Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 80
1903
78
þó fjarri, að ekki sé margt, sem laga mætti, þó að efnin sén lítil, ef önnur skilyrði
til þess væru fyrir hendi. Gólfin gætu t. d. verið hreinni og fötin og húsbúnaðurinn
en viðast hvar er. Kláða og' öðrum óþrifum á mönnum mætti útrýma, og maturinn
gæti verið skynsamlegar samsettur, geymdur og matreiddur og verið þrifalegri.
Vatnsbólin gætu verið betri og á heppilegri stöðum en nú er, og ekki þyrftu hund-
arnir að vaða am allan bæinn, eða annar hver maður að hrækja nærri því hvar sem
hann er staddur. En til þess að laga þetta allt og annað, sem aflaga fer, þarf reyndar
líka fé eins og til bygginganna. Það þarf að breyta hugsunarhættinum, ala upp æsku-
lýðinn svo, að hann fái smekk fyrir hreinlæti og innri hvöt lil að lag'færa það, seni
ábótavant er, og' þekkingu til þess.
Reykhólahérað: Húsabyggingarnar, torfbæirnir illa hyggðu, eru það, sem að er í
Reykhólahéraði. Þeir eru sá heilsuspillir með rakanum, veggjasúrnum og óþrifun-
iiiii, sem þeim fylgir, að miklu nemur og líklega verður seiut ráðin bót á.
Nauteyrarhérað: Þótt því verði ekki neitað, að hreinlæti og allir hollustuhættir
eru fjarri því að vera í sem æskilegustu ástandi, þá er víst ekki öllu verra hér en við-
ast annars staðar. Húsakynni eru allvíða mjög óhentug, þröng' og' loftill, en þó eru
mjög' margir bæir ágætlega hýstir, og fer þeim fjölgandi. Vatnsbólum er víðast hvar
mikið ábótavant, aðeins notaðir opnir lækir eða ársprænur.
Akureyrarhérað: Það er mikils verð framför, að vatnsveiting er komin í flest
bæjarhús hér í stað vondra og illa hirtra brunna. Næsta sporið verður sennilega
skólpveiting frá öllum húsum, sem enn þá er í ólagi. Þó eru það allmörg hús, sem
leiða alll skólp í vönduðum, loftheldum rennum í burtu, útbúnum með þéttum vatns-
lásum. Bæði vatns- og skólpveiting innleiddi ég' hér í bænum fyrstur inanna. Síðan
hafa aðrir tekið hana upp.
Vopnafjarðarhérað: Til framíara í heilbrigðislegu tilliti má telja það, að vatns-
leiðsla í lokuðum pípum hefur verið lögð í 3 hús á Vopnafirði. Vatnið er tekið í safn-
brunni uppi í brekkunni fyrir ofan kauptúnið. Því verr er vatnssafnið svo litið, að
það reiknast til að nægja 4—5 húsum, en ekki meir. í Hofsprestakalli liafa nýlega
verið byggðar 2 kirkjur, og í þeim eru ofnar, er hitaðir eru á undan hverri opinberri
guðsþjónustugerð, et' þörf krefur.
Mýrdalshérað: Hibýli manna eru stórum að batna, og fer mönnum árlega fram í
því að byggja betur yfir sig en áður; en því miður vill sóðaskapurinn elta þá inn í
timburhúsin líka, ekki síður en inn í moldarkofana, og þótt húsin liti þrifalega út að
utan, eru þau sum sem „kalkaðar grafir“ að innan. Loftleysið er víðast sama og í
moldarkofunum, því að ekki er verið að hafa gluggana of marga á hjörum; að sjá
glugga opinn — jafnvel á sumardegi — það mætti heita undur! Veg'na kuldans á
vetrum situr vanalega allt heimilisfólkið í einu og' sama herbergi, þótt jiröngt sé;
stundum liggja þar líka sjúklingar inni, t. d. með brjóstveiki. Er ekki alltaf spurt,
hvar skyrpa megi út úr sér þvi, sem upp er hóstað, því að hrákadallar eru sjaldnast
til á bænum, og' þótt til væru, þá held ég, að fólki íuundi seint lærast að nota þá, að
minnsta kosti ekki á meðan það sjálft finnur ekki lil hins viðbjóðslega við hráka-
klessurnar eða rekur sig beint á hættuna, sem af þeim getur hlotizt.
Vestmannaeyjahérað: Húsakynni og þrifnaður fara stöðugt batnandi.