæki verða notuð í Álfsnesi. Morgunblaðið/sisi Svæðið núna Allur búnaður hefur verið fjarlægður og ekkert sem minnir á starfsemi Björg- unar nema sanddæluskipið Sóley, sem liggur í Ártúnshöfðahöfn. Íbúðir munu rísa á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.