Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 57
55
1902
sýnist sem bráð nauðsyn bæri til þess, að kýr væru rannsakaðar hér sem fyrst fyrir
berklaveiki, og vil ég leyfa mér að skora á yður, herra landlæknir, að hlutast til um,
að þetta verði gert.
BerujjarSarhérað: Eitt verð ég sérstaklega að nefna, sem ég verð að álíta stór-
kostlega framför í heilbrigðislegu tilliti, en það eru skilvindurnar. Fyrir svo sem 2
árum þekktust þær ekki hér um slóðir, en nú eru þær komnar á allflest heimili.
Meðferð mjólkurinnar lil sveita verður ólíkt þrifalegri með þeim en með gömlu að-
ferðinni, og vel get ég' ímyndað mér, að þær með öðru verði til þess að minnka sulla-
veikina. Trog'in, sem áður voru notuð til að setja mjólkina i, voru, eins og lög gera
ráð fyrir, þvegin í hvert sinn og þau voru tæmd. Að því búnu voru þau látin út til
þerris og' oft reist upp við bæjarþilið, þar sem hundar áttu hægan aðgang að því að
sleikja þau, og siðan var mjólkin sett í þau á ný. Nú er loku skotið fyrir, að þetta eigi
sér stað framvegis, þar eð slík mjólkurílát leggjast nú alveg niður eða fara stórum
fækkandi. Annar þarfur hlutur er líka orðinn hér mjög algengur, en það er eldavél-
in. Eldhúsreykurinn gamli, sem margan gerði rauðeygðan, er nú alveg að hverfa. Það
var áður siður hér eins og annars staðar að fleygja sorpi, beinarusli, skólpi og' öðru
þess háttar rétt í kringum bæina. Þar lá þetta og úldnaði og gerði ódaun og óloft.
Nú eru menn farnir að l)}rggja lokaðar safnforir fyrir allan þess konar úrgang og
óhroða, og þótt þær séu ekki svo algengar enn sem skyldi, þá er áhugi manna vakn-
aður fyrir því, að þetta sé hið rétta, bæði frá hagfræðilegu og heilbrigðislegu sjónar-
miði. Salerni eru á mörgum bæjum.
Vestmannaeyjahérað: Húsakynni og þrifnaður fer stöðugt batnandi.
Eyrarbakkahérað: Hollustuháttum er víða i héraðinu mjög ábótavant og óþrifn-
aður sums staðar talsverður, enda húsakynni víða léleg. Nokkrar framfarir muhu þó
vera, hvað byggingar snertir, og er einkum járn iniklu meíra notað en áðiir.
Grimsneshérað: Þrifnaður fer batnandi ár frá ári og húsakynni.
4. Mataræði.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfjarðarhérað: Viðurværi manna virðist yfirleitt ekki vera hejipilegt. A það
benda meltingarkvillarnir, sem eru svo almennir. Nýmeti er ekki borðað nema fáa
dag'a af árinú hér upp til sveita, en saltur og súr matur allt of mikið, og oft leggja
menn sér morkna eða jafnvel úldna fæðu til munns. Kjöt af sjálfdauðum skepnum
(pestarkjöt o. s. frv.) er víðast borðað með beztu lyst, að því er sýnist, en vel verkað
hrossakjöt, sem er góð og' holl fæða, vilja margir ekki sjá. Þó er þetta ef lil vill smáLt
og smátt að lagast. Kálmeti sést varla borðað, og er það leitt, þó að garðrækt sé
heldur að aukast smámsaman.
Akureyrarhérað: Lifnaðarhættir héraðsbúa eru svo sem ég hef fyrr Iýsl í skýrsl-
uin niínuni. Helzta breyting er sú, að fleiri og fleiri setjast að í þurrabúð við sjávar-
síðuna, bæði hér í bænum og út með firði. Þetta leiðir til þess, að víða er lílið um
mjólk handa börnum. Og sennilega er matarhæfi o. s. frv. öllu verra á slíkum býlum
en áður var í sveitinni.
Reykdælahérað: Næringarskortur er enginn, en fæðan ekki sem hollust mikinn
tíma ársins, þegar ekki fæst nýmeti. Verður þá löngum að notast við geymda fæðu.