Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.11.2020, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hágæða handverkfæri frá Stubai og Crown Tools Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is 6 stk sett 14 stk sett Gott úrval af stökum járnum Vefverslun brynja.is Útskurðajárnasett með hnífum Útskurðahnífar gott úrval Sporjárn 4 - 40 mm Rennijárn sett - 4 st Hallamál 0,5mm/m nákvæmni 3 lengdir Útskurða- járna- taska Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 a- k. Kjullur Heflar Sniðmát Rismát Bakkasög RennijárnHallamál SVARTUR FÖSTUDAGUR 10% afsláttur af öllum vörum í netverslun föstudag til mánudags Útskurðar- járnasett Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á dögunum urðu þau tímamót að Björgun flutti starfsemi sína endanlega úr Sæv- arhöfða við Elliðaárvog, en þar hafði fyrir- tækið verið með höfuðstöðvar í 44 ár. Sem kunnugt er af fréttum hefur staðið til að Björgun flytti á nýjan stað í Álfsnesvík á Álfsnesi en þau áform hafa tafist af ýmsum ástæðum. Á þessari stundu er óvíst hvenær og hvort Björgun geti haslað sér völl á Álfs- nesi eins og til stóð. Sem kunnugt er áformar Minjastofnun að friðlýsa svæðið vegna forn- minja sem þar er að finna. Á meðan hefur Björgun komið sér fyrir í bráðabirgða- húsnæði í Mosfellsbæ, að sögn Eysteins Dofrasonar framkvæmdastjóra. Sand- dæluskip félagsins, Sóley og Dísa, munu áfram hafa viðlegu í Ártúnshöfðahöfn og eins fær fyrirtækið að geyma ýmsan búnað á svæðinu enn um sinn. Björgun ehf. var stofnað 11. febrúar 1952. Reksturinn snerist í upphafi um björgun strandaðra skipa og er nafn félagsins þannig til komið, segir í samantekt á heimasíðu Björgunar. Fyrsta verkefni Björgunar var að vinna að niðurrifi flutningaskipsins Clam sem strandað hafði á Reykjanestá. Kristinn í Björgun þjóðsagnapersóna Meðal stofnenda félagsins var Kristinn Guðbrandsson og var hann helsti sérfræð- ingur þess um björgun strandaðra skipa og í raun þjóðsagnapersóna fyrir þau afrek. Kristinn var fyrsti forstjóri fyrirtækisins og stýrði félaginu farsællega um áratugaskeið. Árið 1954 eignaðist Björgun sitt fyrsta dælu- skip sem hlaut nafnið Leo og var það fyrsti vísir að breyttri starfsemi fyrirtækisins. Leo var í rekstri allt til ársins 1975. Árið 1962 var stigið stórt skerf í sögu fyrirtækisins þegar það keypti flutningaskipið Wumme og lét breyta því í sanddæluskip í Þýskalandi. Wumme fékk nafnið Sandey og Björgun kom sér upp athafnasvæði við Vatnagarða í Reykjavík. Við Vatnagarða kom félagið sér upp að- stöðu til löndunar og flokkunar á sandi og möl af sjávarbotni. Efninu var dælt upp í hörpu sem flokkaði það í fjóra stærðarflokka. Þessi aðferð var notuð allt til ársins 2008 þótt efnisvinnslan hafi með tímanum orðið mun meiri en var í fyrstu. Björgun starfaði við Vatnagarða til ársins 1976 þegar fyrir- tækið flutti starfsemi sína á Sævarhöfða. Upp úr 1990 hófst nýr kafli í sögu Björg- unar þegar félagið réðst í stækkun á lóð fé- lagsins við Sævarhöfða og uppbyggingu bryggjuhverfis að erlendri fyrirmynd. Hug- myndin var þróuð í samvinnu við Björn Ólafs arkitekt og var upphafið að þátttöku Björg- unar í landþróunarverkefnum þar sem ná- lægðin við hafið er nýtt til afþreyingar og útivistar. Þegar farið var að huga að stækkun Bryggjuhverfisins í vesturátt var ljóst að Björgun yrði að víkja af svæðinu með starf- semi sína. Haustið 2016 var gengið frá samn- ingum þess efnis að Faxaflóahafnir keyptu eignir Björgunar á lóðinni Sævarhöfða 33. Jafnframt var um það samið að fyrirtækið fengi að vera með starfsemi á svæðinu fram í maí árið 2019. Þá var eiginlegri starfsemi hætt en Björgun nýtti verkstæðis- og skrif- stofubyggingar til loka október sl. Björgun yfirgefur Sævarhöfðann  Fyrirtækið hefur verið með höfuðstöðvar þar í 44 ár  Óvissa með flutning Björgunar í Álfsnesvík Svæðið áður Vélbúnaður sem notaður var til að flokka og vinna steinefni af hafsbotni setti svip á Sævarhöfðann. Nú er búið að fjarlægja allan búnað og ný tæki verða notuð í Álfsnesi. Morgunblaðið/sisi Svæðið núna Allur búnaður hefur verið fjarlægður og ekkert sem minnir á starfsemi Björg- unar nema sanddæluskipið Sóley, sem liggur í Ártúnshöfðahöfn. Íbúðir munu rísa á svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.