Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 20
1901
18
einir sluppu. Eftir inínu ráði voru skrokkarnir grafnir niður með húð og hári og
fjósið og nágrennið sótthreinsað eftir megni. Bóndinn fékk sér aftur kýr í fjósið, og
hefur ekki síðan borið á veikinni.
17. Ginklofi (tetanus neonatorum)
gerði vart við sig í 2 héruðum, Húsavikur og Vestmannaeyja, og skýra héraðslækn-
arnir í þessum héruðum svo frá:
Húsavikurhérað: 2 börn dóu úr ginklofa. Veikin byrjaði á öðru þeirra á 6. degi
og stóð í 4 daga, á hinu á 4. degi og stóð ekki heilan sólarhring.
Vestmannaeijjahércið: 5 börn, 4 piltar og 1 stúlka, hafa veikzt af trismus á 1.
viku; áður hafa aldrei meira en 2 börn á ári i minni tíð (36 ár) fengið veiki þessa.
Ég veit enga orsök til þessarar miklu sýkingar á umliðnu ári. Það er eftirtektarvert,
að % barnanna eru piltbörn; munu piltbörn fremur væta naflaumbúðir en stúlku-
börn, og mun jieim ef til vill af þeirri ástæðu vera sótthættara. í tilefni af þessum
mikla barnadauða af trismus umliðið ár hef ég alvarlega áminnt yfirsetukonurnar
um að gæta hins mesta hreinlætis með alla meðferð á naflasárinu og' leita læknis í
tima, ef eitthvað sé að athuga við það.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Með sárasótt (syphilis) voru 4 skráðir í Reykjavíkurhéraði, 2 þeirra með syphils
insons. 1 var skráður í Akureyrarhéraði og þess getið, að það hafi verið útlendingur.
1 var skráður í Reyðarfjarðarhéraði.
Með linsæri (ulcus venereum) var enginn skráður.
Lekandi (gonorrhoea) kom fyrir í 7 héruðum, samtals skráðir 26. Um hann láta
héraðslæknar jiessa getið:
Reykjavíkurhérað: Gonorrhoea er orðin heimasótt hér í Reykjavík; að vísu er
hún ekki almenn enn sem komið er, en búast má við, að hún magnist smátt og smátt,
ef ekkert er að gert. Það mun óhætt að fullyrða, að ýmsar kvensniftir hér í bænum
og í Hafnarfirði gera saurlifnað að atvinnuvegi, en því miður vantar lög, er heimili
lögreglustjórum og læknum að líta eftir pútum þessum og þvinga þær til að ganga
undir lækningu í sjúkrahúsi, ef þær fá samræðissjúkdóma.
ísafjarðarhérað: Gonorrhoea hefur komið fyrir 5 sinnum, svo að læknir viti, en
margir fleiri munu hafa haft þann kvilla. í Álftafirði væri hugsanlegt, að sjúkdóm-
urinn stafaði ef til vill frá Norðmönnum (2 hvalstöðvar í Álftafirði og 1 í Seyðisfirði),
en á Isafirði hlýtur hann að vera orðinn endemiskur, upp runninn frá útlendingum eða
frá Reykjavík. Þeir fáu af slíkum sjúklingum, sem læknis leita, eru aðeins þeir, er
fá epididymitis sem complicatio eða arthritis gonorrhoica og eru oft illa út leiknir,
þegar þeir loks leita læknis.
Keflavikurhérað: Af getnaðarsjúkdómum er gonorrhoea að verða tíðari og' tíð-
ari. Annar af sjúklingunum var úr Iveflavik; sótti hann veikina til kvenmanns i
Reykjavík. Hinn var úr Njarðvíkum, og hafði hann fengið veikina af nágrannastúlku
sinni, sem smitazt hafði í Reykjavík. Báðir sjúklingarnir fengu orchitis gonorrhoica.