Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 56
1902
54
er t. d. ekki nógu almennt. Brunnar eru oft grafnir þar sem sízt skyldi, t. d. í fúa-
mýrum, þar sem rotnun er mikil í jörðu, svo að vatnið er alltaf slæmt í þeim. Þeir
eru oft illa hlaðnir og ekki verndaðir sem skyldi fyrir regnvatni. Stundum standa
þeir allt of nærri fjóshaugum og öðru endeini. Það er heldur ekki nógu almennt
hugsað um að hafa sérstakt ilát til að ausa vatninu með, eða það ekki notað, þó að
til sé. Þannig hef ég oftar en einu sinni séð fjósamenn sökkva vatnsfötunum úr fjós-
inu eða úr bænum niður í brunninn, óhreinum af flórnum eða af eldhúsgólfinu, þar
sem hundarnir snuðra um og karlmennirnir hrækja sem mest. Hreinlæti í meðferð
líkamans er frekleg'a ábótavant, og hygg ég, að þeir muni þykjast leysa sig frækilega
af hólmi, sem skolpa eitthvað af skrokknum á sér einu sinni á ári, og hamingjan má
vita, hvort það er ekki yfirborðið af almúgafólki til sveita, sem þvær sér ekki nokk-
urntíma um allan líkamann á ævinni, eftir að það er koinið á fullorðins ár. Loft og
ljós vantar í híbýlin. Ofnar eru allt of sjaldgæfir, og þó að þeir séu til, eru þeir litið
notaðir, svo að fólkið verður að hópa sig saman i 1—2 herbergi til að lialda á
sér hita. Af ofnleysinu verða svo húsakynnin endingarlaus og óholl. Þau eyðileggjast
af raka á fáum árum, ef þau eru þá ekki því gisnari, og þá er aftur ólíft í þeim á
veturna fyrir kulda sakir.
Ólafsvíkurhérað: Húsakynni í sjóþorpunuin eru þröng, og víðast er aðeins ein stofa,
sem notuð er bæði sem setu-, borð- og svefnherbergi. Inni í slíkri stofu er enginn ofn, en
aðeins eldavél, sem allur matur er soðinn við. Loftið í slíkum húsakynnum er því
víða óþolandi. Þau hús, sem risið hafa upp á síðari árum, eru þó að sumu leyti hag-
anlegar útbúin. Þrifnaði og hreinlæti manna á meðal er hér mjög ábótavant. Eigi að
síður verður ekki annað sagt, en menn hafi tekið miklum framföruin í þessu efni nú
á síðari árum.
Reijkhólahérað: Þrifnaður er hér með betra móti. Það miða ég t. d. við það, að
sullaveiki er hér í héraði fátið á ungum og gömlum.
Hofsóshérað: Hér er vart uin önnur híbýli að ræða en torfhæi og þá flesta lélega.
Má hér eigi teljast óalgengt, að baðstofur séu óþiljaðar, berir moldarveggirnir, og
torfgólf j)á auðvitað í þeim. Eru því mjög mörg heimili hér hin bezta gróðrarstía
fyrir hvers konar kvilla, er upp kunna að koma. Auðvitað eru hér til líka stöku fyrir ■
myndarheimili, en þau eru því miður sárfá, í hlutfalli við hin.
Reijkdælahérað: Svo sem nærri má g'eta, er margt, sem að hollustuháttum lýtur,
athugavert í héraðinu. Skal þess t. d. getið, að neyzluvatn er víða slæmt — ár og lækir
notaðir, og' þótt brunnar séu, eru þeir víða illa hlaðnir og ófullkominn frágangur á
þeim, svo að vatnið í þeim hlýtur að óhreinkast. Húsakynni eru víða köld, rakasöm
og illa loftræst. Ýmislegt fleira, sem lýtur að hollustu og þrifnaði, er í ólagi, en þess
skal þó getið, að mörg' mein, sem óþrifnaður styður, l. d. scabies, favus, sullaveiki,
taugaveiki og jafnvel berklasýki, eru alls ekki líð i héraðinu.
Fljótsdalshérað: í héraðinu er híbýlum manna allvíða talsvert ábótavant. Bygg-
ingar eru víða gamlar, baðstofur portbyggðar og loftlitlar, gluggar víðast á þeim
mjög' smáir, en undir loftinu eða baðstofunni þröngar gluggatóftir, svo vanalega kemst
aldrei sólarg'eisli inn. Því miður hafa menn hér ekki enn þá lært sem skyldi, hve nauð-
synlegt er að fara varlega með hráka sína. Eru haðstofur daglega sópaðar og ryki
þyrlað upp, enda ber líklega meira á lungnaberklum hér en víða annars staðar. Mér