Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 16
190 i
14
að margir læknar kalla þá veiki dysenteri, og stundum lítur út fyrir, að fremur megi
skýra hana svo, en í langflestum tilfellum vantar aðaleinkennin við dysenteri, og
sér þó læknirinn aðeins hin erfiðari tilfellin. Þess vegna kalla ég veikina cholerine.
Fáskrúðsffarðarhérað: Að garnakvefi hafa verið mjög mikil brögð þetta ár, alls
83 sjúklingar. Hefur sóttin verið mjög næm; á mörgum heimilum hefur hún tekið
alla, eða því sem næst. Lágu flestir 2—8 daga. Blóðniðurgang hafa ekki allfáir haft,
líklega 12—15%. Enginn dáið, að því er ég' veit.
Beruffarðarhérað: Niðurgangsveiki tók menn ákaflega geyst. Hún byrjaði með
höfuðverk, máttleysi svo miklu, að sjúklingarnir gátu naumast reist höfuðið frá
koddanum, verk fyrir hringspölum eða til og frá í abdomen, lystarleysi, velgju og
háum hita. Það mátti svo heita, að sjúklingarnir veiktust allt í einu. Hitinn var mest-
ur í byrjun veikinnar ca. 1 sólarhring, og' gat oft orðið býsna hár; mesta hitastig, er
ég mældi, var 42 st. Hitinn og þessi almennu sóttareinkenni stóðu sjaldan lengur en
sólarhring', þar til þau fóru að réna; hitinn minnkaði snögglega — datt ef til vill á
einum deg'i niður úr 41—42 st. niður í ca. 38 st., og' næsta dag á eftir var svo hiti nor-
mal eða því sem næst, og það sem eftir var sýkinnar, stundum með smásveiflum upp
og niður. En þegar sóttareinkennin fóru að réna — eftir ca. 1 sólarhi'ing — þá fengu
sjúklingarnir profus diarrhoe með tenesmis, slím rnikið með hægðunum, en aldrei
blóð né neinar trefjar í saurnum, það ég vissi. Eftir 6—10 daga var sjúklingurinn
albata aftur. Veiki þessi var sýnilega næm, því að hver tók hana af öðrum á sama
heimilinu og hvert heimilið af öðru. Á suma bæi kom hún oftar en einu sinni, og
fékk þá sama fólkið hana tvisvar. Hún lagðist engu þyngra á börn — ef ekki léttar —
en á fullorðna. Engum hefur hún orðið að bana og' virðist alveg hættulaus fyrir líf
manna og framtíðarheilsu.
Síðuhérað: Garnakvef gekk sem landfarsótt um allt héraðið síðustu mánuði
ársins. Það var mjög næmt og tíndi víða upp alla heimilismenn, einkum stálpuð
börn og unglinga. Sóttin byrjaði oftast með vanalegum sóttarumleitunum (höfuð-
verk, beinverkjum, köldu, ógleði eða uppköstum), en skömmu á eftir fylgdi áköf
kveisa og' niðurgangur. Hægðirnar urðu mjög þunnar og' slímkenndar, er frá leið, og
stundum blóðlitaðar. Sjúkdómurinn stóð yfir 1—2 vikur. Engum varð hann að bana.
Vestmannaeyja: Garnakvefið, sem ég í skýrslu minni um landfarsóttir hef nefnt
dysenteria, hefur enn að öllu hagað sér svo sem ég lýsti því í síðustu ársskýrslu og
hefur hin sömu einkenni og' gang', sem héraðslæknir G. Björnsson tilfærir í skýrslu
sinni fyrir árið 1899 (sbr. skýrslu landlæknis fyrir það ár, bls. 6). Auk þess komu
fyrir nokkur (13) tilfelli af mildu garnakvefi (niðurgangi) í mánuðunum febr.—
júní, voru þau væg, án blóðsóttar, og' oftast án nokkurrar hitasóttar.
8. Barnsfararsótt (fehris puerperalis).
21 kona skráð i 13 héruðum, dóu 4. Mun því að vísu fara fjarri, að þar komi öll
kurl til grafar. Þannig eru aðeins taldar 2 konur með barnsfararsótt á mánaðar-
skrám úr Akureyrarhéraði og ekki getið um, að nein hafi dáið, en í aðalskýrslunni
þaðan segir svo: „Þetta ár hafa ekki færxú en 4 konur sýkzt af barnsfararsótt. 2 af
þeixn komust í opinn dauðann, en varð bjargað með skurði. 1 dó eftir 1—2 sólar-
hringa (3 af þessum konum ern taldar hafa haft parametritis post partum).“ -