Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 67

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 67
65 1903 eftir innspýtinguna, enda var það mjög veikt orðið, þegar ég kom til þess. Alls dóu 4 börn úr veikinni, og voru 3 af þeim dáin, áður en ég' kom til þeirra. 1 af börnunum hafði veikina aðeins í koki, en í hinum 13 tilfellunum bæði í koki og barka, Mýrahérað: Af barnaveiki (diphtheritis) kom fyrir 1 tilfelli í byrjun febrúar; ekki hefur tekizt að fá að vita, hvernig hún barst í bæinn, sem hún kom upp á, en skiljanlegt er, að hún varð þar svæsin, því að fátækt var þar mikil og þrifnaður á einna lægsta stigi, sem ég hef séð hér, húsakynni afleit. Barnið hafði verið veikt á fjórða dag, þegar mín var vitjað, og var þá komið i dauðann — dó nokkrum klukku- stundum seinna. Heimilið var sótthreinsað, og sóttarinnar varð ekki vart síðan. Reyðarfiarðarhérað: Barnaveiki barst hingað i héraðið ofan úr Fljótsdalshéraði, eftir því sem ég veit bezt. Alls hafði ég 9 tilfelli til nýjárs, enginn dó af þeim. Við þau tilfellin, sem ég hafði fyrir nýjár, viðhafði ég serum, og reyndist það ágætlega nema á einu barni, er búið var að ganga með veikina svo lengi, þegar mín var vitjað. Rangárliérað: Við 3 af börnum þeim, sem fengu diphtheritis, reyndi ég „serum“, en aðeins einu batnaði, enda voru hin mjög aðfram komin, þegar mín var vitjað. Því barni, sem batnaði, fór fljótt að létta eftir innspýtinguna. Þar á heimilinu hafði í vikunni áður dáið barn úr „barnaveikinni" að sögn, en mín var ekki vitjað til þess. Eyrarbakkahérað: Barnaveiki stakk sér niður á 3 bæjum (2 tilfelli á einum). Samgöngubanni var beitt, enda breiddist veikin ekki út. Serum brúkað nema við barnið, sem dó, enda var það moribund, er ég sá það. 5. Kíghósti (tussis convulsiva). Kíghóstafaraldurinn, sem hófst 1902, fór nú um nálega allt iand. Voru skráðir fleiri sjúklingar með kíghósta en nokkra aðra farsótt. Taka þó sumir læknar fram, að miklu fleiri muni hafa fengið veikina en þeirra var leitað til. Flestir telja, að sóttin hafi verið með vægara móti. Þó er talið I mánaðarskránum, að 55 hafi látizt úr henni, og héraðslæknirinn í Reykjavíkurhéraði segir, að miklu fleiri hafi látizt þar af kíg- hósta og afleiðingum hans en talið er. Má gera ráð fyrir, að svo hafi verið víðar. Læknar láta jiessa getið: Reykjavíkurhérað: Kíghósti barst hingað til bæjarins i janúarmánuði, óvíst hvaðan. Tilraun var gerð til að stöðva veikina, en tókst ekki. Breiddist hún út um allt héraðið á örstuttum tíma og sýkti fjölda barna og unglinga. í lok maimánaðar var veikin að mestu um garð gengin. Alls var læknis leitað til 278 sjúklinga með þessa veiki, en vafalaust hafa margir fengið veikina, án þess að læknis væri leitað. A sjúkraskránni er j>ess gelið, að 4 börn hafi dáið úr kíghósta, en þessi tala er mikils til of lág. Fyrst ber þess að gæta, að banameinið er oftast bronchopneumoni, og þar sem tilfært er í skýrslunni, að 9 manneskjur hafi dáið úr kvefsótt, þá eru það ein- mitt börn, sem dóu úr afleiðingum af kíghóstanum. Auk þess munu þó nokkur börn hafa dáið, án þess að læknir vissi um. Engu að síður er óhætt að fullyrða, að veikin var í þetta skipti yfirleitt væg', öllu vægari en þá er hún gekk hér síðast fyrir 7 árum. 1 barn fékk fyrst bronchopneumoni, og þegar hún fór að batna, kom allt í einu drep í vinstri kinn rétt hjá munnviki, varð ekki stöðvað, breiddist um alla kinnina á 3 sólarhringum og leiddi barnið (4 ára dreng) til bana. Eg get þessa af því, að ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð þessa tegund af drepi (noma) hér á landi. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.