Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 9

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 9
7 1901 hafði ég ekki fyrr en i haust. Mun því nokkuð hafa valdið sóttkvíunarótti manna, en veikin mjög' væg og stóð fáeina daga. Eftir beiðni minni var höfð öll varúð, er við varð koniið án sóttkvíunar. En engin sóttkviun hefur verið viðhöfð. Enginn einasti hefur dáið úr veikinni eða afleiðingum hennar. Þingeijrarhérað: í byrjun október gaus skarlatssótt upp í Önundarfirði og hefur án efa borizt þangað frá ísafjarðardjúpi. Barst hún þá fljótt bæ af bæ, en væg var hún alls staðar, og' veit ég ekki til, að neinn hafi dáið úr henni. Þegar þetta er skrifað, hefur hún verið á flestum heimilum í önundar- og Dýrafirði. Alls var mín vitjað af 82 skar- latssóttarsjúklingum, karlmönnum 15, konum 12, börnum 55. tsafjarðarhérað: Skarlatssótt hefur gert vart við sig i ölluin mánuðum ársins nema janúar, febrúar, september og desember. Sótt þessi var, að því er séð verður, alls staðar væg. Strandahérað: Sóttin var mjög væg. Af G8 deyr enginn, og aðeins 6 verða þung- lega veikir. Aðeins á 4, sem ég vissi til, var flögnunin í stórum flygsum, annars fínt hreistur. Á 6 sá ég exanthemið varicella-kennt. Yfir höfuð var veikin svo væg, að ég þori að fullyrða, að við sveitalæknarnir hefðum ekki haft þann hárfina „sans“ að greina hana, nema í örfáum tilfellum, frá rubeolae eða varicellae. Ég skal enn fremur geta þess, að rúmlega hinna veiku var venjulega 2—7 dagar. Nokkrir lögðust aldrei i rúmið. Hróarstunguhérað. Fyrsta tilfelli af skarlatssótt sá ég seint í nóvember, en þá var hún fyrir víst búin að vera í 5—6 vikur. Hún var svo væg, að menn höfðu ekki hug- mynd um, hvaða veiki þetta væri, og skeyttu þvi ekkert um hana, en ég fékk ekki fréttir af henni fyrr en þetta. Alls eru 5 bæir, sem vissa er fyrir, að hún hafi komið á. Fljótsdalshérað: Skarlatssótt kom upp á 1 bæ i héraðinu i liyrjun nóvember °g tók 5 bæi, áður læknis væri vitjað. Yfirleitt hefur sóttin verið væg. 4 börn hafa orðið alvarlega veik, þar af 3 fengið synovitis scarlatinosa, 1 otitis media simplex. Enginn hinna sjúlcu hefur látizt. 20 alls hafa tekið veíkina. Seyðisfjarðarhérað: Skarlatssóttin kom hingað fyrst úr Borgarfirði, en i það skipti tókst að einangra hana á sjúkrahúsinu (ágúst). Siðan kom hún á Vestdalseyri hér i bænum, líklegast af Úthéraði (í sláturtiðinni), þvi að það reyndist síðar, að veikin hafði þá verið þar þó nokkuð lengi sumars og var víst komin þaðan i Borgarfjörð. Um áramótin höfðu alls sýkzt 45 manns. Enginn dó. Siðuhérað: Af skarlatsótt komu fyrir 4 tilfelli á 1 heimili i Meðallandi í júlí, og dó 1 sjúklingurjnn, 17 ára gömul stúlka, eftir fárra daga legu. Heimilið var sótt- kvíað og' síðan sótthreinsað að 6 viknum liðnum, frá því er sóttin hófst. Var hún þar með iitdauð og breiddist ekki frekar út. Vestmannaeyjahérað: Mest kvað að skarlatssóttinni (59 sjúklingar, og tel ég þó líklegt, að ég hafi verið leyndur nokkrum), sem mun hafa flutzt hingað ofan úr Fljóts- hlíð með sjóróðramönnum; fór fyrst að bera á henni eftir miðjan april. Sóttin var yfir höfuð væg', þótt sumir væru langt leiddir; hún dó út snemma í ágúst. Svo kom hún aftur hingað undir 20. október ineð dreng, sem að sumrinu hafði verið vikadrengur undir Eyjafjöllum, þar sem sóttin var á stöku bæjum. Þá tók hún fyrst (20/10) 15 mánaða gamalt barn og leiddi það til bana á 3Ú2 sólarhring, svo daginn eftir ofan- greindan dreng (13 ára); komst sóttin svo á önnur heimili, og veiktust á þeim alls G
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.