Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 69

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 69
67 1903 út um allt héraðið og varð skæðastur í kaupstaðnum í maí—júní. Úr sjúkdómnum dóu af 93, sem læknir vissi um, alls 6, þar af 1 fullorðinn. Dauðaorsökin var oftast (pleuro-)pneumoni, tvisvar nephritis acuta. Kíghóstinn var í þessu héraði alls ekki vægari en í meðallagi. Reyðarffarðarhérað: Kíghóstinn reyndist mér engu vægari hér í sumar en þegar hann gekk yfir Mýrarnar sumarið 1897. Að sönnu dóu hér ekki mörg börn, en flest, sem ég vissi um, gengu með hóstann allt sumarið og fram á vetur, og sum ekki orðin laus við hann enn. Vestmannaeyjahérað: Kíghösti gekk hér í maí-og júní, alls 30 tilfelli, var vægur og varð engu barni að bana. Eyrarbakkahérað: Kíghósti kóm hingað úr Reykjavík í maí og breiddist skjótl uni allt héraðið; varð hann talsvert aimennur i júní, júlí og ágúst, en hvarf aftur í september. Hann var hér um slóðir vægur, og veit ég ekki með vissu til, að nokkurt barn hafi dáið úr honum. Hefur hann máske orðið vægari fyrir það, að hann gekk nm hásumarið, en tíð var þurrviðrasöm og góð, og gátu börn því verið mikið úti. 6. Hettusótt (angina parotidea). Varð vart i 2 héruðum, Barðastrandar og Þingeyrar. Mun hafa i'lutzt þangað með Norðmönnum, en breiddist ekki út og er annars ekki teljandi getið. 7. Taugaveiki (feliris typhoidea). Nokkru fleiri sjúklingar voru skráðir en árið á undan, 225 þetta ár, en þá-163. Varð veikinnar vart í 20 héruðum. Læknar láta þessa getið: Reykjavíkurhérað: Alþýða manna hér í bæ hefur meiri heyg af taugaveiki en flestum öðrum sóttum; nú eru flestir sjúklingarnir fluttir í sjúkrahúsið og heimilin ávallt sótthreinsuð. Og þó fer veikin stöðugt í vöxt. Orsökin er vatnsskortur, ræsa- leysi og þar af leiðandi óþrifnaður. Þetta ár kom taugaveikin á 26 heimili hér i bænum: a) á 2 heimilum veiktust 2 manneskjur á hvoru, b) á 1 heimili veiktust 3 mann- eskjur, c) á 1 heimili veiktust (> manneskjur og d) á 22 heimilum veiktist 1 manneskja á hverju. Þessar tölur sýna berlega, hversu mikla þýðingu sóttvörnin hefur. Ef sá, er tyrst veikist, er tekinn burt af heimilinu í tíma, fluttur í sjúkrahús, en heimilið sótt- hreinsað, þá ber það varla við, að fleiri sýkist. 22 sinnum hefur þetta tekizt (d), tvis- var mistekizt (a), að því leyti að 1 manneskja veiktist í viðbót, en svo ekki meir; á einu heimili (b) veiktust 3 manneskjur með svo litlu millibili (ekki vika), að þar gat ekki verið að ræða um smitun mann frá manni, heldur hljóta þær allar að hafa fengið í sig sóttkveikjuna utan að (vatn? mjólk?), en á einu heimili (c) veikt- ust 6 manneskjur, og þar var orsökin sú, að þá er fyrsti sjúklingurinn lagðist, vitj- aði fólkið skottulæknis, hann sagði, að sjúklingurinn hefði heilabólgu og gekk til hans meðan hann lá — auðvitað var svo engin varúð höfð; þegar þessi sjúklingur var að komast á fætur eftir þriggja vikna legu, veiktist annar, og nú var mín vitjað; síðan veiktist hver af öðrum á örstuttum tíma. Þetta dæmi sýnir ljóslega, hvernig taugaveikin mundi haga sér á fátæktarheimilum bæjarins, ef hún væri látin af- skiptalaus. L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.