Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 66

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 66
1903 04 3. Skarlatssótt (scarlatina). Hennar varð nú ekki vart nema í 11 héruðuni, og kyað alls staðar lítið að henni. Voru aðeins skráðir 80 á öllu landinu (440 árið áður), og ekki verður séð, að neinn hafi dáið úr henni. Minnast læknar ekki á hana í aðalskýrslununi, svo að teljandi sé. 4. Barnaveiki (diþhtheritis). Hún breiddist enn út, varð nú vart í 18 héruðum, árið áður í 14, en sjúklingar voru þó heldur færri. Manndauðinn var svipaður hlutfallslega. Var þó oftar notað serum en áður, og láta læknar vel af árangri, þegar það var notað í tæka líð. En oft bar út af því. Til margra barna var læknis ekki vitjað, fyrr en þau voru dauðvona, og ekki allfá voru dáin, áður en hann komst alla leið á sóttarheimilið. Læknar láta þessa getið: Reykjavíkurhérað: Barnaveiki (diphtheritis og croup) gerði talsverðan óskunda. 5 börn fengu diphtheritis, en 27 croup; af þeim dóu 7. Er örðugt að hefta útbreiðslu veikinnar, einkum af því, að hún er stundum svo væg, að læknis er ekki leitað. Flest þau börn, sem læknir sá, voru látin í sjúkralnisið, hin einangruð í heimahúsum, heimilin jafan sótthreinsuð. Að því er snertir serum, þá er það reynsla mín, að það hefur afar mikla þýðingu, ef börnin fá það á 1. eða 2. degi veikinnar; batinn kemur þá nær því undantekningarlaust eftir 24—30 tíma. Eg hef aldrei séð neinar illar af- leiðingar af serumnotkuninni. Nokkrum sinnum varð ég að gera tracheotomi. Að börn dóu úr véiki þessari, kom oftast til af því, að læknis var ekki vitjað í tíma, eða þá börnin yngri en svo, að unnt væri að bjarga þeim með barkaskurði. Mér finnst vert að geta þess, að mörg af börnuniim fengu alls engan sótthita með veikinni; mörg af þeim börnum, sem urðu svo þungt haldin, að ég varð að tracheotomera þau, voru íneð öllu sótthitalaus. Mörg — vel helmingur —- höfðu skófir í hálsinum sam- fara barkabólgunni, og þó að engar skófir væru sjáanlegar í kokinu, þá var kokið ávallt rautt (ang. catarrh.). Þessa get ég af því, að ég hef veitt því eftirtekt, að þegar börn fá pseudocroup, þá er alloftast enginn roði eða þroti í kokinu. Skipaskagahérað: Alls hafa komið fyrir á árinu 12 tilfelli af croup, þar af dóu 6, en 11 af diphtheritis, ekkert mannslát (21 skráð alls með barnaveiki). Mín var vitjað til allra þessara sjúklinga nema 4 með croup, sem dóu allir. Ég sprautaði „serum antidiphthericum" í alla þú sjúklinga, er ég hafði undir höndum, og lánaðist það svo vel, að af þeim 19, sem ég sprautaði í, dóu aðeins 2; höfðu þau sjúkdóminn bæði í barka og kverkum. Annað barnið var 9 mánaða gamalt og hafði haft sogin í tæpan sólarhring -— sóttur of seint — en til síðara barnsins var ég sóttur nógu timan- lega, en kenni því um, að meðalið hafi verið orðið of gamalt (var þá ársgamalt), en ég hafði ekkert yngra fyrir hendi. Borgarfjarðarhérað: í byrjun júnímánaðar kom upp barnaveiki (diphtheritis) á prestssetrinu Lundi og um sama leyti á Hvanneyri. Alls hafa komið fyrir 14 til- felli af sjúkdómi þessum á 7 bæjum á árinu. Flest voru þessi barnaveikistilfelli verri en í meðallagi í samanburði við þau, sem ég hef séð áður, bæði í Reykjavík og Höfn, og 1 afar ákaft, því að barnið dó á fyrsta sólarhringnum, eftir að veikin kom í ljós. Ég viðhafði seruminnspýtingar í 11 tilfellum. Af þeim lifðu 10, en 1 dó 8—10 tímum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.