Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 20

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 20
1901 18 einir sluppu. Eftir inínu ráði voru skrokkarnir grafnir niður með húð og hári og fjósið og nágrennið sótthreinsað eftir megni. Bóndinn fékk sér aftur kýr í fjósið, og hefur ekki síðan borið á veikinni. 17. Ginklofi (tetanus neonatorum) gerði vart við sig í 2 héruðum, Húsavikur og Vestmannaeyja, og skýra héraðslækn- arnir í þessum héruðum svo frá: Húsavikurhérað: 2 börn dóu úr ginklofa. Veikin byrjaði á öðru þeirra á 6. degi og stóð í 4 daga, á hinu á 4. degi og stóð ekki heilan sólarhring. Vestmannaeijjahércið: 5 börn, 4 piltar og 1 stúlka, hafa veikzt af trismus á 1. viku; áður hafa aldrei meira en 2 börn á ári i minni tíð (36 ár) fengið veiki þessa. Ég veit enga orsök til þessarar miklu sýkingar á umliðnu ári. Það er eftirtektarvert, að % barnanna eru piltbörn; munu piltbörn fremur væta naflaumbúðir en stúlku- börn, og mun jieim ef til vill af þeirri ástæðu vera sótthættara. í tilefni af þessum mikla barnadauða af trismus umliðið ár hef ég alvarlega áminnt yfirsetukonurnar um að gæta hins mesta hreinlætis með alla meðferð á naflasárinu og' leita læknis í tima, ef eitthvað sé að athuga við það. B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði. 1. Kynsjúkdómar (morbi venerei). Með sárasótt (syphilis) voru 4 skráðir í Reykjavíkurhéraði, 2 þeirra með syphils insons. 1 var skráður í Akureyrarhéraði og þess getið, að það hafi verið útlendingur. 1 var skráður í Reyðarfjarðarhéraði. Með linsæri (ulcus venereum) var enginn skráður. Lekandi (gonorrhoea) kom fyrir í 7 héruðum, samtals skráðir 26. Um hann láta héraðslæknar jiessa getið: Reykjavíkurhérað: Gonorrhoea er orðin heimasótt hér í Reykjavík; að vísu er hún ekki almenn enn sem komið er, en búast má við, að hún magnist smátt og smátt, ef ekkert er að gert. Það mun óhætt að fullyrða, að ýmsar kvensniftir hér í bænum og í Hafnarfirði gera saurlifnað að atvinnuvegi, en því miður vantar lög, er heimili lögreglustjórum og læknum að líta eftir pútum þessum og þvinga þær til að ganga undir lækningu í sjúkrahúsi, ef þær fá samræðissjúkdóma. ísafjarðarhérað: Gonorrhoea hefur komið fyrir 5 sinnum, svo að læknir viti, en margir fleiri munu hafa haft þann kvilla. í Álftafirði væri hugsanlegt, að sjúkdóm- urinn stafaði ef til vill frá Norðmönnum (2 hvalstöðvar í Álftafirði og 1 í Seyðisfirði), en á Isafirði hlýtur hann að vera orðinn endemiskur, upp runninn frá útlendingum eða frá Reykjavík. Þeir fáu af slíkum sjúklingum, sem læknis leita, eru aðeins þeir, er fá epididymitis sem complicatio eða arthritis gonorrhoica og eru oft illa út leiknir, þegar þeir loks leita læknis. Keflavikurhérað: Af getnaðarsjúkdómum er gonorrhoea að verða tíðari og' tíð- ari. Annar af sjúklingunum var úr Iveflavik; sótti hann veikina til kvenmanns i Reykjavík. Hinn var úr Njarðvíkum, og hafði hann fengið veikina af nágrannastúlku sinni, sem smitazt hafði í Reykjavík. Báðir sjúklingarnir fengu orchitis gonorrhoica.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.